Sunday, 17 February 2008

La La La Human Steps.

Fór á rosalega flotta nútíma ballet sýningu í gærkvöldi ! Ég var að vinna allan daginn í gær og fékk að hitta suma dansarana úr sýningunni ! Þau eru öll rosalega nice og kurteis, mikill heiður að fá að hitta svona hæfileikaríkt og frægt fólk !

Dansflokkurinn heitir La La La Human Steps og kemur frá Quebec í Kanada. Flokkurinn hefur var stofnaður árið 1980 og hefur verið í samstarfi við til dæmis Frank Zappa og David Bowie. Ef þið fáið einhvern tíma tækifæri til að sjá sýningu hjá þeim, ekki missa af, þetta er magnað !

Sýningin í gær stóð í 2 tíma, með engu hléi (veit ekki hvernig dansararnir fóru að því mér varð orðið illt í fótunum bara að horfa á þau !). Tónlistin var spiluð live, á sviði voru 2 fiðluleikarar, einn selló leikari og einn píanó leikari. Tónlistin var samblanda af tónlist úr Mjallhvíti og Svanavatninu, nema í nýrri og breyttri útgáfu, maður gat rétt svo heyrt keim af Tchaikovsky í undirspilinu.

Hér er smá klippa úr stuttmyndinni Amelia eftir dansflokkinn.



Ótrúlega flott, svo ánægð að ég komst á sýninguna með þeim !

1 comment:

Anonymous said...

heppinn !!!!!!!