Friday 17 August 2007

10 staðreyndir um mig og annað tilgangslaust raus

Hæ ég heiti Guðný og ég er spes. *Hæ Guðný*

1.Þegar ég fer að sofa þá verð ég að snúa sænginni rétt. Ef sængurveraopið snýr að mér fríka ég út, ég kalla opið "the end" eða á góðri íslensku "endann".
Þetta á við öllu stundum, hvort sem ég er að fara að sofa eða er bara að kúra í sófanum með sæng.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

2.Ég á til að hugsa of mikið um ýmsa hluti og mikla allt fyrir mér. Samt finnst mér ekkert mál að ráðleggja öðrum og veit yfirleitt hvað á að gera. Semsagt get ekki hlustað á eigin ráð.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

3.Ég er snillingur í að borða súkkulaði þar til mér finnst ég þurfa að gubba. This has got to stop. Reyndar er ég búin að minnka súkkulaðið, það er ekkert súkkulaði keypt inn á heimilið, ef mann langar í svoleiðis lúxus fer peningur úr matar budgeti og maður þarf að labba spes út í sjoppu eftir því.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

4.Ég er dugleg að kaupa grænmeti en ekki jafn dugleg að borða það. Paprikur og sveppir eru efst á lista yfir það sem skemmist, samt finnst mér hvoru tveggja rosalega gott. Hvað er í gangi.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

5.Ég eeelska að versla í Primark, get ekki farið þar inn án þess að kaupa eitthvað.. Ég er einnig haldin kjólafíkn og á um 15 kjóla. Samt lifi ég á ca 2000kr á viku - Primark er bara snilld :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

6.Þegar ég fer eitthvað þá tekur mig lengstann tímann að ákveða í hverju ég á að vera. Ég skipti að jafnaði 4 sinnum um átfitt áður en ég kemst að niðurstöðu og í 90% tilfella enda ég í því sem ég fór í fyrst.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

7.Uppáhalds skórnir mínir eru svörtu puma skórnir mínir með semelíu steinunum, þeir eru náttúrulega bara POSH ! hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

8.Ég elska að horfa á kvikmyndir og heimildarmyndir, finnst gaman að fræðast og kynna mér hin ýmsu málefni og mér finnst mikilvægt að aðrir geri það líka.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

9.Mig langar rosalega mikið til að ferðast til Japan. Reyndar langar mig að ferðast um allan heim og stefni á að gera það innan 3ja ára :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

10.Ég elska íkorna, finnst þetta ein sætustu dýr í heimi!! *mússímússí*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað svakalegt raus en allt í einu varð ég hugmyndasnauð og búin að þjást af writers block síðan tíu í morgun... klukkan er að verða hálf fimm.

Ég er ekki búin að gera neitt í dag nema háma í mig möffins sem ég bakaði í gærkvöldi og svo fór ég í Primark og keypti mér gallabuxur á 1200 kall hehe Þær eru alveg ágætar, verð bara að passa mig að beygja mig ekki mikið í þeim því þá fæ ég geðveikann plömmer :S Þarf bara að vera í vel síðum bol við hehe

Ég komst að því í gær hvers vegna það er svona ódýrt að kaupa mat hérna í UK, matvöru búðir hafa núll skipulag og öllu hent fram einhvern veginn og svo átt þú bara að fara í ratleik. Ég fór í Sainsbury's í gær að kaupa kakó til að baka með. Mjög algeng vara svo ætti ekki að vera neitt mál að finna hana. Nei, ég mátti labba 5 hringi um búðina, labba inn í hvern einasta gang - labba þá alla aftur og þríyfirfara allt sem ég sá..

*urr* ég varð svo pirruð, það er aldrei neitt á sama stað.. líkar vörur eru sem lengst frá hvor annari. Eina sem er flokkað í þessum búðum er áfengið. Ég ætlaði að kaupa kardimommudropa í sömu ferð en gafst upp.. var bara orðin svöng á öllu þessu hlaupi og þurfti knús.

Mér finnst svo leiðilegt að versla í matinn hérna, það er allt svo stórt og fólk alltaf fyrir manni! það á að banna gömlu fólki og börnum að fara í búðir á háannatíma! Maður er fastur fyrir aftan eitthvað gamalt fólk sem getur ekki ákveðið hvernig jógúrt það vill og á meðan reynir kelling með 2 börn í kerrunni sinni að troða sér og krakkarnir þreyttir og grenjandi :S

Hef ekki þolinmæði í svona! Ég veit hvað ég þarf og vil bara svona inn/út verslunarferð. Svo er skítakuldi í þessum búðum og maður er alveg að krókna, þar til maður kemur út í hlýjuna.

Talandi um fólk sem er fyrir manni! Ef maður er að labba á gangstétt og mætir 2-3 bretum saman þá mun enginn þeirra færa sig svo maður komist framhjá! Ég þoli þetta ekki og það er eins og bretar séu algerlega oblivious þegar kemur að hornum! Það labbar fyrir horn eins og það sé bara eitt í heiminum þetta fólk og er ekki einu sinni að horfa hvert það er að fara!! *aaagggghhhh*

Ég er samt að taka þetta allt í sátt.. Northampton er ekki beint menningarsjokk hehe Ég er ansi hrædd um að einn daginn muni mitt umburðarlyndi hverfa og ég muni bara missa það og garga á þetta lið sem er of gamalt, er fyrir mér og vill ekki færa sig.

Til þess að fresta þessum ósköpum fer ég heldur í ræktina og tek út alla mína útrás. Ég er ekki frá því að það var farið að rjúka úr hlaupabrettinu mínu um daginn..

Þetta var pirringur dagsins í boði Guðnýjar. Ég bið ykkur góðs föstudagskvölds og blogga ykkur á morgun.

*opnabjór*

aaaahhhhh leiter skeiters!

6 comments:

Anonymous said...

Kannast við þetta. Þetta eru sauðir
upp til hópa. Kunna ekki að búa til
kakó og ræna öllum góðu konunum af
okkur íslendingum.

Guðný said...

Toggi minn.. við vorum búin að ræða þetta! Næst kemuru bara til mín í gott gamaldags kakó ;)

Rebekka said...

Ég er akkúrat í primark bol as ví spík!!
Mig langar í Puma skó!! (ég pantaði úr jósefínu í gær svarta plein og btw listinn er ágætur!!, merkilegt! keypti mér fyrir 11 þús kall!)

Guðný said...

Töff! primark rokkar! :D

Mínir Puma eru einmitt svartir plein en með semelíusteinum í útlínunum á puma kisunni á innan verðum skónum :D

Já á fólk myspacinu sá ég alveg nokkra boli og eitthvað sem mig langar í úr listanum ;) Heppin að ég get ekki pantað, færi á hausinn :S hehe

Anonymous said...

sainsbury's í bænum er bara glötuð
búð, þá fer ég nú frekar í sixfields eða tesco. og sjííí hvað ég sakna northampton.

Guðný said...

Sammála! Það er annað hvort að labba í hana og tekur 5mín eða labba í morrissons og það tekur hálftíma :P

Hlakka til að fá þig til Northampton, þegar ég fer í ræktina sé ég yfir í gamla hverfið þitt!