Thursday 30 August 2007

Biðin

Eins og flestir vita þá fór ég í atvinnuviðtal hjá Royal & Derngate leikhúsinu í Northampton í gær. Held ég hafi sjaldan verið jafn stressuð fyrir eitt viðtal, var samt svo æst því mér finnst þetta svo spennandi hehe

Ég kom þangað inn og 3 konur tóku á móti mér og spjölluðu aðeins við mig þar til mér var boðið að bíða, ég gerði ekki annað en að skoða allt í kring um mig því það er nýbúið að gera upp leikhúsið fyir 15 milljón pund! Ógó flott! svo var mér litið aðeins til vinstri og sé ég ekki bara frægann breskann leikara!

Mér varð alveg svolítið um, hann lék í þáttum sem heita Doctors og eru mjög vinsælir hérna í UK og ég horfði á þetta í nokkur ár á bbc prime heima :D SPES! Virkilega skrítið að sjá einhvern í alvörunni sem maður er búin að sjá milljón sinnum í sjónvarpinu.

Mig langaði helst til að labba upp að honum og koma með einhverja svaka klisju um að ég væri eitthvað lasin og þyrfti að láta kyssa bágtið.. en ákvað að halda kúlinu enda það miklu meira töff hehe

Mynd af gaurnum : http://www.bbc.co.uk/drama/doctors/past_characters/greg_robinson_person_page.shtml

En já, eftir biðina fór ég með einhverjum gaur sem sýndi mér aðal salinn í leikhúsinu sem er massívur! Þess má til gamans geta að þetta er einn af 3 bestu tónleikastöðum í öllu Englandi :)
Svo settist hann með mér og ég tók 2 lítil próf, annað í að lesa á leikhúsmiða og hitt var að leggja saman verð og telja alls konar pening. Gaurinn var rosa nice og við spjölluðum smá og svo fór ég aftur í bið.

Eftir þá biðina var mér fylgt í annað herbergi sem var ógeðslega heitt í og þar voru 5 manns, ein leikkona og hinir starfsstjórar og ég sett í hlutverkaleik með leikonunni um hvernig ég myndi díla við erfiðann kúnna. Held mér hafi gengið alveg ágætlega :) Þau voru öll ótrúlega hress og ég var spurð mikið um Ísland og einn þeirra hafði komið til Íslands og tilkynnti mér að það hafði verið æðislegt á Íslandi og hann hafi verið þar yfir áramót og að flugeldasýningarnar væru engu líkar hehe

Þau voru svo yndisleg, við töluðum um einhvern danshóp frá NY sem var með sýningu víst á Íslandi fyir 2 árum, einn gaurinn var svo forvitinn að vita hvort ég vissi hver þau væru hehe (já er það ekki þannig að á Íslandi vita allir um allt ? ;) Og svo ræddum við um tattoo og svona hehe snilld !

Eftir það var ég aftur sett í smá bið og mér fylgt í herbergið þar sem aðal viðtalið fór fram, konurnar 2 (Andrea og Georgia) sem tóku viðtalið voru ótrúlega nice og mjög fínar :) Engar bull spurningar heldur, þoli ekki þannig :p hehe En í gegn um allt saman var ég bara ég sjálf og vonandi að ég fái að komast að hjá þeim, amk að komast í viðtal er afrek útaf fyrir sig því ég veit þau tóku ekki marga :)

Vinur Paul sótti um sama starf en fékk ekki viðtal híhíhí Veit að það er ljótt að finnast það æðislegt en ég get bara ekki hamið mig hehe

Þetta er amk búið og ég fæ að vita á morgun hvort ég komist í gegn *krossaputtaallirsaman!*

Úff hvað er erfitt að bíða!!!

No comments: