Thursday 13 September 2007

ómægad!

Jæja þá er settið búið að vera í heimsókn hjá mér. Þau voru hérna frá 6sept til 11sept (já þau þorðu að fljúga á næníleven!)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Maður fær auðvitað aldrei að gleyma 9/11.

Mikið rosalega var gott að fá þau til mín, ógeðslega erfitt að kveðja þau svo eftir. Á meðan þau voru hér fórum við til Birmingham í verslunarferð, kíktum á flugsýningu í Duxford, náðum einhvern veginn að eyða heilum degi í búðunum í Northampton (ótrúlegt) og kíktum í leikhúsið sem ég vinn í og borðuðum góðann mat og uppgötvuðum ítalskann bjór sem er bara snilld :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Ég er enn alveg eftir mig hérna. Kaffikannan hennar mömmu stendur tóm á borðinu og á ekkert eftir að vera notuð þar til næst. Íbúðin er tómleg og í gær fór ég í búðir og var næstum farin að grenja tvisvar því allt minnti mig á þau. Kræst, er með kökkinn í hálsinum as ví spík.
Það er vont að fara frá fólki þegar maður er í heimsókn en það er svona 100 sinnum verra þegar fólk fer frá manni. Verður allt svo tómlegt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Úff allt í mínus bara.

Svo er ég að byrja í vinnunni í kvöld og er að kafna úr stressi.. er að reyna að slaka vel á og gera allt tímanlega. Ég á að byrja að vinna eftir 4 tíma og vinnufötin eru öll tilbúin og allt sem ég þarf að hafa með mér, þarf bara að skella mér í sturtu og gera mig sæta. Ætlaði að púla aðeins í ræktinni en er skíthrædd um að koma mér í tímaþröng... svona er maður ekki í lagi.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Fyrir utan að þetta er ekki nema kannski 4 tíma vakt og svo á ég frí á morgun og vinn svo alla helgina. Eitthvað krakkadót sem heitir Tweenies sem er um helgina... ekki spyrja mig hvað þetta er, hef bara séð myndir hehe Held þetta sé svipað og Teletubbies svo ég þarf á allri þolinmæði og styrk á að halda því þarna verður allt morandi í börnum hehe

Mynd af Tweenies:
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég skil ekki hvað er með mig og börn.. ég kann bara akkúrat ekkert á þau. Hvert sinn sem systir Paul afhendir mér Leia (dóttur sína) þá held ég á henni í svona korter og svo þykist ég hafa heyrt hana segja eitthvað og segi svo upphátt : ha? hvað var það ? viltu fara aftur til mömmu ? jáaaa ok!

Held ég sé haldin barnafælu.. mér finnst allt í lagi þegar þau eru orðin svona 6 ára og eru komin á "afhverju-aldurinn" og þau geta greitt á manni hárið og eitthvað.. svo þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Maður getur farið með þeim í sund og þau leika sér bara í rennibrautinni á meðan maður horfir á og sólar sig.

Kids... pís of keik bara ?

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, vildi bara láta vita að ég er á lífi og allt OK. Læt ykkur svo vita hvernig gekk fyrsta vinnudaginn!

Bloggumst leiter !

No comments: