Tuesday 18 December 2007

Jólaskemmtun.

Fórum á jólahlaðborð hjá vinnuni hans Paul. Þetta var í best falli takkí. Bretar eru ekki neitt sérlega töff þegar betur er að gáð. Ég var svekkt og sátt í bland.

Samkoman var haldin á æðislega fínu hóteli rétt fyrir utan Daventry, allt mjög nýtískulegt.. það var næstum eins og maður væri á Íslandinu góða. Nema hvað að eftir að hafa dáðst að anddyrinu og fína barnum var okkur bent á herbergi (já herbergi) þar sem allir komu saman fyrir máltíðina. Gott og blessað, við hópuðum okkur þar eins og góðum kindum sæmir.

Þarna biðu okkar veitingar og... og ekkert. Eitt glas á mann takk fyrir. Herbergið var teppalagt, með lokuðum gluggum og nokkrum stólum uppvið veggina.. svo var það svo lítið að það var óhjákvæmilegt að tala við misjafnt fólk.

Jæja, eftir smá yfirborðskennt blaður við hinar kindurnar var okkur smalað inn í salinn okkar.. fórum inn í flotta anddyrið, framhjá glæsilega barnum, inní æðislega veitingastaðinn en út þar um bakdyrnar!! og hvert ? Inn í sal með reiðum frönskum þjónustustúlkum.

Þetta var yfirþyrmandi þvingað. Við settumst að vísu með skemmtilegu fólki og hlógum mikið og átum óætan mat. Hlógum að draslinu í gjafaboxunum við hvern disk. Paul fékk höfrungalykklakippu og ég fékk naglahreinsibursta. Gæðastöff auðvitað.

Skyndilega eftir matinn var slökkt á ljósunum í salnum og kveikt á diskó ljósunum. Á sviðið steig feitur gaur í grárri joggingpeysu og tilkynnti okkur að hann væri DJ-inn okkar í kvöld. Hann spilaði ekkert nema 50's og 60's tónlist. Þetta var álíka vandræðalegt og þættirnir The Office. Hallæri með pínu "skammastsín" fíling með.

Við yfirgáfum pleisið áður fljótlega en hinir gestirnir létu vel af. Guð blessi þau.

Wednesday 12 December 2007

Ken ví gett túgeðer...

Ég held að það sé eitthvað að Yokopop, kisunni minni. Hún er svo SPES! Hún elskar morgunandfýlu, svitalykt og kartöflumús.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég ætlaði reyndar að blogga til að kvarta undan veðrinu en þar sem ég er svo mikill internet snillingur þá hef ég lesið mér til um (og verið sagt af mömmu) hversu öööömurlegt veðrið er á Íslandi.. get lítið sagt. Samt mjög íslenskt veður hérna, ROK og RIGNING. Og þessi hundaskítur hér um allan garð.. búin að fá mig fullsadda af honum!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Var að lesa bloggið hennar Völlu vinkonu og hún er svo svakalega dugleg þegar kemur að jólaundirbúningi.. hún er búin að versla jólagjafirnar, hálfnuð með kortin, búin að baka smákökur og konfekt.. snilld.

Ég er ekki alveg svona hagsýn.. búin að versla helminginn af gjöfunum, engin kort og ét allt sem ég baka um leið og það er komið úr ofninum. Ég kann mér ekki hóf.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hins vegar er ég ekki gráðug manneskja að eðlisfari en það er ekkert sem stendur í vegi milli mín og og nýbakaðra kanilsnúða... EKKERT.

Áttum æðislega seinustu helgi, ég var að vinna á laugardaginn en þegar ég kom heim var vinur Paul í heimsókn og sátum við að tjatta heillengi og nenntum engu. Pöntuðum okkur kínverskann mat á The Golden Bowl og opnuðum kampavíns flöskuna sem Paul fékk með jólagjöfinni frá vinnunni í fyrra haha Okkur fannst tími til kominn að opna gersemina og kampavínið var alveg prýðilegt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við áttum góðar stundir og mikið hlegið framá nótt, ég elska svona spontant gett túgeðer. Enda plana ég andskotann aldrei neitt.. hehe

Á föstudaginn byrjum við að klæðast sem sjóræningjar í vinnunni í tilefni Panto eða jólaleikritanna, Pétur Pan er nefnilega í stærri salnum svo að við ætlum að taka þetta með stæl og vera öll sjóræningjar hehe Ég að vísu verð bara í rifnu gallabuxunum mínum uppbrettum í converse skóm og svörtum og hvítum röndóttum bol með rauðann klút um hálsinn hehe Æi þetta er svo lúðalegt eitthvað en svo lúðalegt að það er gaman að vera með, krakkarnir fíla svona ;)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
sé mig í anda...

Talandi um krakka, sumir sem vinna með mér eiga börn og koma með þau stundum í vinnuna í heimsókn og eitthvað.. ég veit aldrei hvað ég á að segja við þau. Mér finnast börn eitthvað svo óþægileg og kann ekkert á þroska barna, ef ég eignast ekki barn innan fárra ára mun ég verða þessi óþolandi frænka sem talar við þig sem smábarn þegar þú ert löngu vaxin uppúr því eða tala við þig um fullorðna hluti sem þú ert alltof ung til að vera einu sinni að pæla í.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Verst er að ég man alveg hvernig var að vera unglingur, fékk það beint í æð á Take That tónleikunum.. flashback dauðans. En æskan hefur breyst svo mikið.. allir svo tæknivæddir og meðvitaðir.. nú þegar ég lít til baka finnst mér eins og ég hafi alist upp á redneck heimili í Suður-Karólínu.

Ég man þegar ég átti vasadiskó sem ég keypti fyrir minn eigin 8 þúsund krónur og það hafði stafrænt útvarp (það er leitin að bylgjulengdinni).. .það þótti mjög flott á sínum tíma, núna er allt orðið svo míkró.. ég á ipod shuffle sem ég myndi pottþétt týna ef ég gæti ekki klemmt hann á fötin mín :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
þetta þótti æðislega flott.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
þetta er málið núna..

Ég þarf að redda mér kasettu tæki, ég á enn 300 kasettur uppi á háaloftinu góða.. sjitt draslið sem þar er að finna. Man það var alveg ómetanlegt ef maður náði heilu lagi á spólu úr útvarpinu hehe Í dag torrentar maður allt bara :p (ég sagði þetta ekki)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, ég horfði á National Lampoon's Christmas Vacation á sunnudaginn, ég hlæ alltaf jafn mikið að henni. Ekta sunnudagsmynd og kemur manni í rétta jólaskapið (æi ég hljóma eins og bylgjan)


Love it!!



Ég er farin í bili, yfir og út.

Tuesday 4 December 2007

Er á leið...

á tónleika í O2 tónleikahöllinni í London að sjá TAKE THAT!!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Gary, Howard, Mark og Jason... here I come!! ;)

Sunday 2 December 2007

Skyld'að vera jólahjól ?!

Í dag erum við Paul búin að vera að jólast á fullu, keyptum okkur risastórt lifandi jólatré og erum búin að skreyta það :D Alveg yndislegt!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars er búið að vera mikið að gera í vinnunni eins og vanalega og var Garðar Thor Cortes að syngja hjá okkur í seinustu viku :D Ég næstum dó úr skömm þegar hann labbaði inn í leikhúsið með Einari Bárða en fattaði svo að fólkið sem ég vinn með veit ekkert hvað Einar Bárða er lúðalegur og engin þeirra hefur heyrt í Nylon... *hjúkk*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hann er alltaf jafn sjarmerandi Cortesinn, ég eldaði handa honum matin hans en fékk ekki að hitta hann :( en ég fékk að læðast inn á tónleikana og horfa á hann eitt lag :) Ég komst að því að hann er eiginlega bara sætur þegar hann er ekki að syngja, hann verður svo furðulegur á svipinn þegar hann syngur og fær svona svakalegann augnbrúnakipp! :S

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Í gær var ég að vinna allan daginn, voru æfingar fyrir 101 dalamtíu hunds leikritið sem við munum byrja að sýna á þriðjudaginn. Þetta þýddi að ég og Rachelle þurftum að elda fiskaputta (fishfingers), hamborgara, franskar og bakaðar baunir handa 50 krökkum ! við höfðum beisikklí hálftíma til að gefa þeim að borða þar til þau þurftu að fara á æfingu aftur! Þetta var þvílíkt fjör haha! Mér fannst ég vinna á færibandi í verksmiðju hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þegar ég svo loksins kom heim eftir langann dag þá komst ég að því að ég var læst úti og Paul hjá vin sínum í hálftíma lestarferð í burtu og ég átti enga inneign á símanum. Sem betur fer var nágranni minn að koma heim og tékkaði á mér. Ég var búin að dreifa öllu úr töskunni minni útum allt fyrir framan hurðina hjá mér :p En hann var svo góður að leyfa mér að senda Paul sms og bauð mér innfyrir í hvítvínsglas og spjall - þvílíkt nice!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Allir þurfa góða granna, ekki skemmir ef þeir eru svona fallegir!

Við fórum einmitt að tala um hvað væri skrítið að við erum búin að búa hlið við hlið í heilt ár en aldrei talað saman neitt að ráði. En hann var alveg sá yndislegasti og ég auðvitað baðst afsökunar fyrir hönd Tim því hann á það til að vera frekar hávær en hann hélt víst heillengi að það væri fugl fastur í þakinu hans og svo hélt hann að hann væri fastur í háfinum sínum lol!! Tim er nefnilega akkúrat hinu megin við vegginn í eldhúsinu hans hahaha

En þetta var alger snilld, gaman að eignast nýja vini ;) Ég ætla einmitt að baka í kvöld og banka uppá og bjóða honum uppá bakkelsi sem þakkir fyrir að nenna að hanga með mér í klukkutíma eftir að betri helmingurinn minn kom heim :)
Granninn meira að segja bauðst til að passa uppá dýrin okkar þegar við förum til Íslands :D

En já ég vona að allir hafi það gott, Mamma, Lilja og Linda fóru í heimsókn til Láru og ég er viss um að allir hafi skemmt sér vel :D Ég er búin að reyna að kommenta á síðuna þína Lára mín nokkrum sinnum en ég komst aldrei í gegn! Hefði verið æðislegt að vera með en ég kem til ykkar von bráðar!! - Meiri gestagangurinn á ykkar heimili, enda ekki við öðru að búast þið eruð svo mikið æði ;)

Hlakka til að keyra upp til Danmerkur í sumar á honum Friðsæl ;)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja ég er farin að halda áfram að þrífa og baka eitthvað sniðugt (þó svo mesti tíminn fari í það að reyna að ná Yokopop úr jólatréinu - fann hana í miðju tré áðan.. hmmm)

Jólaatraumar frá okkur á Overstone!