Tuesday, 19 February 2008

Matarinnkaupin þessa dagana.

Nú er Friðsæll búinn að vera í andlitslyftingu í næstum 2 mánuði og á enn eftir að gera helling. Ég er orðin svo frústreruð að hafa ekki bíl að ég er að verða geðveik (og ógisslega mössuð af labbinu).

Ég verð bráðum svona (kannski ekki svona brún samt)
muscles

Ég er komin með innilokunarkennd, finnst ég innilokuð í Northampton. Þó kíkti ég til London um daginn sem var svakalega fínt, gott að komast í samskipti við fólk sem finnst ekki töff að líta svona út :

chav, yah

Northampton er svo menningarsnauð að það er ekki eðlilegt, maður þakkar fyrir leikhúsið hérna.. ég veit ekki hvernig ég fór að áður en ég uppgötvaði það ! Northampton búar eru ágætir greyin.. en það er alveg merkilegt þegar maður fer í búðir á borð við Morrissons, local Sainsbury's, Poundland og KFC að það er eins og þau ráði bara fólk sem er einmanna eða þau ráða heilar fjölskyldur í einu.


Í KFC hérna í miðbænum til dæmis, þar vinnur heil José fjölskylda, svo eru þau öll í búning (bláum gallabuxum og bláum stuttermabol) og maður þekki varla fólkið í sundur :S Það er nefnilega þannig að allir karlarnir eru með sömu klippinguna og yfirvaraskegg.. ef þeir væru amk með mismunandi skegg þá væri þetta ekkert mál sko.

mexicans
José fjölskyldan utan vinnutíma..

En ég fer aldrei jafn oft í eina búð og Morrisons. Því Friðsæll er í sumarfríi þá þurfum við að labba niðrí Morrissons amk vikulega. Fólkið sem vinnur þar er bara met, allir samt rosalega næs sko.

morrisons

Það er gamli gaurinn með risa gleraugun. Gamla konan með þunna hárið sem virðist vera makað í smjöri. Pínulitli granni hvíti rapparinn sem virðist ekki hafa sofið í viku. Konan með rauða hárið en er alltaf með jafn mikla gráa rót (hvernig fer hún að því!) Svo er auðvitað verslunarstjórinn flotti með headsettið.

Schiano
maður verður jú að virðast mikilvægur..

Ég fór í gær eftir vinnu niðrí Morrisons að kaupa nokkra hluti og gellan sem var að afgreiða mig (gamla með þunna hárið) fór að telja upphátt það sem ég var að kaupa (ég er svo heppin að lenda alltaf á svona afgreiðslufólki!)



Hún: Ís ! Uss það er alltof kallt til að borða ís núna !
Ég: hehe já...
Hún: Súpa ! Já þetta er meira við hæfi !
Ég: jamm...
*raða í poka*
Hún: Jááá jarðaberja sjampó ! Er það ekki gott ?
Ég: Jú það er mjög fínt..
Hún: Jiii hvað þetta er sætt kort sem þú ert að kaupa !
Ég: Já takk...
Hún: Já þessi litur er sko uppáhalds liturinn minn..
Ég: Já hann er mjög fínn..

Vá hvað þetta er óþægilegt ! Enda kaupi ég aldrei dömubindi, tannhvíttunarkrem, verkjatöflur eða neitt þannig sem maður vill að fólk sé að gaspra um á almannafæri haha

Fór einmitt um daginn og keypti 4 stórar dollur af majónesi fyrir vinnuna og heyrist ekki : Hva ! Bara majónes í matinn, það getur ekki verið hollt !

Mayo

Málið er bara að þetta er ódýrasta búðin í göngufæri.. kannski er starfsfólkið ástæðan ?

Verst var kannski að ég skrapp út í sjoppu eftir vinnu um daginn (sem ég geri oft ef vantar mjólk og brauð og eitthvað). Gaurinn sem á búðina er alltaf þarna og spjallar stundum við mig. Nema hvað, Paul var ekki heima þetta kvöldið svo ég ákvðað að hafa smá kósí,

Hann: Pylsurnar eru fyrir kvöldmatinn, mjólkin er fyrir morgunmatinn á morgun, súkkulaðið og tímaritið er svo fyrir notalegt kvöld.. ein heima.

Ég varð eins og kúkur.. þetta var auðvitað allt rétt hjá honum !

Sunday, 17 February 2008

La La La Human Steps.

Fór á rosalega flotta nútíma ballet sýningu í gærkvöldi ! Ég var að vinna allan daginn í gær og fékk að hitta suma dansarana úr sýningunni ! Þau eru öll rosalega nice og kurteis, mikill heiður að fá að hitta svona hæfileikaríkt og frægt fólk !

Dansflokkurinn heitir La La La Human Steps og kemur frá Quebec í Kanada. Flokkurinn hefur var stofnaður árið 1980 og hefur verið í samstarfi við til dæmis Frank Zappa og David Bowie. Ef þið fáið einhvern tíma tækifæri til að sjá sýningu hjá þeim, ekki missa af, þetta er magnað !

Sýningin í gær stóð í 2 tíma, með engu hléi (veit ekki hvernig dansararnir fóru að því mér varð orðið illt í fótunum bara að horfa á þau !). Tónlistin var spiluð live, á sviði voru 2 fiðluleikarar, einn selló leikari og einn píanó leikari. Tónlistin var samblanda af tónlist úr Mjallhvíti og Svanavatninu, nema í nýrri og breyttri útgáfu, maður gat rétt svo heyrt keim af Tchaikovsky í undirspilinu.

Hér er smá klippa úr stuttmyndinni Amelia eftir dansflokkinn.



Ótrúlega flott, svo ánægð að ég komst á sýninguna með þeim !