Friday 31 August 2007

Vandræðalegur nágranni

Ég get ekki orða bundist lengur yfir nágranna mínum, number 8 (íbúi íbúðar númer 8).

Fyrst skal ég kynna ykkur fyrir honum, ég veit að vísu ekki hvað hann heitir en... Númer 8 er svertingi, ca 160cm á hæð og svaka töffari. Um jólin skildi hann við seinustu kærustuna, er svona helgarpabbi eftir hentisemi og ágætlega myndarlegur. Oft á tíðum sér maður glæsimeyjar stíga úr dyrunum hjá honum á sunnudagsmorgnum, flissandi í pínupilsum og glans toppum.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hann á hip hop vini sem keyra um á flottum bílum með risastórum felgum sem skína svo mikið að maður fær illt í augun ef maður horfir á þær. Hann og vinir hans hlusta líka á hip hop tónlist sem ómar um hverfið hvert sinn sem þeir koma og fara.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Hann er ágætis nágranni þetta litla grey.

Húsið sem við Paul búum í liggur eiginlega í J svo innan joðsins sjáum við íbúð 8 tildæmis, allir stofu gluggarnir okkar snúa að sameign í garði svo við komumst ekki hjá því að sjá inn um nokkra glugga.

Þó er gluggi sem við vildum helst ekki sjá inn í sem tilheyrir númer 8.

BAÐHERBERGIS GLUGGINN.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Reyndar er reynt að sjá fyrir því að enginn sjá neitt ósiðsamlegt í íbúð hins nágrannans með því að gera glerið í glugganum á klósettinu hans hrufótt. Þegar sólin skín, hins vegar, og vinur okkar á númer 8 fer á klósettið beint undir glugganum þá sér maður bara nokkuð vel þangað inn.

Nýlega, og nú er mamma hljóðrænt vitni að þessu, þá einmitt (í annað skiptið) var hann að kúka á klósettinu og stendur upp með buxurnar á hælunum og skeinir sér.... OG SKOÐAR HELV PAPPÍRINN!!! Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar.. og þá er ég ekki að meina kíkja hvort þurfið að skeina meir heldur viiiiirkilega SKOÐA pappírinn !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hafði verið að tala í símann við hana mömmu og í sakleysi mínu leit út um stofugluggann minn og byrja ég að hlæja og benda eins og vitleysingur (svo Paul fái alveg örugglega líka að sjá dýrðina), mamma skilur ekkert hvað ég er að hlæja að og ég æli út úr mér að nágranninn sé á klósettinu að skeina sér! Mamma alveg ojjjj ertu að horfa inn til hans ? NEI mamma hann er virkilega út í glugga og sólin skín á hann!!

Án gríns, þetta er kannski fyndið þegar þetta gerist en ég er farin að hallast að því að ég þurfi áfallahjálp, svo er alltaf jafn pínlegt að mæta honum úti.. hann labbar svona eins og hann sé haltur (já hann er það kúl) og maður þarf alveg að hafa sig alla við að horfa í augun á honum :S Hann heldur ábyggilega að ég eigi erfitt með mig því annað hvort hann sé svona flottur EÐA hann gæti haldið að ég sé rasisti haha

Gæti haldið að ég sé Redneck
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þetta er hvimleiður vandi, svo getur maður eiginlega ekki sagt neitt því maður vill ekki hljóma eins og einhver perri sem horfir á nágranna sinn kúka - enda er það ógeð.

Já, ég hlakka til að byrja að vinna svo ég geti dreift huganum og hætt að hugsa um klósettpappírs pælingar nágrannans.

Sú staðreynd ein að ég hafi eytt heilu bloggi í klósetthefðir nágrannans gefur til kynna að ég gangi ekki heil til skógar.

Guð veri með ykkur.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

4 comments:

Rebekka said...

hahahha gubbbb!!!

Anonymous said...

gaman að þessu, graaaaannar, allir elska góða graaaanna.....manstu eftir þáttunum....og innilega til hamingju með jobbið snillingurinn minn

Anonymous said...

Ég mun fá martraðir í nótt....
BTW, er þetta helvítis "pimp from the ghetto who can´t walk" dæmi ekki alveg orðið þreytt????

Guðný said...

Ju thad er ordid frekar mikid threytt.. imyndadu ther lika hryggskekkjuna sem thessir menn hljota ad fa! EKKI TOFF !