Sunday, 13 January 2008

Í leit að sjálfinu

Nú er ég komin heim aftur, heim í pínulitlu íbúðina mína með mjóu kisunni minni (já sumir fengu áfall við að sjá Kela og Tinnu heima hjá settinu, þau voru fjórföld parið!)

fat

Eftir þessa stuttu en yndislegu Íslands ferð situr eftir sitt lítið af hverju í sálinni. Það segir sig bara sjálft þegar maður kaupir sér bók á borð við þessa : "Hnotið um hamingjuna" ;

"Höfundurinn er sprenglærður sálfræðingur við Harvard-háskóla sem rannsakar í þessari bók væntingar manna til hamingjunnar. Í fjörugri og leiftrandi frásögn leiðir hann lesendum fyrir sjónir hve furðulega maðurinn hugsar sér hamingjuna og raunar lífið allt. Þótt bókin hafi hlotið æðstu verðlaun Breta í flokki fræðirita er hún skrifuð fyrir almenning og bráðfyndin aflestrar. Bók fyrir alla sem vilja kynnast því nánar hvílíkt furðuverk maðurinn er."

reading

Ég tók með mér sálarnesti frá Íslandi. Einhverra hluta vegna virðist ég umturnast þarna, ég verð þunglynd, fæ sköpunargleðina aftur, pirrast heilann helling en jafnframt fyllist bjartsýni þegar ég horfi til framtíðar.

mood swings

Mér þykir líka leitt að ég náði ekki að gera allt né hitta alla sem ég vildi. Án gríns þá svaf ég stundum ekki fyrir þessu og var með sífelldar áhyggjur, gleymdi hlutum og haldin ósefjandi þrá til að vera bara til án þess að hugsa um eitt né neitt.

FREEDOM

Á 9 dögum gerði ég samt helling sem mér fannst skipta máli, hitti nokkra vini, átti æðislegar stundir með fjölskyldunni og betri helmingnum mínum, hló mikið, átti líflegar samræður við fólk, heimsótti gamalkunna staði og andaði inn ferska loftinu í fallegasta landslagi sem til er.

Ég vona að fólk skilji að ég gat ekki gert allt á þessum 9 dögum.

Það er svo áhugavert með Ísland að það oft getur dregið úr manni allan þrótt, oft held ég að sé föst lægð yfir Íslandi á veturna og maður vaknar seinna en ella og er haldin sófafíkn.

depressed

Hins vegar fékk ég þessa þrá aftur til að búa til eitthvað, heilinn fór alveg á fullt og ég kom til baka með skrilljón hugmyndir og heimspekilegar athugasemdir um lífið og tilveruna. Ef það er eitthvað líka sem ég finn þegar ég kem til Íslands er að ég sé það betur en nokkru sinni að ég er sátt við allt sem ég hef í dag. Ég hef enga löngun til að vera með í lífsgæða kapphlaupinu, bara engu kapphlaupi ef því er að skipta.

blingbling

Þetta ár, 2008 ætla ég Guðný Sigríður Bjarnadóttir að vera skapandi, gera það sem gerir mig hamingjusama, læra eitthvað nýtt og reyna að skilja sjálfa mig og aðra betur. Paul segir alltaf við mig að maður verður pirraður vegna hluta sem maður skilur ekki og pirraður út í fólk sem maður skilur ekki. Það er alveg satt. Enda breytast hlutir ekki, maður öðlast skilning á þeim, það er undir manni sjálfum að breytast.

Understanding

Þetta blogg er kannski ekki það hressasta en ég er í einhverjum mínus sem ég ætla að setja í plús og þá er oft gott að skrifa hér og létta á sér. Ég lít á það þannig að ef ég skrifa þetta hér þá tek ég fyrsta skrefið og skuldbind mig. Þetta er dálítið eins og ókeypis heima sálfræðiþjónusta hehe

Therapy

Eins og við Henry ræddum um í gær, maður á alltaf að vera maður sjálfur, muna að það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar maður nennir að stoppa og líta í kring um sig og svo má maður ekki gleyma sínum ástríðum, hvað sem það er ; eitthvað skapandi, fjölskyldan, ferðast eða hvað.

Ég hvet alla til að gera eitthvað ótrúlegt í ár, eitthvað sem gæti mögulega breytt lífi þínu, 2008 er galopin hurð !

happy

3 comments:

Anonymous said...

Gott að vita að þið eruð komin örugg heim aftur :) Skil vel að þið hafið ekki komist yfir allt á 9 dögum...við hittumst heilar við betra tækifæri :)
Knús og kram
Magga

Rebekka said...

Ég er svona á íslandi, í sófanum og náttfötum og nenni ekki að gera neitt, en var að koma frá flórída og tenerife og er alveg endurnærð!

Við verðum að hittast næst þegar þú kemur til þunglyndis..ehm íslands meina ég.

Anonymous said...

Það hefði verið gaman að hitta þig en það kemur frí eftir þetta frí. Við slettum vonandi bara þegar ég kem til UK í sumar.

Knús og kram.