Sunday 27 January 2008

Glæstar vonir..

Síðan ég kom aftur í vinnuna er búið að vera mikið að gera og alveg merkilegt hvað gerðist mikið á þeim tíma sem ég var í burtu, ég er enn að heyra slúður!

gossip

Á mínum vinnustað ríkir alger sápuóperumenning, án gríns þá fréttir maður eitthvað um ástir og örlög samstarfsmanna á hverjum degi. Sem dæmi, það er gaur sem við getum kallað JD. Kona sem kallast JP var mjög hrifin af JD en JD ákvað að deita DH, DH þá ákvað að halda framhjá JD með SS en sá vildi ekkert með hana hafa svo hann dömpaði henni og núna er DH með einhverjum dópista.

1987-2004

Ég meina það, maður má varla blikka auga þá missir maður af einhverju! Ég hef bara ekki undan svei mér þá.

Ógeðslega fyndið, það er gaur að vinna með mér sem er í leiklistarnámi og lokaverkefnið á að vera að semja, leikstýra og gera stuttmynd. Hann kom til mín um daginn þvílíkt ánægður með sig og fór að tala um þetta verkefni og ég fór að spyrja hann um söguna sem hann er búinn að semja fyrir þetta verkefni.

Director

Ég hélt ég yrði ekki eldri.

Sagan fjallar um unga konu sem er með Downs heilkenni og læknast af þeim og bilast og drepur barnið sitt.

Ég var í dágóða stund að jafna mig og reyna að hlæja ekki og bað hann um að endurtaka þetta takk. Jú fékk sömu lýsinguna.. ég vissi ekki hvort ég ætti að faðma hann eða hlæja að honum :S Sú sem ætlar að taka að sér aðalhlutverkið vinnur með mér og hún er ekki og lítur ekki út fyrir að hafa Downs heilkenni svo ég hef ekki guðmund um hvernig þau ætla að fara að þessu. Grátlegt alveg.

acting

Veit fólk virkilega ekki að Downs heilkenni er ekki sjúkdómur og þar af leiðandi ekki hægt að læknast af honum og hvaða skilaboð er það eiginlega að setja fram, að Downs heilkenni sé slæmt ??

SPES!

Segi það ekki, þetta ætti ekki að koma á óvart frá þjóð sem finnst gaman að klæða sig sem býflugur og fara á pöbbinn (já þetta gerði samstarfskona mín á föstudaginn).

bumble bee

Hvað er þetta með breta og þurfa alltaf að vera í furðufötum þegar farið er út á djammið, ég bara hreinlega skil þetta ekki. Það á meira að segja að vera hlaup hérna í miðbænum í mars til styrktar einhverju og jú auðvtiað, hvað vill samstarfskona mín gera, jú klæða sig í furðuföt fyrir hlaupið og fara á pöbbinn eftirá! Og þetta er ekki sú sama og fór í Býflugu búningi á djammið á föstudaginn.

Er ég kannski alger partí púber að nenna ekki að hlaupa niður verslunargötuna í spandex galla ? Nei, ég bara spyr..

Party Pooper

By the way, fór á söngva hryllingsmyndina Sweeney Todd eftir Tim Burton. Fannst hún mjög góð, samt var ég dágóðann tíma að venjast því að sungið væri í morð atriðum.. hmmm

treiler hér :

No comments: