Sunday, 30 September 2007

Góðverk dagsins.

Í dag var ég að fara almennilega út fyrir dyr síðan á þriðjudagskvöldið fræga. Það var yndislegt ! Við Paul ákváðum að fara í bíltúr alla leið til Milton Keynes til að versla í matinn - já núna getur maður leyft sér lúxus því ég er komin með vinnu!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við erum enn auðvitað nískupúkar en ég fékk alveg kitl í magann við að fá að eyða 2pundum í grand pizzu heldur en 95pens eins og vanalega.. meira að segja var álegg á pizzunni í þetta skiptið, ég var svo mikið að spara að ég keypti mér alltaf ódýrustu margarítuna og setti svo álegg á sjálf eftir hvað ég átti í skápnum hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já það er ýmislegt sem maður leyfir sér þegar maður er komin með smjörþefinn af því að "hanga" með fræga fólkinu... úff hvað frægðin getur verið mér ofviða.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þó ég sé svona vinsæl og fræg og rík núna þá hef ég ekki gleymt þeim sem minna mega sín. Á leið okkar til Milton Keynes í Friðsæl, sáum við kanínu á miðri akgreininni við hliðina á okkur (móttraffík) og hún var alveg stíf greyið og hrædd. Fólk sveigði frá henni eða keyrði yfir hana án þess að keyra á hana.

Við keyrðum framhjá fyrst en ákváðum svo að bjarga henni svo við actually fundum stað til að snúa við og stoppuðum beint fyrir framan hana. Hún var einn hnoðri auminginn. Hún var veik og orðin blind, það er víst algengt meðal þessara kanína hérna og þetta er bráðsmitandi. Svo Paul setti á sig hanska og setti hana í runna rétt hjá götunni.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Skrítna var að mér leið ekkert betur því ég veit að hún á eftir að deyja, þegar kanínur sýkjast af þessu ógeði þá dregur það þær bara til dauða. :/ En amk sáum við til þess að var ekki keyrt á hana þá og þegar. Úff hvað mig langaði að fara með hana til læknis :p

Fyrir utan hetjudáðir okkar þá er þetta búið að vera afskaplega róleg helgi. Við Paul erum mikið að spá í alls konar verkefnum sem við viljum byrja á núna þegar við getum leyft okkur að eyða örlítið í okkur sjálf og rækta sköpunargáfur. Við ætlum að vinna til dæmis að verkefnum tengdum ljósmyndun núna í haust, bara fyrir okkur og sjá hvað kemur út. Þrái helst að geta haft myrvaherbergi til að framkalla sjálf, en það er einmitt þess vegna sem okkur langar í 2 herbergja íbúð og þá actually með 2 herbergjum hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Paul er svo að byrja að mála aftur og ætlar að sækja námskeið hjá local galleríi hérna og æfa sig í að teikna fólk, sem er æðislegt :) Sjálf ætla ég bara að dunda mér í ljósmyndafikti og læra inná vélina sem settið lánaði mér. Bara spennandi :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Það er alveg merkilegt þegar skammdegið tekur við að þá vaknar alltaf þessi þörf hjá mér til að gera eitthvað nýtt og spennandi, hef tekið eftir að ég fer helst í leikhús á veturna, hangi meira á kaffihúsum, fæ fleiri hugmyndir af músík og ljóðum og fæ gíngantíska þörf fyrir að prjóna hehe Reyndar kann ég ekki að prjóna neitt sérstakt svo á tímabili átti ég 7 trefla og allir hrikalega ólögulegir haha

Það er bara eitthvað svo róandi við að prjóna.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Vetrarmúsík sem ég mæli með :

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Gamla live stöffið hennar er unaður. Björk.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Sennilega ein fallegasta rödd sem til er. Antony & The Johnsons


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Franskt eðal popp með Mylene Farmer.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Yndislegur jazz í boði Stan Getz.

Svo fátt eitt sé nefnt.

2 comments:

Anonymous said...

rosalega kannast ég við þessa prjónaþörf...hef líka prjónað nokkra kílómetra af treflum....kanski ættum við söstrene að fara á námskeið..

knús knús

Guðný said...

Já eða bara hittast og prjóna saman yfir slúðri, heitu kakói og jólasmákökum ;)