Wednesday 26 September 2007

Nýtt frá Roisín Murphy

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Oh vinkona mín og style iconið Roisín Murphy er komin með nýtt myndband af plötunni Overpowered - The album sem kemur út 15 okt. Ég hreinlega get ekki beðið eftir að heyra plötuna í heild enda eeelska ég hana Roisín mína og búin að fylgjast með henni í meira en 10 ár !




Hún er baaara flott!

Ég er hins vegar orðin fárveik með flensu og læti :S Ömurlegt að vera nýbyrjuð í vinnu og hringja sig svo inn veika :( Lítur líka út fyrir að ég hafi verið að partíast of mikið í VIP partíinu í gær haha

Hvernig var.. I hear you ask. Þetta var bara æði! Við skemmtum okkur vel á leikritinu, þetta var svona grín/drama og húmorinn alveg snilld :) Skrítið líka að sjá alla á sviðinu sem maður hefur séð á göngum leikhússins hehe

Komst að því að ein leikkonan í leikritinu var í Eastenders fyrir nokkrum árum, mér þótti það einkar spennandi hehe

VIP partíið var ágætt, við að vísu stoppuðum bara stutt því ég var orðin svo lasin að mér leið bara illa :S En þarna var allt mikilvæga fólkið og bæjarstjórinn og eitthvað - SPES. Enginn tilgangur svosem í að staldra lengi við, bara sýna sig og sjá aðra.. svo get ég alltaf spjallað við leikarana ho ho ho enda á sýninginn enn eftir tæpann mánuð hjá okkur :)

Ég var auðvitað öll glamoured up og fór í stuttum svörtum kjól, breitt belti um mittið, í hot pink peysu yfir og með glært hálsmen - var svaka fín :D Það verða allar konur að eiga LBD (little black dress) enda er þetta svo hentugt - passar allt við svartann kjól! Sumir samstarfsmenn voru hissa að sjá mig enda breyting frá vinnufötunum og vera alltaf með hárið í tagli, í gær var það slegið :D OMG ég er komin með svo sítt hár! hehe

Þetta var annars bara ágætis kvöld og fyrsta sinn sem Paul fer á leikrit sem er ekki jólaleikrit eða barnaleikrit :p Hann amk skemmti sér vel :D

Það voru svo alls kyns ljósmyndarar á svæðinu og mynd tekin af áhorfendunum fyrir Royal&Derngate bækling, ég mun að sjálfsögðu pósta inn mynd ef sést í fabulous me ;)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Mæli með þessari plötu með Newton Faulkner sem fíla rólega gítar músík.

Newton Faulkner gerði til dæmis yndislegt cover af Massive Attack laginu Teardrop - elska þetta lag.



Eníveis, auglýsingahóran er óver and át í bili *smúts*

1 comment:

Anonymous said...

Ég er sko orðinn heavy spenntur fyrir plötunni - nýja lagið er í massaspilun hjá mér!