Sunday 30 September 2007

Góðverk dagsins.

Í dag var ég að fara almennilega út fyrir dyr síðan á þriðjudagskvöldið fræga. Það var yndislegt ! Við Paul ákváðum að fara í bíltúr alla leið til Milton Keynes til að versla í matinn - já núna getur maður leyft sér lúxus því ég er komin með vinnu!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við erum enn auðvitað nískupúkar en ég fékk alveg kitl í magann við að fá að eyða 2pundum í grand pizzu heldur en 95pens eins og vanalega.. meira að segja var álegg á pizzunni í þetta skiptið, ég var svo mikið að spara að ég keypti mér alltaf ódýrustu margarítuna og setti svo álegg á sjálf eftir hvað ég átti í skápnum hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já það er ýmislegt sem maður leyfir sér þegar maður er komin með smjörþefinn af því að "hanga" með fræga fólkinu... úff hvað frægðin getur verið mér ofviða.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þó ég sé svona vinsæl og fræg og rík núna þá hef ég ekki gleymt þeim sem minna mega sín. Á leið okkar til Milton Keynes í Friðsæl, sáum við kanínu á miðri akgreininni við hliðina á okkur (móttraffík) og hún var alveg stíf greyið og hrædd. Fólk sveigði frá henni eða keyrði yfir hana án þess að keyra á hana.

Við keyrðum framhjá fyrst en ákváðum svo að bjarga henni svo við actually fundum stað til að snúa við og stoppuðum beint fyrir framan hana. Hún var einn hnoðri auminginn. Hún var veik og orðin blind, það er víst algengt meðal þessara kanína hérna og þetta er bráðsmitandi. Svo Paul setti á sig hanska og setti hana í runna rétt hjá götunni.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Skrítna var að mér leið ekkert betur því ég veit að hún á eftir að deyja, þegar kanínur sýkjast af þessu ógeði þá dregur það þær bara til dauða. :/ En amk sáum við til þess að var ekki keyrt á hana þá og þegar. Úff hvað mig langaði að fara með hana til læknis :p

Fyrir utan hetjudáðir okkar þá er þetta búið að vera afskaplega róleg helgi. Við Paul erum mikið að spá í alls konar verkefnum sem við viljum byrja á núna þegar við getum leyft okkur að eyða örlítið í okkur sjálf og rækta sköpunargáfur. Við ætlum að vinna til dæmis að verkefnum tengdum ljósmyndun núna í haust, bara fyrir okkur og sjá hvað kemur út. Þrái helst að geta haft myrvaherbergi til að framkalla sjálf, en það er einmitt þess vegna sem okkur langar í 2 herbergja íbúð og þá actually með 2 herbergjum hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Paul er svo að byrja að mála aftur og ætlar að sækja námskeið hjá local galleríi hérna og æfa sig í að teikna fólk, sem er æðislegt :) Sjálf ætla ég bara að dunda mér í ljósmyndafikti og læra inná vélina sem settið lánaði mér. Bara spennandi :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Það er alveg merkilegt þegar skammdegið tekur við að þá vaknar alltaf þessi þörf hjá mér til að gera eitthvað nýtt og spennandi, hef tekið eftir að ég fer helst í leikhús á veturna, hangi meira á kaffihúsum, fæ fleiri hugmyndir af músík og ljóðum og fæ gíngantíska þörf fyrir að prjóna hehe Reyndar kann ég ekki að prjóna neitt sérstakt svo á tímabili átti ég 7 trefla og allir hrikalega ólögulegir haha

Það er bara eitthvað svo róandi við að prjóna.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Vetrarmúsík sem ég mæli með :

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Gamla live stöffið hennar er unaður. Björk.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Sennilega ein fallegasta rödd sem til er. Antony & The Johnsons


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Franskt eðal popp með Mylene Farmer.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Yndislegur jazz í boði Stan Getz.

Svo fátt eitt sé nefnt.

Friday 28 September 2007

Arrested Development atriði

Ég bara elska þennan karakter!





OOOH MY GOOOOOOD!!! WE'RE HAVING A FIRE !!!!! ..... sale

Thursday 27 September 2007

ðe flens

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Ógeð..

Flensa
Hiti
Beinverkir
Hálsbólga
Nefrennsli
Hausverkur

Búin að prófa :
Nefúða
Lemsip drykkjar ógeð
Verkjastillandi
Gufu
Langa Sturtu
Hvíla mig

ÞETTA er ekki glamúr !

Hárið á mér er allt út í loftið og ég hljóma eins og Eartha Kitt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Eartha er að sjálfsögðu snilldin ein.

Yokopop hefur einstakt dálæti af pappír, sérstaklega klósettpappír. Hún er eins og lítill portable tætari. Ég hafði skilið eftir smá snýtipappír í stofunni í gærkvöldi og í morgun var eins og hafði snjóað hérna.. reyndar hafði ég skilið eftir nokkrar kvittanir á borði líka sem var fórnað líka í hinum skemmtilega tætings leik.

Ég er auðvitað of lasin til að ryksuga svo ég labbaði nokkrum sinnum fram og til baka í stofunni og eignaðist þessa fínu inniskó.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Wednesday 26 September 2007

Nýtt frá Roisín Murphy

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Oh vinkona mín og style iconið Roisín Murphy er komin með nýtt myndband af plötunni Overpowered - The album sem kemur út 15 okt. Ég hreinlega get ekki beðið eftir að heyra plötuna í heild enda eeelska ég hana Roisín mína og búin að fylgjast með henni í meira en 10 ár !




Hún er baaara flott!

Ég er hins vegar orðin fárveik með flensu og læti :S Ömurlegt að vera nýbyrjuð í vinnu og hringja sig svo inn veika :( Lítur líka út fyrir að ég hafi verið að partíast of mikið í VIP partíinu í gær haha

Hvernig var.. I hear you ask. Þetta var bara æði! Við skemmtum okkur vel á leikritinu, þetta var svona grín/drama og húmorinn alveg snilld :) Skrítið líka að sjá alla á sviðinu sem maður hefur séð á göngum leikhússins hehe

Komst að því að ein leikkonan í leikritinu var í Eastenders fyrir nokkrum árum, mér þótti það einkar spennandi hehe

VIP partíið var ágætt, við að vísu stoppuðum bara stutt því ég var orðin svo lasin að mér leið bara illa :S En þarna var allt mikilvæga fólkið og bæjarstjórinn og eitthvað - SPES. Enginn tilgangur svosem í að staldra lengi við, bara sýna sig og sjá aðra.. svo get ég alltaf spjallað við leikarana ho ho ho enda á sýninginn enn eftir tæpann mánuð hjá okkur :)

Ég var auðvitað öll glamoured up og fór í stuttum svörtum kjól, breitt belti um mittið, í hot pink peysu yfir og með glært hálsmen - var svaka fín :D Það verða allar konur að eiga LBD (little black dress) enda er þetta svo hentugt - passar allt við svartann kjól! Sumir samstarfsmenn voru hissa að sjá mig enda breyting frá vinnufötunum og vera alltaf með hárið í tagli, í gær var það slegið :D OMG ég er komin með svo sítt hár! hehe

Þetta var annars bara ágætis kvöld og fyrsta sinn sem Paul fer á leikrit sem er ekki jólaleikrit eða barnaleikrit :p Hann amk skemmti sér vel :D

Það voru svo alls kyns ljósmyndarar á svæðinu og mynd tekin af áhorfendunum fyrir Royal&Derngate bækling, ég mun að sjálfsögðu pósta inn mynd ef sést í fabulous me ;)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Mæli með þessari plötu með Newton Faulkner sem fíla rólega gítar músík.

Newton Faulkner gerði til dæmis yndislegt cover af Massive Attack laginu Teardrop - elska þetta lag.



Eníveis, auglýsingahóran er óver and át í bili *smúts*

Tuesday 25 September 2007

WHAT COMES BEFORE PART B ? PART-AY!!!!

omg... erfitt líf...

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Fór í partí í Birmingham á laugardagskvöldið hjá vinkonu Paul Gardner. Þetta var semsagt innflutningspartí þar sem hún og kærastinn hennar (sem var ekki á svæðinu og var baktalaður af kærustunni sinni allt kvöldið) voru að kaupa sér hús frá 18hundruð og eitthvað, gömul hlaða sem brann og var svo nýuppgerð. Svaka flott en skítakuldi inni hjá henni :S

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Svo átti hún tvo gullfiska sem voru alltof stórir fyrir búrin sín.. spes.

Eníveis, komst að því að alkahól limitið mitt er búið að færast aðeins of mikið í aðra áttina.. niður. Ég fékk mér 3 bjóra og eitt vodka skot og var orðin góóóð hehe.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Flókið, gellan sem hélt partíið heitir Helena og hún er ekki hamingjusöm í sambandinu sínu - hence baktalið. Hún er skotin í Paul Gardner sem hefur ekki enn ælt útúr sér að hann eigi kærustu (þau eru samt búin að vera saman í 2 ár, en búa ekki saman) Allt kvöldið var Helena að daðra við Paul G og þetta var svo glatað! Mér fannst dálítið eins og ég hafi verið í táningapartí.. þið vitið, allir að daðra þó helmingurinn af fólkinu væri "á föstu".

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég ætti samt ekki að kvarta mikið - frír bjór! hehe Svo hafði ég minn eigin Paul til að daðra við hehe

Annars er ég bara búin að vera að vinna og svona.. í dag kom doktors leikarinn til mín og bað um te... ómægad ég hélt ég myndi deyja!! Þetta var semsagt í fyrsta sinn sem ég og hann áttum okkar samskipti..

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hann : Hæhæ, gæti ég nokkuð fengið te ?
Ég : Já, ekkert mál - viltu svona jurtate eða bara venjulegt ?
Hann : Bara venjulegt, það er fínt.
Ég : Gjörðu svo vel.
Hann : Takk fyrir.

Er þetta ekki bara samtal to die for ha ? Ég samt skalf svo mikið að rétta honum teið að ég var skíthrædd um að sulla því öllu á hann :S Það má ekki.. hann er nýkominn úr klippingu og er með voða fínt hár núna.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er svo að fara á leikritið Time of my life sem hann leikur í í kvöld :D Hlakka rosalega til, eftirá verður svo VIP partí handa okkur staffinu og leikurunum :) Ég hlakka svo til að sjá leikritið að ég er að kafna.

*omg þrumur og eldingar rétt í þessu*

Oh þýðir þá eitthvað að blása á sér hárið ?!

Eníveis, ég ætla að halda áfram að lifa mínu glamúr lífi og gera mig til fyrir partí.. blogga ykkur seinna minn kæri almúgi!

HELLIDEMBA ÚTI!!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Thursday 20 September 2007

Paul er...

You Are Rowlf the Dog

Mellow and serious, you enjoy time alone cultivating your talents.
You're a cool dog, and you always present a relaxed vibe.
A talented pianist, you can play almost anything - especially songs by Beethoven.
"My bark is worse than my bite, and my piano playing beats 'em both."

Frrrrrídagur :)

Ég á frí í dag og það eina sem mig langar að gera er að skreppa niður í vinnu, sitja á kaffihúsinu og blogga. Svo leit ég út um gluggann og uppgötvaði að það er komið haust, ég er með túrverki og hvaða heilbrigða manneskja fer í vinnuna á frídegi. Svo ullarsokkar, æðislega hot pink flísteppið og óhreinn þvottur höfðu vinninginn í dag.

Aaaaaahhhhh *afslöppun*
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

OMG verð að segja ykkur, sæti doctorinn kom á kaffihúsið í gær! *dreym* Mér fannst hann ekkert sætur fyrst en þegar maður er búin að sjá hann nokkrum sinnum þá fer maður að hugsa "ekki svo slæmur reyndar".

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, bissí bissí kaffihúsið.. allir að panta latte og cappucino svo ég er bara í því að græja kaffi handa liðinu. Kemur ekki Ben (já hann er kominn með nafn núna, fyrir mér er hann samt alltaf Dr. Greg Robinson úr doctors hehe) með 2 öðrum meðleikurum og ætlar að panta sér mat.. Vill svo skemmtilega til að Rachel (samstarfsmaður minn) stendur beint fyrir framan þau og ég beint fyrir aftan stóra súlu svo ég sést varla.. nema ég sé þau alveg og það er spegill fyrir aftan barinn svo þau sáu mig ábyggilega mjög vel *hallærislegt* En ég slapp þó við að afgreiða hann Ben minn því ég er viss um að ég hefði klúðrað öllu og hellt sjóðandi latte yfir hann og þá er ég búin að skemma meira en bara möguleikann með honum, heldur líka heilt leikrit sem á að frumsýna annað kvöld.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég sá samt að hann sá mig þessi elska.. hallærislegast var að ég var með spöng í hárinu OG tagl og í Peter Pan bol :S Já ég lít út fyrir að vera svona 14 ára í vinnunni og það er ekki alveg nógu töff þegar maður er að afgreiða fallega og fræga fólkið.
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég gæti líka spilað mig sem 3ja barna móður sem vinnur þarna í hlutastarfi og bíður eftir að vera uppgötvuð.. nema helv Peter Pan bolurinn skemmir það dálítið mikið.. og spöngin... og kannski líka taglið.

Glatað að þurfa að vera með hárið allt aftur þegar ég er einmitt farin að fíla að hafa það slegið. Bömmer. Ömurlegt þegar maður er ekki að fíla sig í vinnunni.. bara hallærislegt því það skín alltaf í gegn :S

Nú er ég búin að klippa á mig toppinn svo ég þarf ekki að vera með spöng og get verið með töff hár aftur hehe :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ég með fína nýja hárið..

Komið að 10 ára reunion í Seljaskóla, það verður haldið 10.nóv (sem er einmitt afmælisdagurinn hans Paul) Ég kemst ekki þrátt fyrir miklar pælingar Völlu um ódýrt flug og gistingu hjá henni hehe ;) Takk samt *knús* Í staðinn verður hún á svæðinu og ef einhver spyr um mig (sem er frekar ólíklegt) þá segir hún að ég sé leikkona í Englandi (þarf enginn að vita að ég vinni á kaffihúsinu og bý í krummaskuðinu Northampton hehe) Líf mitt er auðvitað bara glamúr sko!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(Við Valla hefðum verið svona ef ég hefði komist)

Er það ekki málið á svona reunion dóti ? Eru ekki allir svona lúmskt að bera sig saman við aðra og svo mæta ekki þeir sem eru enn bitrir eða eru orðnir öryrkjar á bótum því þá eru þeir eitthvað minni máttar. Nei ég veit það ekki... fyrir mig er þetta spes upplifun eftir svo margra ára einelti að þá einhvern veginn er skrítið að sjá fólk aftur sem hefur kostað mann mörg ár hjá sálfræðingi og þetta fólk veit ekki einu sinni af því að það lagði mann í einelti. SPES!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ken Dodd varð ábyggilega fyrir minna einelti en ég.

Já það eru alltaf pælingar sem poppa upp í kollinn á manni þegar kemur að reunioni. Hvað maður hefði getað gert á þessum 10 árum, hvernig maður á að vera og hversu mikinn þroska maður eigi að hafa. Er normið að vera komin með börn og einbýlishús.. er meira kannski spáð í menntun.. það er víst í tísku að mennta sig.. allir að mennta sig og fara aftur og aftur í skóla.. alls konar skóla og alls konar gráður.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Mest af öllu skiptir máli að maður sé sátt/ur við sitt. Maður getur alltaf hugsað ef, en svo verður maður að muna að það er ekki alltaf það sama sem gerir alla hamingjusama. Sem betur fer er þetta allt saman einstaklingsbundið :) Ég væri alveg til í að fara á þetta reunion bara til að hitta margann góðann kunningjann sem ég hef ekki séð í mörg ár.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Smá væmis innskot

Svo hugsa ég um mínar ljúfsáru minningar um Seljaskóla og finnst mér allt vera í móðu. Ég á góða vini að í dag og er svo þakklát fyrir það. *KNÚS* á ykkur öll!!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er Dýri !

You Are Animal

A complete lunatic, you're operating on 100% animal instincts.
You thrive on uncontrolled energy, and you're downright scary.
But you sure can beat a good drum.
"Kill! Kill!"

Tuesday 18 September 2007

Verrí Ímportant Pörsön

Vá búin að vera rosa bissí, nýtt starf.. nýir vinir.. frægir vinir *blikkblikk*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er byrjuð í þjálfun í kaffihúsinu Royal&Derngate sem er bara alger snilld því allir leikarar og svona koma þangað til að borða og spjalla :D Hef ekki enn séð æðislega doctors lækninn minn enda verð ég alltaf svo hrikalega starstruck að það þarf bara að tala um fólk og þá roðna ég niður í tær.. sem er frekar óvanalegt því ég er ekkert sérstaklega feimin manneskja :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ég er augljóslega alltaf svona...

