Tuesday, 28 August 2007

Ilfracombe, borið fram sem "Ilförkúm"

ATH þetta blogg var skrifað í gær og það leit út fyrir að það hefði strokast út af óútskýranlegum ástæðum en fyrst það er hérna þá læt ég það standa. Vegna mikilla sálarkvala sem fylgdu blogg missinum í gær þá þætti mér vænt um ef að fólk kommentaði - enda hafði ég mikið fyrir þessu bloggi og grét mig næstum í svefn yfir því að það væri týnt.

Ást, Guðný ;)

--------------------

Loksins, ferðasagan mikla. Ég hreinlega get ekki gert upp við mig hvort þetta hafi verið pirr ferð eða bara allt í lagi... kannski spilar inn núna stressið útaf atvinnuviðtalinu seinna í dag *svitn*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, Lögðum af stað á laugardagsmorgni - hentum Yokopop í pössun og reddí tú gó. Ákváðum að fara fallegri leiðina (sleppa við að fara um þjóðvegina) þar sem það virtist styttra OG skemmtilegra.. legg áherslu á: virtist. Við beygðum hjá Stonehenge og inn að ströndinni á leið til Ilfracombe. Vá hvað það var fallegt! Fórum upp og niður óteljandi hæðir, gegn um krókaleiðir í skógunum og sáum út til hafs - sem ég sakna heilmikið.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eini gallinn var sá að ferðin tók okkur 7 og 1/2 tíma !! Við vorum þreytt þegar við loksins komum á áfangastað, The Damage Barn (heitið á tjaldsvæðinu) og hlökkuðum til að setja upp fortjaldið og kveikja á gasinu og gera reddí til að slappa af.

Foreldrar Paul, systir hans og kærasti hennar og barn + vinafólk foreldranna með 4 börn og foreldrar vinafólksins voru þarna þá þegar og búin að vera þarna í viku, öll í sínu fínu hjólhýsum - 15 manns!. Þegar við komum heilsuðum við upp á þau en um leið og við fórum að tjalda komu báðir foreldrar Paul og vinur þeirra að "hjálpa" okkur að setja upp þetta forláta fortjald. Alls ekki flókið, höfðum góðar leiðbeiningar og allt sem við þurftum.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En nei... við fengum ekki einu sinni að tjalda greyinu sjálf! Vinur foreldranna er svona know-it-all gaur og pabbi Paul vildi helst gera allt svo allt væri tipp topp. Meira að segja mamma Paul gerði meira en ég.. hún fékk að koma við tjaldið.
Við sögðum þeim 3svar að þeta væri alveg í lagi og að við vildum gera þetta sjálf en þá var bara snúið upp á sig og fussað yfir vanþakklætinu :S

Það er bara þannig með mig að ég vil gera hlutina sjálf, rétt eða rangt þá vil ég bara fá að gera mitt, fannst eins og ég væri 5 ára og algerlega ófær um nokkurn skapaðann hlut. Fengum ekki einu sinni að setja niður hælana sjálf því án þess einu sinni að sjá þá þá voru þeir dæmdir eitthvað drasl !

Já þetta pirraði mig enda þoli ég illa þegar fólk tekur svona fyrir hendurnar á manni og gerir bara hlutina án þess að spyrja hvort mann vanti hjálp, og mér finnst það bara dónaskapur. Allt í lagi að hjálpa en ekki þröngva sér svona uppá mann :p Við erum bæði að nálgast þrítugt!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftirá var okkur boðið í mat yfir til þeirra en við þurftum að græja aðeins til (eins og þau vissu) og vorum kannski korter að... og þegar við komum inn voru allir búnir að borða og svo sátum við tvö að borða á meðan allir horfðu á *óþægilegt!*

Eftir það fórum við bara yfir til okkar :P

Til að geta sofið í bílnum tókum við aftursætin út og settum upplásna dýnu á gólfið, sem er ekki góð hugmynd því bæði er gólfið ójafnt og svo er bara vesen að setja loft í dýnuna :P Við vorum með engann hita en opinn glugga í þunnum svefnpokum og ég svaf ekkert fyrir kulda og um miðja nóttina þurftum við að setja meira loft í dýnuna því það lak svona pent út smátt og smátt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Getið rétt ímyndað ykkur pirringinn í minni á sunnudagsmorguninn - sjíses! hehe En ég fór bara í sturtu og klæddi mig of borðaði morgunmatinn - var tilbúin klukkan 8 um morguninn, búin að gera allt og langaði út í góða veðrið. En við slökuðum bara á og biðum eftir að hin vöknuðu og heilsuðum upp á þau en fórum fljótlega til Ilfracombe.

