Thursday, 20 September 2007

Frrrrrídagur :)

Ég á frí í dag og það eina sem mig langar að gera er að skreppa niður í vinnu, sitja á kaffihúsinu og blogga. Svo leit ég út um gluggann og uppgötvaði að það er komið haust, ég er með túrverki og hvaða heilbrigða manneskja fer í vinnuna á frídegi. Svo ullarsokkar, æðislega hot pink flísteppið og óhreinn þvottur höfðu vinninginn í dag.

Aaaaaahhhhh *afslöppun*
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

OMG verð að segja ykkur, sæti doctorinn kom á kaffihúsið í gær! *dreym* Mér fannst hann ekkert sætur fyrst en þegar maður er búin að sjá hann nokkrum sinnum þá fer maður að hugsa "ekki svo slæmur reyndar".

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, bissí bissí kaffihúsið.. allir að panta latte og cappucino svo ég er bara í því að græja kaffi handa liðinu. Kemur ekki Ben (já hann er kominn með nafn núna, fyrir mér er hann samt alltaf Dr. Greg Robinson úr doctors hehe) með 2 öðrum meðleikurum og ætlar að panta sér mat.. Vill svo skemmtilega til að Rachel (samstarfsmaður minn) stendur beint fyrir framan þau og ég beint fyrir aftan stóra súlu svo ég sést varla.. nema ég sé þau alveg og það er spegill fyrir aftan barinn svo þau sáu mig ábyggilega mjög vel *hallærislegt* En ég slapp þó við að afgreiða hann Ben minn því ég er viss um að ég hefði klúðrað öllu og hellt sjóðandi latte yfir hann og þá er ég búin að skemma meira en bara möguleikann með honum, heldur líka heilt leikrit sem á að frumsýna annað kvöld.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég sá samt að hann sá mig þessi elska.. hallærislegast var að ég var með spöng í hárinu OG tagl og í Peter Pan bol :S Já ég lít út fyrir að vera svona 14 ára í vinnunni og það er ekki alveg nógu töff þegar maður er að afgreiða fallega og fræga fólkið.
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég gæti líka spilað mig sem 3ja barna móður sem vinnur þarna í hlutastarfi og bíður eftir að vera uppgötvuð.. nema helv Peter Pan bolurinn skemmir það dálítið mikið.. og spöngin... og kannski líka taglið.

Glatað að þurfa að vera með hárið allt aftur þegar ég er einmitt farin að fíla að hafa það slegið. Bömmer. Ömurlegt þegar maður er ekki að fíla sig í vinnunni.. bara hallærislegt því það skín alltaf í gegn :S

Nú er ég búin að klippa á mig toppinn svo ég þarf ekki að vera með spöng og get verið með töff hár aftur hehe :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ég með fína nýja hárið..

Komið að 10 ára reunion í Seljaskóla, það verður haldið 10.nóv (sem er einmitt afmælisdagurinn hans Paul) Ég kemst ekki þrátt fyrir miklar pælingar Völlu um ódýrt flug og gistingu hjá henni hehe ;) Takk samt *knús* Í staðinn verður hún á svæðinu og ef einhver spyr um mig (sem er frekar ólíklegt) þá segir hún að ég sé leikkona í Englandi (þarf enginn að vita að ég vinni á kaffihúsinu og bý í krummaskuðinu Northampton hehe) Líf mitt er auðvitað bara glamúr sko!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(Við Valla hefðum verið svona ef ég hefði komist)

Er það ekki málið á svona reunion dóti ? Eru ekki allir svona lúmskt að bera sig saman við aðra og svo mæta ekki þeir sem eru enn bitrir eða eru orðnir öryrkjar á bótum því þá eru þeir eitthvað minni máttar. Nei ég veit það ekki... fyrir mig er þetta spes upplifun eftir svo margra ára einelti að þá einhvern veginn er skrítið að sjá fólk aftur sem hefur kostað mann mörg ár hjá sálfræðingi og þetta fólk veit ekki einu sinni af því að það lagði mann í einelti. SPES!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ken Dodd varð ábyggilega fyrir minna einelti en ég.

Já það eru alltaf pælingar sem poppa upp í kollinn á manni þegar kemur að reunioni. Hvað maður hefði getað gert á þessum 10 árum, hvernig maður á að vera og hversu mikinn þroska maður eigi að hafa. Er normið að vera komin með börn og einbýlishús.. er meira kannski spáð í menntun.. það er víst í tísku að mennta sig.. allir að mennta sig og fara aftur og aftur í skóla.. alls konar skóla og alls konar gráður.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Mest af öllu skiptir máli að maður sé sátt/ur við sitt. Maður getur alltaf hugsað ef, en svo verður maður að muna að það er ekki alltaf það sama sem gerir alla hamingjusama. Sem betur fer er þetta allt saman einstaklingsbundið :) Ég væri alveg til í að fara á þetta reunion bara til að hitta margann góðann kunningjann sem ég hef ekki séð í mörg ár.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Smá væmis innskot

Svo hugsa ég um mínar ljúfsáru minningar um Seljaskóla og finnst mér allt vera í móðu. Ég á góða vini að í dag og er svo þakklát fyrir það. *KNÚS* á ykkur öll!!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

No comments: