Tuesday 1 January 2008

Ég óska landsmönnum öllum...

happy new year

Við Paul áttum einstaklega viðburðar lítil en þó notanleg áramót. Við ákváðum að láta ekki okra á okkur hressilega þessi áramótin svo við ákváðum að fara með vinafólki okkar út að borða á kínverskum veitingastað í Rugby.

!!!

Við fengum pantað borð á veitingastaðnum River Avon í Rugby á seinustu stundu, ég hafði dálitlar áhyggjur af því að þessi staður væri með laust borð á gamlárskvöldi á meðan allir hinir voru uppbókaðir fyrir löngu.

Nújæja, við tökum því sem er í boði (annars var það bara að hanga heima og horfa á myndbönd af áramótunum á Íslandi í fyrra til að fá smá stemmningu). Um leið og við komum á áfangastað skildi ég hvers vegna staðurinn heitir River Avon, þó svo sé engin á í návígi við hann. Það var svo mikil móða á rúðunum þarna að það var allt á floti. Þetta var eins og að vera inni í litlu baðherbergi þegar einhver er nýbúinn í sturtu.

Asian Hunk
Þetta er þjónninn okkar Chow, eins og myndin gefur til kynna var dágóð molla þarna inni...

Vinur Paul þurfti meira að segja að labba aftur heim og sækja sér pústið við astmanum því það var svo mikill raki í loftinu.

Asthma

Við fórum á "barinn" sem var beisikklí lítið afgreiðsluborð og nokkrum flöskum á bakborðinu. Pöntuðum okkur drykki og Paul fékk sér kókglas, verst var að kókið kom úr tilboðs 2ja lítra kókflösku sem var sennilega keypt í Tesco. Grátlegt alveg. Eftir smá súp og spegúleringar skipti hann út kókinu fyrir annað sem var með smá meira gosi í og okkur var vísað til borðs.

coke

Við skoðuðum möppu með alls kyns matseðlum, það voru svo margar útgáfur af honum á mismunandi lituðum pappír að við vorum orðin kolrugluð en fundum 5 rétta máltíð á tilboði og skelltum okkur á það. Nema Paul, hann fékk sér kjúlla og franskar (sem hann át á meðan við átum forréttina :p)

Maturinn þarna var ágætur, að vísu fannst mér fyrsti forrétturinn ekki merkilegur þar sem það átti að vera kjúklinga og maís súpa en súpan var eins og heitt hlaup :S

chinese food

Jæja, við skemmtum okkur vel og í miðju hláturskasti verður mér litið yfir á næsta borð. Þar sat einn ellismellur með konunni sinni og dóttur þeirra, sem er ekki frásögu færandi en kona ellismellsins var með stærstu vörtu sem ég hef á ævi minni séð !!! oh það á kinninni !! Þetta var eins og auka nef, langt og mjótt!! Ég er viss um að þetta fyrirbæri hafi sitt eigið lífríki :S

Ugly Witch
Ókei hún var kannski ekki alveg svona...

Ég steinhætti að hlæja og horfði í smástund á matinn minn og velti fyrir mér hvort ég hefði list á meira. Vinur Paul spurði mig í fullri alvöru hvað væri að og ég hvíslaði að þeim að konan á næsta borði í laxableiku peysunni með ógreidda hárið væri með þetta svaðalega ferlíki í andlitinu!!

Hann og kærastan hans litu yfir og með látbragði lýstu sínum viðbrögðum og fóru að setja alls konar drasl á aðra kinnina og gera grín að þessu, guð minn ég hélt ég yrði ekki eldri af hlátri hehe Við höfum kannski svona vanþroskaðann húmor en þegar maður er komin í glas eftir langann vinnudag er allt fyndið!

immature

Sem betur fer fór fólkið eftir ca klukkutíma, ég var alltaf að horfa yfir og mér finnst það svo óþægilegt !! Oj... þetta var eins og lítið typpi í andlitinu á henni.. loðið og allt :S

En jæja, áramótin fín - enda skiptir engu máli hvar maður er eða hvað maður gerir svo lengi sem maður er í góðum félagsskap :D Við stöldruðum þarna við til ca 1 og fengum Asti Martini í boði hússins á miðnætti (ekki til sparað á þeim bænum *hóst*) og fengum ókeypis kínverskt dagatal sem maður rúllar upp.. ógeðslega töff sko..

Okkur hlakkar mjög mikið til að koma til Íslands og held við varla trúum því að við séum að fara! Komið ár síðan ég var seinast á Íslandi !!

Reykjavik

Verð líka að pota inn í bloggið að mér fannst áramótaskaupið ógeðslega fyndið!! Lúkasar kertavakan, Dieter og álfasteinarnir, innflytjendamálin og bubba auglýsingin.. ég gæti lengið talið. Mér fannst þetta einstaklega vel heppnað og alger snilld :D

Jæja ég er farin í bili, mun sennilega blogga áður en ég legg af stað på Island. Hlakka til að sjá ykkur!!!

2 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár kæra kærustupar. Var ekki alveg með sama húmor fyrir skaupinu....en mér fannst þó Lúkasarbrandarinn góður. Góða ferð á Íslandið, njótið ykkar elskurnar

Anonymous said...

búbbí :)