Ótrúlega gott veður í Ilfracombe og bærinn aðeins öðruvísi en ég bjóst við en samt mjög fallegt þarna. Eina sem var var að það var svo mikið af hæðum þarna! Sjitt, kálfarnir og lærin á mér eru ekkert smá tónuð! hehe að labba þarna í smá stund er bara eins og að vera í ræktinni, enda tókum við eftir því að það var enginn feitur í Ilfracombe... enda þýðir það ekkert! Ef maður kemst ekki upp brattar brekkur og svona þá bara kemst maður ekki neitt! hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við vorum aðallega í því að labba um bæinn og setjast hingað og þangað og njóta fallegs útsýnis. Svo ákváðum við að fara í bátsferð um flóann, sem voru mestu mistök ever! við vorum úti á sjó í 1 og 1/2 tíma og sáum helling af fallegum stöðum og svona en ég brann líka eins og ég veit ekki hvað! Úff, það var ekkert svo slæmt þar til um kvöldið og daginn eftir :S hehe

Leiðsögumaðurinn í bátnum var samt ekkert spes... "Til vinstri sjáið þið strönd... það er fullt af fólki þar í dag, enda gott veður. Þetta er nektarströnd" mmmm NICE!

Eftir bátsferðing ákváðum við bara að leggja af stað heim á tjaldstæðið enda búin að vera þarna allan daginn og klukkan orðin hálf fimm. Við sátum þar í smá tíma og fórum svo út að borða á The Carvery um sjö leitið. Hinir ferðalangarnir höfðu öll farið út að borða þar saman fyrr um daginn og sögðu vera geðveikann mat þarna og flottur staður og bara æði. Hljómar vel ha?

Við komum á The Carvery og þetta var bara venjulegur pöbb, stærri en venjulega og stútfullur af krökkum :S En við létum okkur hafa það því við þekkjum ekki nágrennið vel og vorum of svöng til að finna eitthvað annað :p Maturinn var lala... pöbbamatur bara hehe

Eftir það ætluðum við að kíkja yfir til foreldra Paul þar sem þau sögðust vera með helling af leikjum og spilum og svona :) En þegar við komum þangað voru þau öll á náttfötunum að horfa á Harry Potter, við horfðum á svona hálftíma en vorum að sofna yfir því.. líka hvorug horft á Harry Potter og að koma inn í miðja mynd er flókið hehe :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Enn og aftur sátum við inní Friðsæl og áttum ágætis stundir, áttum engin spil eða neitt en sátum og kjöftuðum og átum nammi hehe

Á mánudagsmorguninn vöknuðum við aftur snemma (suprise surprise) og ég vildi bara eiginlega fara heim því maður sefur ekkert í skítakulda og á dýnu sem gerir ekki neitt. Enn og aftur vorum við búin að fara í sturtu og borða um 8 um morguninn og höfðum planað að fara í gönguferð með foreldrum Paul, mág Paul og 4 krökkum vinafólksins. Við máttum bíða til hálf ellefu þar til þau voru öll tilbúin að fara og þá tók við 2ja tíma ganga til og frá Morthoe. Við fórum að skoða einhvern vita sem ég hélt að væri eins og gömlu góðu vitarnir en þá var þetta einhver nýr viti sem mátti ekki einu sinni labba nálægt :p En það var mjög fallegt þarna en ég brann bara meira því sólin var svo sterk, samt var ég í peysu og svona að reyna að passa mig.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, eftir ferðina til Mortehoe lögðu við svo af stað heim til Northampton og fórum í gegn um Exmoore National Park á leiðinni heim og það var mjög fallegt, svo ákváðum við að taka þjóðveginn heim því við nenntum ekki að vera of lengi hehe Tók okkur sex tíma að komast til Rugby að sækja Yokopop og svo heim, og það var svoooo gott að komast heim!

Allt í einu var íbúðin mín stór eftir að hafa eytt 2 nóttum í bílnum hehe Yndislegt alveg! Ég er enn skaðbrunnin samt en hef jafnað mig helling, vona að ég geti sett á mig smá farða fyrir viðtalið án þess að það bráðni allt af mér hehe úff *krossaputta*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá myndir frá ferðinni hér er linkur, reyndar tók ég fleiri myndir sem ég set kannski inn seinna, er svo lengi að uploada :P

http://s234.photobucket.com/albums/ee26/igudnynano/Ilfracombe/?start=all

4 comments:

Anonymous said...

þetta hljómar eins og eitthvað sem ég hefði ekki lagt á mig ..ég fíla tarantínó myndirnar góð hugmynd að mynda svona leikfang á hinum og þessum stöðum

Guðný said...

já enda geri ég þetta ekki aftur! Bíð frekar eftir því að keypt verði rock and roll bed og hitari og hananú! ;)

Tarantino rokkar :D

Unknown said...

Sko mér finnst þetta tjaldmál allgert hneigsli. Ég verð bara reiður þegar ég les þetta ;) Svona all in all virðist þetta hafa verið nett pirrings ferð, en eflaust gaman að koma þangað og sjá og hitta alla þessa englendinga (sem eru fávitar, stelandi bílum og íslenskum konum).

Guðný said...

hahaha þú ert algert æði ;) já þetta tjaldmál er auðvitað fyrir neðan allar hellur! Ég held barasta að þau geri sér ekki grein fyrir HVER ÉG ER! *sveiflahárinu*

Ég ætla bara að muna eitt orð... KARMA ! hehe ;)