Vá hvað tíminn er fljótur að líða! *gúlp*
Paul fór að spyrja mig í gær hvernig mér þætti að búa hérna núna eftir heilt ár. Eina sem mér datt í hug að segja var "eðlilegt" ! Mér finnst sjálfri eins og ég sé hluti af heims samfélagi frekar en að vera bara Íslendingur eða eins og núna einhver innflytjandi. Ég lít ekki á mig sem innflytjanda og heldur ekki sem einhvern spes Íslending.
Ég er afskaplega stolt af því að vera Íslendingur og manni hlýnar um hjartarætur þegar fólk sýnir landi og þjóð áhuga. Fólk spyr oft um nafnið mitt og hvort ég sé frá Reykjavík og hvort sé vetur allan ársins hring híhí Mér finnst það æðislegt. Þó ég sé mikið fyrir íslenskar hefðir og legg mikið uppúr því að rita rétt og læra meira um mitt eigið land, þá finnst mér samt mikilvægast að líta ekki á sig sem útlending og reyna eftir fremsta megni að aðlagast annara menningu og siðum.
Við erum öll eins.
Mér finnst ég ekki vera minni Íslendingur þó ég sé ekki að óa yfir hvað ég sakna íslensks matar og í sífellu talandi um hvað allt er best á Íslandi (sem er ekki satt heldur) Sjálfri finnst mér það þröngsýni að gera ráð fyrir að allt sé eins og á Íslandi.
Í Northampton héraði búa fleiri en á öllu Íslandi en samt er andrúmsloftið svo miklu afslappaðara hérna. Fólk er ekki svo mikið að flýta sér endalaust, fólk gerir ráð fyrir að bíða í röðum og fussar ekkert og sveiar yfir því.
Á Íslandi er eins og allir haldi að heimurinn snúist um rassgatið á þeim, ef hlutirnir gerast ekki STRAX þá kemur pirringur í fólk. Allir eru á seinustu stundu, ég þekki fáa sem hafa ekki komið sér í fáránlegar neysluskuldir (ég meðtalin) og rúlla heila klabbinu á undan sér en fara samt í Kringluna og kaupa sér skó fyrir 20.000kr. Ég man hvað maður var alltaf að flýta sér útum allt, í raun tekur korter að komast hvert sem er í Reykjavík og fólk svínar fyrir hvort annað eins og það fái borgað fyrir það. - Hvert eru allir að flýta sér svona mikið ?
Man líka að ENGINN stoppar fyrir mann á gangbraut, það er varla til á Íslandi. Öllum er sama um náungann.. "hver-um-sig" hugsunarhátturinn.... maður spyr sig hvert er allt að fara ?
Spá í því að fyrir einu og hálfu ári síðan átti ég yndislega pínulitla íbúð á Laugaveginum sjálfum, aaah 101 Reykjavík - rosa posh. Ég átti stórt sjónvarp, heimabíó og keypti mér föt í hverri viku.
Ég át skyndibita þegar mér þóknaðist og ef ég átti ekki pening fyrir einhverju þá fór það bara á visa, allt sem tengdist peningum var bara "seinni tíma vandamál". Ég fór til London 2svar á einu ári, allt á kostnað VISA.
Mér fannst ekkert mál að borga 15.000kr fyrir klippingu og borga mánaðarlega fyrir líkamsræktarkort sem ég notaði nánast aldrei. Ég borgaði glöð 750kr fyrir einn ljósatíma og fannst ekkert tiltökumál að borga ennfremur 200kr fyrir leigt handklæði. Ég fór í neglur þegar mér langaði og bara lagfæringin kostaði um 5000kr.
Þegar mig vantaði sjampó keypti ég bara Aveda eða Paul Mitchell og my god hvað ég gat bara notað sérstakt meik frá Helenu Rubenstein...
Oh hvað ég átti fullkomið líf.. engin börn til að hugsa um, íbúð á besta stað og gat eytt pening í allt sem ég vildi..
En eftir að ég flutti út með 2 ferðatöskur af fötum og persónulegum munum gæti ég ekki verið hamingjusamari!
Í dag á ég ekki sjónvarp né heimabíó, ég leigi pínulitla íbúð sem er í miðbænum en hér þykir það ekki vera posh. Ég á ekkert visa kort, er ekki einu sinni með heimild á debetkortinu mínu. Ég borga um 2.500kr fyrir klippingu og strípur hjá nemum og finnst gerfineglur vera peningasóun. Ég kaupi brúnkukrem í stað þess að fara í ljós, enda er það mun hollara og einn brúsi kostar örlítið meira en einn ljósatími á Íslandi :) Sjampóin mín eru keypt í tesco og nýja uppáhalds meikið mitt er frá Loreal og kostar um 1500kr. Nú kostar mig minna en flugvallaskatta að komast til London en ég fer sjaldan því maður vill ekki að það verði bara hversdagslegt.
Ég lærði loksins að peningar eru ekki allt. Fegin að ég komst að því fyrr en seinna, þó svo seint væri. Það er heilmargt annað sem ég hef lært um sjálfa mig á því að búa erlendis. Hérna ber maður ekki af, maður sekkur bara í fjöldann og að mörgu leiti er það nice. Maður skilur loksins hvað maður er ómikilvægur í svona stóru samhengi, þannig séð. Ég þarf ekki hluti til að gera mig hamingjusama.
Það mikilvægasta sem ég hef lært er að það skiptir engu máli hvað aðrir gera, það skiptir máli hvað maður gerir sjálfur og hvernig maður bregst við því sem kemur uppá. Í gær til dæmis, þegar við Paul vorum að bjarga kanínunni, þá vorum við að stoppa umferð. Allir biðu rólega, enda tók þetta enga stund, nema einn maður flautaði á okkur pirraðist. Paul varð pirraður yfir því og skilur ekki hvers vegna fólk þarf alltaf að vera að flýta sér. Þetta pirraði mig hins vegar ekkert því ég hugsa um svona á tvenna vegu : kannski var manneskjan virkilega að flýta sér útaf einhverju mikilvægu - maður veit ekki hverjar aðstæður eru og á ekki að dæma það.
Svo hugsa ég bara, mikið ofboðslega er ég fegin að vera ekki svona óþolinmóð :)
hehe
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
svo skemmtilegt blogg!
haha takk fyrir! Vona að ég komi pælingunum ágætlega til skila ;)
Alltaf jafn skemmtileg og fín bloggin hjá þér *knús* á þig sæta mín :D
takk yndislegust :D *knús*
Hæ darlingur, til hamingju með afmælið....ó mæ god litla systir er alveg að ná mér í aldri hihihih
Stórt knús frá öllum í Kleifarselinu vonum að þú njótir dagsins ;-)
Takk kærlega Lilja mín ;) Bið að heilsa öllum í Kleifarselinu :D
"But We Are Living In A Material World"...
Seriously, ég er barasta stoltur af af fyrrum efnishyggjustúlkunni minni :)
Post a Comment