Tuesday 14 August 2007

Skemmtilega óvænt símtal og Brúsinn

OMG fékk símtal frá Völlu vinkonu í dag !! Jiii hvað var gott að heyra í þér elskan mín!! Takk æðislega fyrir að hringja, átti svo innilega ekki von á því og það algerlega made my day! *knús* Þú ert meira krúttið!

Oh já þetta var kærkominn glaðningur skal ég segja ykkur, í dag er búið að vera leiðinda rigning og á að vera þannig líka á morgun. Alveg merkilegt hvað veður getur haft áhrif á mann :P Eftir að hafa haft 2 og 1/2 mánuð af rigningu þá fer maður að grenja við tilhugsunina um meira regn :S

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Svo finnast mér regnhlífar eitt það leiðilegasta sem ég veit um, sérstaklega þegar það er rok.. þá eru þær hálf pointless! *urr* Ég á samt mega töff regnhlíf sem er bleik og með hlébarðamunstri ;)

Í kvöld var einmitt svona dvd veður (já tæknilegt) þannig að við ákváðum að horfa á aðra af 2 myndum sem tengdó lánuðu okkur.. annars vegar var Evan Almighty í boði og hins vegar Die Hard 4. Paul var orðinn svo spenntur að sjá Die Hard og var handviss um að við höfðum ákveðið að horfa á hana í kvöld án þess þó að hafa rætt það neitt sérstaklega við mig hehe Svo ég lét undan og horfði á herlegheitin í 2 tíma.


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Verð nú að viðurkenna að Brúsinn er enn flottur á því, enda hvað 52ja ára gamall kallinn! Eina sem mér fannst var að hálf myndin gerðist um nótt og þarf af leiðandi hver einasti rammi nýttur í svaka tæknibrellur, söguþráðurinn ekkert spes og ábyggilega svona 5 fyndnar setningar í henni :p Æi.. ég var svekkt því mér fannst hinar svo góðar, fannst eins og væri verið að gera þessa mynd bara til að gera hana. Kannski er ég bara pirruð því ég átti ekkert popp..

Fullt af öðrum myndum sem eru að fara að koma út sem mig langar að sjá, hér eru dæmi ;

Dan in real life
My kid could paint that
Dedication
Rocket science
The ten
This is England

hægt að sjá treilera á http://www.apple.com/trailers/#

:)

Við Paul ætlum að fara á Northampton Balloon Festival næstu helgi :D Hér er heimasíða fyrir þá sem hafa áhuga : http://www.northamptonballoonfestival.com/

Ég hlakka reyndar alveg svolítið til að fara, hef séð loftbelgi og svona en aldrei farið á neitt spes sýningu :) Besta er að þetta er í göngufæri við okkur og ég ætla að taka með mér myndavélina. Svo verður amk eitt kvöldið Evening Glow þar sem þegar dimma tekur er kynt í loftbelgjunum og það er víst fallegur bjarmi sem kemur af því og svakalega flott :D Kannski ég taki video af því ef ég missi ekki af því ;) Prógrammið byrjar held ég 6 um morguninn hvern dag ! *gúlp* Reyndar... væri ekki bara gaman að vakna súper snemma og fá sér göngutúr niðureftir ? ;)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já aldrei hélt ég að ég gæti orðið svona spennt yfir loftbelgjum híhí

Belgurinn hefur skrifað, óver and át.

9 comments:

Rebekka said...

hmm ég var búin að heyra góða hluti um Die hard! ohh...

Guðný said...

Ábyggilega fullt af fólki sem fílar hana, hún er ekki það slæm en ég er samt fegin að ég borgaði ekki fyrir að sjá hana :p

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

hvernig dettur þér í hug að horfa á die hard eða nokkurn skapaðan hlut án þess að vera með popp stelpa ?

ættir að skammast tín

Anonymous said...

Sveddi er hrifin af loft"belgjum"

Guðný said...

Hehe var ég að missa af orðaleik hérna ? ;)

Anonymous said...

DIE HARD 4 er bara snildar mynd .. það var rætt við mig um að vera aðarhlutverkið í myndinni en ég tjáði þeim að ég væri ekki nóu gamall til að vera faðir svona svaka gjellu .. annars verð ég að segja að DIE HARD ( 1 ) er lang besta spennumynd allra tíma .

en út í annað voðalega væri gaman að fara í smá loftbelgs túr .

Guðný said...

Ég verð nú bara að viðurkenna hér með opinberlega að mér finnast Beverly Hills Cop og Lethal Weapon myndirnar betri en Die Hard... !

Anonymous said...

Amiable dispatch and this post helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.