ómægod samt hvað þetta er gaman! Mér er skítsama hvað ég geri innan leikhússins því ég hef bara rosa gaman að þessu öllu, allir alveg æði þarna og ein stelpa sem heitir Laura er alger snilld ! Hún er einmitt líka áhugamanneskja um leiklist og ætlar að benda mér á nokkrar góðar amatör grúppur :) Ég er einmitt sjálf búin að vera að reyna að finna grúppur til að komast í en annað hvort ekki fundið neitt sem mér líkar eða þær sem mér líkar svara ekki símanum né ímeilum :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars er bara snilld að vinna þarna í kaffihúsinu, það er búið að kynna mig fyrir svooooo mörgu fólki að ég er alveg að drukkna! Verð búin að læra inná hver er hvað eftir nokkra mánuði hehe Ég var að afgreiða einhvern gaur í gær og Laura sagði mér að hann hafði verið í einhverri frægri sápuóperu hérna í UK :p Ég auðvitað veit ekki neitt því ég þekki bara Eastenders hehe Það er svona að vera útlendingur, maður hittir frægt fólk án þess einu sinni að vita það!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er svo að fara á Time of my life á þriðjudaginn næsta og býð Paul með mér, frítt fyrir okkur bæði plús drykkir :) Eftir sýninguna er svo VIP partí með leikurunum og staffi og verður sett upp hlaðborð og fínerí *glamúrglamúr* Ég er búin að ákveða hverju ég ætla að vera í og allt hehe :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars var ég bara að vinna alla helgina, tók tvöfaldar vaktir báða dagana svo það er búið að vera mikið að gera. Svo fór mamma Paul til Kína á sunnudaginn svo á laugardagskvöldinu fórum við í heimsókn til að kveðja hana. Sunnudagskvöldið var ég alveg búin á því svo það var bara bíó kvöld, ullarsokkar - popp - Hitchcock, gerist ekki betra :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Myndin sem við horfðum á :)

Í gær var ég svo í þjálfun á kaffihúsinu frá 9:30 til 15:00, fór svo í ræktina í klukkutíma, skrapp í ljós og svo starfsmannafund frá 18:30 til 21:00 og svo fer ég að vinna í kvöld :) víííí hehe

Í morgun fékk ég svo pakka frá settinu! Sendu mér æðislega flott flísteppi fyrir veturinn, eitt skærbleikt handa mér og lime grænt handa Paul :D Ótrúlega flott!! Takk fyrir kortið líka - alveg æðislegt haha :D

Jæja píbol, er að spá í að skella mér í ræktina og svona :D Verum í bandi!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Friday 14 September 2007

Ég og fræga fólkið (nánar tiltekið Ross Noble)

Fyrsta vaktin var í gærkvöldi og gekk alveg ótrúlega vel! Ég var auðvitað rosa töff í mínum 101 Dalmatians bol vúúú!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég fékk að vera dyravörður við dyr D og ath miða og vísa fólki inn. Það var hellingur af gömlu fólki að fara á sýningu í hinum salnum, eitthvað gamlamannaleikrit þar og kom hellingur til mín og æi það er alltaf svo erfitt að vísa gömlu fólki annað því maður er aldrei viss hvort þau geti labbað svona langt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En við Ross Noble áttum alveg móment sko. Áður en sýningin byrjaði og sándtékkið var í gangi þá þurfti ég að ath hurðarnar hjá mér, kíkja inn í salinn og ath stöðuna bara og svona.. Ross var uppi á sviði og maður reynir að halda kúlinu þegar maður sér frægt fólk (eins og ég gerði þegar ég hitti Doctors leikarann *swoon*)

http://www.bbc.co.uk/drama/doctors/past_characters/greg_robinson_person_page.shtml

Svo fór konan sem var með mér eitthvað að spá í einhverjar tröppur þarna og hvort ættu ekki að vera rampur í staðinn... og fór að stappa fætinum eitthvað og ég svona sparkaði pent í til að sýnast vita hvað ég væri að gera og spá geðveikt mikið. Í því kvikna ljósin í salnum og mér er litið á sviðið og Ross er að vesenast eitthvað.. Ég fékk smá andarteppu en ekkert svaka, enda er maðurinn ekkert fallegur bara fyndinn. Og við áttum móment.. hann bara veit það ekki því hann sá mig ekki. Ég er ýkt svekkt, ég fór úr því að sparka í einhverja tröppu í mitt besta pós á núlleinni en nothing.. nada...
Æi hann er hvort eð er ekki sætur eins og ég segi svo mér er alveg sama - hann er bara frægur ! hehe
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sá Doctor gaurinn aftur um daginn þegar ég labbaði frá Morrissons, var að kaupa banana, pizzu og tómatsósu (ýkt halló) Hann var úti að reykja og sat á tröppunum fyrir utan leikhúsið og sá mig.. sem hefði verið töff NEMA fyrir ömurlega innkaupspokann minn sem var gagnsær og svo hafði ég sofnað kvöldið áður með blautt hár og hafði ekki fyrir því að greiða mér áður en ég fór út eða neitt :S

Hárið á mér var ekkert ósvipað þessu ferlíki :
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er samt að spá í að fara á leikritið sem hann er í sem byrjar 21 sept og heitir Time of my life, gefa honum almennilegt tækifæri til að sjá wonderful MOI! Annars langar mig líka alveg að sjá leikritið, hljómar vel lýsingin á því.

