Friday 14 September 2007

Ég og fræga fólkið (nánar tiltekið Ross Noble)

Fyrsta vaktin var í gærkvöldi og gekk alveg ótrúlega vel! Ég var auðvitað rosa töff í mínum 101 Dalmatians bol vúúú!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég fékk að vera dyravörður við dyr D og ath miða og vísa fólki inn. Það var hellingur af gömlu fólki að fara á sýningu í hinum salnum, eitthvað gamlamannaleikrit þar og kom hellingur til mín og æi það er alltaf svo erfitt að vísa gömlu fólki annað því maður er aldrei viss hvort þau geti labbað svona langt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En við Ross Noble áttum alveg móment sko. Áður en sýningin byrjaði og sándtékkið var í gangi þá þurfti ég að ath hurðarnar hjá mér, kíkja inn í salinn og ath stöðuna bara og svona.. Ross var uppi á sviði og maður reynir að halda kúlinu þegar maður sér frægt fólk (eins og ég gerði þegar ég hitti Doctors leikarann *swoon*)

http://www.bbc.co.uk/drama/doctors/past_characters/greg_robinson_person_page.shtml

Svo fór konan sem var með mér eitthvað að spá í einhverjar tröppur þarna og hvort ættu ekki að vera rampur í staðinn... og fór að stappa fætinum eitthvað og ég svona sparkaði pent í til að sýnast vita hvað ég væri að gera og spá geðveikt mikið. Í því kvikna ljósin í salnum og mér er litið á sviðið og Ross er að vesenast eitthvað.. Ég fékk smá andarteppu en ekkert svaka, enda er maðurinn ekkert fallegur bara fyndinn. Og við áttum móment.. hann bara veit það ekki því hann sá mig ekki. Ég er ýkt svekkt, ég fór úr því að sparka í einhverja tröppu í mitt besta pós á núlleinni en nothing.. nada...
Æi hann er hvort eð er ekki sætur eins og ég segi svo mér er alveg sama - hann er bara frægur ! hehe
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sá Doctor gaurinn aftur um daginn þegar ég labbaði frá Morrissons, var að kaupa banana, pizzu og tómatsósu (ýkt halló) Hann var úti að reykja og sat á tröppunum fyrir utan leikhúsið og sá mig.. sem hefði verið töff NEMA fyrir ömurlega innkaupspokann minn sem var gagnsær og svo hafði ég sofnað kvöldið áður með blautt hár og hafði ekki fyrir því að greiða mér áður en ég fór út eða neitt :S

Hárið á mér var ekkert ósvipað þessu ferlíki :
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er samt að spá í að fara á leikritið sem hann er í sem byrjar 21 sept og heitir Time of my life, gefa honum almennilegt tækifæri til að sjá wonderful MOI! Annars langar mig líka alveg að sjá leikritið, hljómar vel lýsingin á því.

"The wine is good, the presents are dubious, the waiters are eccentric and the company….well, the company leaves a lot to be desired. After all, just because you love your family, it doesn’t mean you have to like them all.

Alan Ayckbourn’s hilarious take on the pleasures and pains of family life ingeniously explores the past, present and future of the Stratton family as they come together to celebrate another milestone. Artistic Director Laurie Sansom spent four years working with the UK’s most popular playwright Alan Ayckbourn, and now directs one of the writer’s own favourite plays."

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ótrúlega skrítið að vera að fara að vinna á morgun og sunnudaginn hihi Mér finnst þetta alveg svakalega gaman og brosti mínu breiðasta (fólk hefur ábyggilega haldið að ég væri þroskaheft) Mér finnst bara svo gaman að fólk er að koma og fara á flottar sýningar og skemmta sér og allir bara í hinum besta fíling :)

Ég fæ kitl í magann bara við það að standa inní leikhúsi hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

4 comments:

Anonymous said...

kanski verður þú uppgötvuð í leikhúsinu og verður bæði frag og rík og við hin græðum geggjað mikið á því að þekkja þig ????? hver veit ???????

Rebekka said...

jæja, gott að það gekk vel :)

Guðný said...

Lára : já það er planið! hehe

Rebekka : já alveg svona líka bara æðislega vel :D

Anonymous said...

Good for people to know.