Monday 6 October 2008

Kominn tími á nýtt blogg..

Er að spá í að hætta í blogg fríi..

Tuesday 19 February 2008

Matarinnkaupin þessa dagana.

Nú er Friðsæll búinn að vera í andlitslyftingu í næstum 2 mánuði og á enn eftir að gera helling. Ég er orðin svo frústreruð að hafa ekki bíl að ég er að verða geðveik (og ógisslega mössuð af labbinu).

Ég verð bráðum svona (kannski ekki svona brún samt)
muscles

Ég er komin með innilokunarkennd, finnst ég innilokuð í Northampton. Þó kíkti ég til London um daginn sem var svakalega fínt, gott að komast í samskipti við fólk sem finnst ekki töff að líta svona út :

chav, yah

Northampton er svo menningarsnauð að það er ekki eðlilegt, maður þakkar fyrir leikhúsið hérna.. ég veit ekki hvernig ég fór að áður en ég uppgötvaði það ! Northampton búar eru ágætir greyin.. en það er alveg merkilegt þegar maður fer í búðir á borð við Morrissons, local Sainsbury's, Poundland og KFC að það er eins og þau ráði bara fólk sem er einmanna eða þau ráða heilar fjölskyldur í einu.


Í KFC hérna í miðbænum til dæmis, þar vinnur heil José fjölskylda, svo eru þau öll í búning (bláum gallabuxum og bláum stuttermabol) og maður þekki varla fólkið í sundur :S Það er nefnilega þannig að allir karlarnir eru með sömu klippinguna og yfirvaraskegg.. ef þeir væru amk með mismunandi skegg þá væri þetta ekkert mál sko.

mexicans
José fjölskyldan utan vinnutíma..

En ég fer aldrei jafn oft í eina búð og Morrisons. Því Friðsæll er í sumarfríi þá þurfum við að labba niðrí Morrissons amk vikulega. Fólkið sem vinnur þar er bara met, allir samt rosalega næs sko.

morrisons

Það er gamli gaurinn með risa gleraugun. Gamla konan með þunna hárið sem virðist vera makað í smjöri. Pínulitli granni hvíti rapparinn sem virðist ekki hafa sofið í viku. Konan með rauða hárið en er alltaf með jafn mikla gráa rót (hvernig fer hún að því!) Svo er auðvitað verslunarstjórinn flotti með headsettið.

Schiano
maður verður jú að virðast mikilvægur..

Ég fór í gær eftir vinnu niðrí Morrisons að kaupa nokkra hluti og gellan sem var að afgreiða mig (gamla með þunna hárið) fór að telja upphátt það sem ég var að kaupa (ég er svo heppin að lenda alltaf á svona afgreiðslufólki!)



Hún: Ís ! Uss það er alltof kallt til að borða ís núna !
Ég: hehe já...
Hún: Súpa ! Já þetta er meira við hæfi !
Ég: jamm...
*raða í poka*
Hún: Jááá jarðaberja sjampó ! Er það ekki gott ?
Ég: Jú það er mjög fínt..
Hún: Jiii hvað þetta er sætt kort sem þú ert að kaupa !
Ég: Já takk...
Hún: Já þessi litur er sko uppáhalds liturinn minn..
Ég: Já hann er mjög fínn..

Vá hvað þetta er óþægilegt ! Enda kaupi ég aldrei dömubindi, tannhvíttunarkrem, verkjatöflur eða neitt þannig sem maður vill að fólk sé að gaspra um á almannafæri haha

Fór einmitt um daginn og keypti 4 stórar dollur af majónesi fyrir vinnuna og heyrist ekki : Hva ! Bara majónes í matinn, það getur ekki verið hollt !

Mayo

Málið er bara að þetta er ódýrasta búðin í göngufæri.. kannski er starfsfólkið ástæðan ?

Verst var kannski að ég skrapp út í sjoppu eftir vinnu um daginn (sem ég geri oft ef vantar mjólk og brauð og eitthvað). Gaurinn sem á búðina er alltaf þarna og spjallar stundum við mig. Nema hvað, Paul var ekki heima þetta kvöldið svo ég ákvðað að hafa smá kósí,

Hann: Pylsurnar eru fyrir kvöldmatinn, mjólkin er fyrir morgunmatinn á morgun, súkkulaðið og tímaritið er svo fyrir notalegt kvöld.. ein heima.

Ég varð eins og kúkur.. þetta var auðvitað allt rétt hjá honum !

Sunday 17 February 2008

La La La Human Steps.

Fór á rosalega flotta nútíma ballet sýningu í gærkvöldi ! Ég var að vinna allan daginn í gær og fékk að hitta suma dansarana úr sýningunni ! Þau eru öll rosalega nice og kurteis, mikill heiður að fá að hitta svona hæfileikaríkt og frægt fólk !

Dansflokkurinn heitir La La La Human Steps og kemur frá Quebec í Kanada. Flokkurinn hefur var stofnaður árið 1980 og hefur verið í samstarfi við til dæmis Frank Zappa og David Bowie. Ef þið fáið einhvern tíma tækifæri til að sjá sýningu hjá þeim, ekki missa af, þetta er magnað !

Sýningin í gær stóð í 2 tíma, með engu hléi (veit ekki hvernig dansararnir fóru að því mér varð orðið illt í fótunum bara að horfa á þau !). Tónlistin var spiluð live, á sviði voru 2 fiðluleikarar, einn selló leikari og einn píanó leikari. Tónlistin var samblanda af tónlist úr Mjallhvíti og Svanavatninu, nema í nýrri og breyttri útgáfu, maður gat rétt svo heyrt keim af Tchaikovsky í undirspilinu.

Hér er smá klippa úr stuttmyndinni Amelia eftir dansflokkinn.



Ótrúlega flott, svo ánægð að ég komst á sýninguna með þeim !

Sunday 27 January 2008

Glæstar vonir..

Síðan ég kom aftur í vinnuna er búið að vera mikið að gera og alveg merkilegt hvað gerðist mikið á þeim tíma sem ég var í burtu, ég er enn að heyra slúður!

gossip

Á mínum vinnustað ríkir alger sápuóperumenning, án gríns þá fréttir maður eitthvað um ástir og örlög samstarfsmanna á hverjum degi. Sem dæmi, það er gaur sem við getum kallað JD. Kona sem kallast JP var mjög hrifin af JD en JD ákvað að deita DH, DH þá ákvað að halda framhjá JD með SS en sá vildi ekkert með hana hafa svo hann dömpaði henni og núna er DH með einhverjum dópista.

1987-2004

Ég meina það, maður má varla blikka auga þá missir maður af einhverju! Ég hef bara ekki undan svei mér þá.

Ógeðslega fyndið, það er gaur að vinna með mér sem er í leiklistarnámi og lokaverkefnið á að vera að semja, leikstýra og gera stuttmynd. Hann kom til mín um daginn þvílíkt ánægður með sig og fór að tala um þetta verkefni og ég fór að spyrja hann um söguna sem hann er búinn að semja fyrir þetta verkefni.

Director

Ég hélt ég yrði ekki eldri.

Sagan fjallar um unga konu sem er með Downs heilkenni og læknast af þeim og bilast og drepur barnið sitt.

Ég var í dágóða stund að jafna mig og reyna að hlæja ekki og bað hann um að endurtaka þetta takk. Jú fékk sömu lýsinguna.. ég vissi ekki hvort ég ætti að faðma hann eða hlæja að honum :S Sú sem ætlar að taka að sér aðalhlutverkið vinnur með mér og hún er ekki og lítur ekki út fyrir að hafa Downs heilkenni svo ég hef ekki guðmund um hvernig þau ætla að fara að þessu. Grátlegt alveg.

acting

Veit fólk virkilega ekki að Downs heilkenni er ekki sjúkdómur og þar af leiðandi ekki hægt að læknast af honum og hvaða skilaboð er það eiginlega að setja fram, að Downs heilkenni sé slæmt ??

SPES!

Segi það ekki, þetta ætti ekki að koma á óvart frá þjóð sem finnst gaman að klæða sig sem býflugur og fara á pöbbinn (já þetta gerði samstarfskona mín á föstudaginn).

bumble bee

Hvað er þetta með breta og þurfa alltaf að vera í furðufötum þegar farið er út á djammið, ég bara hreinlega skil þetta ekki. Það á meira að segja að vera hlaup hérna í miðbænum í mars til styrktar einhverju og jú auðvtiað, hvað vill samstarfskona mín gera, jú klæða sig í furðuföt fyrir hlaupið og fara á pöbbinn eftirá! Og þetta er ekki sú sama og fór í Býflugu búningi á djammið á föstudaginn.

Er ég kannski alger partí púber að nenna ekki að hlaupa niður verslunargötuna í spandex galla ? Nei, ég bara spyr..

Party Pooper

By the way, fór á söngva hryllingsmyndina Sweeney Todd eftir Tim Burton. Fannst hún mjög góð, samt var ég dágóðann tíma að venjast því að sungið væri í morð atriðum.. hmmm

treiler hér :

Sunday 13 January 2008

Í leit að sjálfinu

Nú er ég komin heim aftur, heim í pínulitlu íbúðina mína með mjóu kisunni minni (já sumir fengu áfall við að sjá Kela og Tinnu heima hjá settinu, þau voru fjórföld parið!)

fat

Eftir þessa stuttu en yndislegu Íslands ferð situr eftir sitt lítið af hverju í sálinni. Það segir sig bara sjálft þegar maður kaupir sér bók á borð við þessa : "Hnotið um hamingjuna" ;

"Höfundurinn er sprenglærður sálfræðingur við Harvard-háskóla sem rannsakar í þessari bók væntingar manna til hamingjunnar. Í fjörugri og leiftrandi frásögn leiðir hann lesendum fyrir sjónir hve furðulega maðurinn hugsar sér hamingjuna og raunar lífið allt. Þótt bókin hafi hlotið æðstu verðlaun Breta í flokki fræðirita er hún skrifuð fyrir almenning og bráðfyndin aflestrar. Bók fyrir alla sem vilja kynnast því nánar hvílíkt furðuverk maðurinn er."

reading

Ég tók með mér sálarnesti frá Íslandi. Einhverra hluta vegna virðist ég umturnast þarna, ég verð þunglynd, fæ sköpunargleðina aftur, pirrast heilann helling en jafnframt fyllist bjartsýni þegar ég horfi til framtíðar.

mood swings

Mér þykir líka leitt að ég náði ekki að gera allt né hitta alla sem ég vildi. Án gríns þá svaf ég stundum ekki fyrir þessu og var með sífelldar áhyggjur, gleymdi hlutum og haldin ósefjandi þrá til að vera bara til án þess að hugsa um eitt né neitt.

FREEDOM

Á 9 dögum gerði ég samt helling sem mér fannst skipta máli, hitti nokkra vini, átti æðislegar stundir með fjölskyldunni og betri helmingnum mínum, hló mikið, átti líflegar samræður við fólk, heimsótti gamalkunna staði og andaði inn ferska loftinu í fallegasta landslagi sem til er.

Ég vona að fólk skilji að ég gat ekki gert allt á þessum 9 dögum.

Það er svo áhugavert með Ísland að það oft getur dregið úr manni allan þrótt, oft held ég að sé föst lægð yfir Íslandi á veturna og maður vaknar seinna en ella og er haldin sófafíkn.

depressed

Hins vegar fékk ég þessa þrá aftur til að búa til eitthvað, heilinn fór alveg á fullt og ég kom til baka með skrilljón hugmyndir og heimspekilegar athugasemdir um lífið og tilveruna. Ef það er eitthvað líka sem ég finn þegar ég kem til Íslands er að ég sé það betur en nokkru sinni að ég er sátt við allt sem ég hef í dag. Ég hef enga löngun til að vera með í lífsgæða kapphlaupinu, bara engu kapphlaupi ef því er að skipta.

blingbling

Þetta ár, 2008 ætla ég Guðný Sigríður Bjarnadóttir að vera skapandi, gera það sem gerir mig hamingjusama, læra eitthvað nýtt og reyna að skilja sjálfa mig og aðra betur. Paul segir alltaf við mig að maður verður pirraður vegna hluta sem maður skilur ekki og pirraður út í fólk sem maður skilur ekki. Það er alveg satt. Enda breytast hlutir ekki, maður öðlast skilning á þeim, það er undir manni sjálfum að breytast.

Understanding

Þetta blogg er kannski ekki það hressasta en ég er í einhverjum mínus sem ég ætla að setja í plús og þá er oft gott að skrifa hér og létta á sér. Ég lít á það þannig að ef ég skrifa þetta hér þá tek ég fyrsta skrefið og skuldbind mig. Þetta er dálítið eins og ókeypis heima sálfræðiþjónusta hehe

Therapy

Eins og við Henry ræddum um í gær, maður á alltaf að vera maður sjálfur, muna að það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar maður nennir að stoppa og líta í kring um sig og svo má maður ekki gleyma sínum ástríðum, hvað sem það er ; eitthvað skapandi, fjölskyldan, ferðast eða hvað.

Ég hvet alla til að gera eitthvað ótrúlegt í ár, eitthvað sem gæti mögulega breytt lífi þínu, 2008 er galopin hurð !

happy

Thursday 3 January 2008

Seinasta kvöldmáltíðin.

Á þessum tíma á morgun verð ég í Hnjúkaselinu í faðmi fjölskyldu og geri sterklega ráð fyrir kjúlla í matinn, það er jú specialtíið hennar mömmu hehe

chicken

Ég held ég sé ekki enn að ná því að ég sé að fara, þó er vegabréfið á vísum stað, búin að þrífa íbúðina hátt og lágt, kom fuglinum í pössun og mútaði nágrannanum með rauðvíni fyrir að líta eftir Yokopop, búin að kveðja alla í vinnunni og ísskápurinn nánast tómur hehe

Travel

Áðan tók ég jólatréið niður og setti það hjá ruslatunnunum, eymingjans tréið aleitt úti og starir inn í hlýjuna, á mig - í sófanum að skrifa þetta.

Það er merkilegt hvað maður getur tengst hálfdauðum hlutum. Ég fór næstum að gráta við það eitt að setja fallega jólatréið sem hefur ljómað í stofunni minni frá því 2 desember út fyrir dyrnar, ég ætlaði fyrst að setja það fram á gang því ég vildi ekki að því yrði kalt en ákvað að koma því út því nálarnar voru að detta af útum allt gólf. Eins og hálfdauðum trjátoppi sé ekki sama hvar hann er...

sad

Smátt og smátt er ég að taka niður jólaskrautið en langar ekkert til þess, þegar maður tekur það niður er maður að viðurkenna að jólahátíðin er liðin og maður á að byrja uppá nýtt.

Það vill svo skemmtilega til að ég strengdi áramótaheit þetta árið, það er jú klassíkin vera góð manneskja og betri en í gær og passa að endurvinna og allt það. Svo ákvað ég líka að borða ekki unna kjötvöru (nema kannski þegar ég er á Íslandi, enda telst það ekki með.. það er allt svo gott og fullkomið þar hehe) og ég mun einungis elda ferskt grænmeti, ekkert meira frosið grænmeti rugl.

new beginning

Vil líka benda á mikilvægi þess að kaupa Fair Trade vörur, ég veit ekki hversu mikið er selt af þeim á Íslandi. Þær gætu verið eilítið dýrari en sambærilegar vörur í sumum tilfellum en að kaupa þessar vörur tryggir að borgað sé rétt og sanngjarnt verð fyrir þær og einnig er reynt að tryggja að þeir sem vinna við gerð vörunnar starfi við betri kjör og betri laun en gengur og gerist.

Fair trade
Vörur með þessu merki eru Fair Trade vörur.

Yfirleitt eru þetta matvörur svo sem kakó, kaffi, bananar, te, sykur, krydd, hnetur, hrísgrjón og fleira. Endilega kynnið ykkur Fair Trade og hvernig þið getið hjálpað til við að sporna við barnaþrælkun og bág kjör vinnuafls.

http://www.fairtrade.org.uk/

Búum til betri heim.. sameinumst hjálpum þeim...

Óver and át.

Tuesday 1 January 2008

Ég óska landsmönnum öllum...

happy new year

Við Paul áttum einstaklega viðburðar lítil en þó notanleg áramót. Við ákváðum að láta ekki okra á okkur hressilega þessi áramótin svo við ákváðum að fara með vinafólki okkar út að borða á kínverskum veitingastað í Rugby.

!!!

Við fengum pantað borð á veitingastaðnum River Avon í Rugby á seinustu stundu, ég hafði dálitlar áhyggjur af því að þessi staður væri með laust borð á gamlárskvöldi á meðan allir hinir voru uppbókaðir fyrir löngu.

Nújæja, við tökum því sem er í boði (annars var það bara að hanga heima og horfa á myndbönd af áramótunum á Íslandi í fyrra til að fá smá stemmningu). Um leið og við komum á áfangastað skildi ég hvers vegna staðurinn heitir River Avon, þó svo sé engin á í návígi við hann. Það var svo mikil móða á rúðunum þarna að það var allt á floti. Þetta var eins og að vera inni í litlu baðherbergi þegar einhver er nýbúinn í sturtu.

Asian Hunk
Þetta er þjónninn okkar Chow, eins og myndin gefur til kynna var dágóð molla þarna inni...

Vinur Paul þurfti meira að segja að labba aftur heim og sækja sér pústið við astmanum því það var svo mikill raki í loftinu.

Asthma

Við fórum á "barinn" sem var beisikklí lítið afgreiðsluborð og nokkrum flöskum á bakborðinu. Pöntuðum okkur drykki og Paul fékk sér kókglas, verst var að kókið kom úr tilboðs 2ja lítra kókflösku sem var sennilega keypt í Tesco. Grátlegt alveg. Eftir smá súp og spegúleringar skipti hann út kókinu fyrir annað sem var með smá meira gosi í og okkur var vísað til borðs.

coke

Við skoðuðum möppu með alls kyns matseðlum, það voru svo margar útgáfur af honum á mismunandi lituðum pappír að við vorum orðin kolrugluð en fundum 5 rétta máltíð á tilboði og skelltum okkur á það. Nema Paul, hann fékk sér kjúlla og franskar (sem hann át á meðan við átum forréttina :p)

Maturinn þarna var ágætur, að vísu fannst mér fyrsti forrétturinn ekki merkilegur þar sem það átti að vera kjúklinga og maís súpa en súpan var eins og heitt hlaup :S

chinese food

Jæja, við skemmtum okkur vel og í miðju hláturskasti verður mér litið yfir á næsta borð. Þar sat einn ellismellur með konunni sinni og dóttur þeirra, sem er ekki frásögu færandi en kona ellismellsins var með stærstu vörtu sem ég hef á ævi minni séð !!! oh það á kinninni !! Þetta var eins og auka nef, langt og mjótt!! Ég er viss um að þetta fyrirbæri hafi sitt eigið lífríki :S

Ugly Witch
Ókei hún var kannski ekki alveg svona...

Ég steinhætti að hlæja og horfði í smástund á matinn minn og velti fyrir mér hvort ég hefði list á meira. Vinur Paul spurði mig í fullri alvöru hvað væri að og ég hvíslaði að þeim að konan á næsta borði í laxableiku peysunni með ógreidda hárið væri með þetta svaðalega ferlíki í andlitinu!!

Hann og kærastan hans litu yfir og með látbragði lýstu sínum viðbrögðum og fóru að setja alls konar drasl á aðra kinnina og gera grín að þessu, guð minn ég hélt ég yrði ekki eldri af hlátri hehe Við höfum kannski svona vanþroskaðann húmor en þegar maður er komin í glas eftir langann vinnudag er allt fyndið!

immature

Sem betur fer fór fólkið eftir ca klukkutíma, ég var alltaf að horfa yfir og mér finnst það svo óþægilegt !! Oj... þetta var eins og lítið typpi í andlitinu á henni.. loðið og allt :S

En jæja, áramótin fín - enda skiptir engu máli hvar maður er eða hvað maður gerir svo lengi sem maður er í góðum félagsskap :D Við stöldruðum þarna við til ca 1 og fengum Asti Martini í boði hússins á miðnætti (ekki til sparað á þeim bænum *hóst*) og fengum ókeypis kínverskt dagatal sem maður rúllar upp.. ógeðslega töff sko..

Okkur hlakkar mjög mikið til að koma til Íslands og held við varla trúum því að við séum að fara! Komið ár síðan ég var seinast á Íslandi !!

Reykjavik

Verð líka að pota inn í bloggið að mér fannst áramótaskaupið ógeðslega fyndið!! Lúkasar kertavakan, Dieter og álfasteinarnir, innflytjendamálin og bubba auglýsingin.. ég gæti lengið talið. Mér fannst þetta einstaklega vel heppnað og alger snilld :D

Jæja ég er farin í bili, mun sennilega blogga áður en ég legg af stað på Island. Hlakka til að sjá ykkur!!!