"The wine is good, the presents are dubious, the waiters are eccentric and the company….well, the company leaves a lot to be desired. After all, just because you love your family, it doesn’t mean you have to like them all.

Alan Ayckbourn’s hilarious take on the pleasures and pains of family life ingeniously explores the past, present and future of the Stratton family as they come together to celebrate another milestone. Artistic Director Laurie Sansom spent four years working with the UK’s most popular playwright Alan Ayckbourn, and now directs one of the writer’s own favourite plays."

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ótrúlega skrítið að vera að fara að vinna á morgun og sunnudaginn hihi Mér finnst þetta alveg svakalega gaman og brosti mínu breiðasta (fólk hefur ábyggilega haldið að ég væri þroskaheft) Mér finnst bara svo gaman að fólk er að koma og fara á flottar sýningar og skemmta sér og allir bara í hinum besta fíling :)

Ég fæ kitl í magann bara við það að standa inní leikhúsi hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Thursday 13 September 2007

ómægad!

Jæja þá er settið búið að vera í heimsókn hjá mér. Þau voru hérna frá 6sept til 11sept (já þau þorðu að fljúga á næníleven!)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Maður fær auðvitað aldrei að gleyma 9/11.

Mikið rosalega var gott að fá þau til mín, ógeðslega erfitt að kveðja þau svo eftir. Á meðan þau voru hér fórum við til Birmingham í verslunarferð, kíktum á flugsýningu í Duxford, náðum einhvern veginn að eyða heilum degi í búðunum í Northampton (ótrúlegt) og kíktum í leikhúsið sem ég vinn í og borðuðum góðann mat og uppgötvuðum ítalskann bjór sem er bara snilld :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Ég er enn alveg eftir mig hérna. Kaffikannan hennar mömmu stendur tóm á borðinu og á ekkert eftir að vera notuð þar til næst. Íbúðin er tómleg og í gær fór ég í búðir og var næstum farin að grenja tvisvar því allt minnti mig á þau. Kræst, er með kökkinn í hálsinum as ví spík.
Það er vont að fara frá fólki þegar maður er í heimsókn en það er svona 100 sinnum verra þegar fólk fer frá manni. Verður allt svo tómlegt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Úff allt í mínus bara.

Svo er ég að byrja í vinnunni í kvöld og er að kafna úr stressi.. er að reyna að slaka vel á og gera allt tímanlega. Ég á að byrja að vinna eftir 4 tíma og vinnufötin eru öll tilbúin og allt sem ég þarf að hafa með mér, þarf bara að skella mér í sturtu og gera mig sæta. Ætlaði að púla aðeins í ræktinni en er skíthrædd um að koma mér í tímaþröng... svona er maður ekki í lagi.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Fyrir utan að þetta er ekki nema kannski 4 tíma vakt og svo á ég frí á morgun og vinn svo alla helgina. Eitthvað krakkadót sem heitir Tweenies sem er um helgina... ekki spyrja mig hvað þetta er, hef bara séð myndir hehe Held þetta sé svipað og Teletubbies svo ég þarf á allri þolinmæði og styrk á að halda því þarna verður allt morandi í börnum hehe

Mynd af Tweenies:
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég skil ekki hvað er með mig og börn.. ég kann bara akkúrat ekkert á þau. Hvert sinn sem systir Paul afhendir mér Leia (dóttur sína) þá held ég á henni í svona korter og svo þykist ég hafa heyrt hana segja eitthvað og segi svo upphátt : ha? hvað var það ? viltu fara aftur til mömmu ? jáaaa ok!

Held ég sé haldin barnafælu.. mér finnst allt í lagi þegar þau eru orðin svona 6 ára og eru komin á "afhverju-aldurinn" og þau geta greitt á manni hárið og eitthvað.. svo þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Maður getur farið með þeim í sund og þau leika sér bara í rennibrautinni á meðan maður horfir á og sólar sig.

Kids... pís of keik bara ?

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, vildi bara láta vita að ég er á lífi og allt OK. Læt ykkur svo vita hvernig gekk fyrsta vinnudaginn!

Bloggumst leiter !