Sunday 11 November 2007

Hnotubrjóturinn og London

Paul átti afmæli í gær og fórum við í dagsferð til London. Æðislega gaman, milt og gott veður og fórum við í heilmikinn göngutúr um miðbæinn (viltumst) hehe Við enduðum á því að kaupa lítið götukort og kallin sem seldi okkur kortið sagði í sífelli : You are at Piccadilly!! You are at Piccadilly!! - Við vissum það auðvitað :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Það er allt orðið svo jóló í London - mikið rosalega var það kósí!

Við fórum á listasýningu hjá Chuck Close (hér er heimasíða fyrir þá sem hafa áhuga : http://www.chuckclose.coe.uh.edu/ ) Alveg mögnuð sýning og á safni sem ég hef aldrei farið í áður, heitir White Cube og er nútíma bygging falin bakvið gömlu London byggingarnar :) Þessi listamaður er alveg ótrúlega fær, málverkin hans eru mögnuð. Reyndar er allt eftir þennan mann magnað, hann er mjög fær ljósmyndari og gerir vefnað, skúlptúr og fleira.. hann hefur einstaka tækni og kemur verkum vel frá sér.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftir sýninguna fórum við á veitingastaðinn Mother Mash sem býður nær eingöngu upp á pylsur og kartöflumús hehe Enda er það aðal fæði afmælisbarnsins hehe Eftir það fórum við svo niður á Trafalgar torg þar sem var flugeldasýning og við skoðuðum nýtt listaverk sem var verið að setja upp þar (kom í staðinn fyrir handalausu konuna - ef einhver kannast við það :p)

Þetta var alveg rosalega nice dagur, afslappaður og bara við tvö að dúlla okkur á röltinu, ekkert búðarráp eða stress, bara njóta þess að vera til :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


-----------------------------------------------------------------------
Það sem er ofan línuna er skrifað á sunnudaginn var, hér er restin :
_______________________________________________________________________

Eníveis, við fórum á ballet sýningu á fimmtudaginn var að horfa á Christina, kærustu Paul Gardner, í Hnotubrjótinum.. Ég var voða spennt að koma í annað leikhús, gaman þegar maður vinnu í leikhúsi sjálf að skoða önnur og spá og spegúlera :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sýningin var í einhverju krummaskuði rétt fyrir utan Coventry í pínulitum bæ sem heitir Bedworth og leikhúsið var eins og Félagsheimilið Fjörgyn hérna fyrir 13 árum síðan.. sjitturinn titturinn, þetta var hræðilegt! Barinn var eins og lítil sjoppa og "salurinn" var actually íþróttasalur með pínu sviði og diskó kúlu í loftinu!

Tónlistin var svo lág að ég var farin að halla ansi mikið fram til að heyra nógu vel og ljósamaðurinn var á einhverju trippi, alltaf að slökkva og kveikja á ljósunum.. vott ðe fokk ? Æi, lúðalegast var kannski samt það að Christina missteig sig í byrjunar atriðinu - auminginn hehe En annars stóð hún sig með stakri prýði, hún er mjög flottur dansari :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég komst að því að ballet er ekkert svakalega spennandi.. kannski ef sýningin er ekki svona leiðileg þá kannski nenni ég að fara aftur, og næst þá í mínu leikhúsi ekki í krummaskuði með eintómum ellilífeyrisþegum.. !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En þetta eru ekki merkilegustu fréttirnar!! ÁRNÝ ER KOMIN TIL NORTHAMPTON!! vííí rakst á hana í dag, hvar annar staðar en í PRIMARK! hihi Sjitt hvað ég varð lúðaleg, þegar maður talar ekki íslensku dags daglega þá verður maður málhölt - ekki að grínast!!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Komu frá mér gullkorn eins og : Já hittumst á morgun og fáum okkur bjór! Það er spurning! (vantaði ekkið) og þegar ég fór sagði ég : Sjáðum! í staðinn fyrir Sjáumst.. ! Aumingja Árný heldur ábyggilega að ég sé eitthvað lasin í hausnum !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég veit ekki hvað þetta er með mig, þegar ég hitti fólk sem ég hef ekki séð í smá tíma þá er eins og ég fari í einhvern bakgír og ég hef ekki hugmynd af hverju því ég er ekkert feimin sko!!

Gleymdi líka að segja : Töff á þér hárið Árný mín !

Þetta mun allt lagast á morgun, við ætlum að fá okkur nokkra bjóra saman og það mun losa um málbeinið án efa hehehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars er fínt að frétta hérna, gengur vel í vinnunni og allir hressir :D Komin í algert jólastuð og er byrjuð að skreyta hjá mér :D Það er bara best þegar dimmt er úti að sitja inni með kakó og teppi og ljósaseríurnar :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Á morgun ætla ég að baka og reyna að föndra eitthvað af þessum jólakortum !

Síjúleiters !

ps. Mæli með að fólk horfi á The Flight of the Conchords sem eru snilldar þættir með 2 gaurum frá Nýja Sjálandi. Hér er smá klippa :



Það er ekkert lítið sem ég er búin að grenja úr hlátri yfir þeim! :D

1 comment:

Rebekka said...

Kartöflumús er best í heimi!