Halló halló, long tæm nó bloggos!
Helgin var alveg fín hjá okkur! Man reyndar ekkert eftir föstudagskvöldinu.. minnir að það hafi verið meira og minna horft á Heroes og sofnað fáránlega snemma! Reyndar var Amy kosin úr Big Brother húsinu, ekki það að ykkur finnist það spennandi en MÉR finnst það hehe
Oh fann enga mynd af Eimí en hérna er Big Brother Logoið :D
Ótrúlega töff svona auga hmmmmm m
Á laugardeginum vöknuðum við snemma, galvösk og til í slaginn. Meeega gott veður úti, 27 stiga hiti og heiðskýrt mmmm Við fórum að rölta um miðbæinn og um tvö leytið fórum við með Paul Gardner í almenningsgarð hérna í Northampton, Sywell Country Park. Hérna er mega sniðugur linkur á myndir úr garðinum :
http://www.northamptonshire.gov.uk/Leisure/Countryside/sywell_images.htm
Ég á enn eftir að stofna mynda albúm á netinu.. á fullt af skemmtilegum myndum :) Eníveis, við tókum með okkur útilegu stólana fínu og fullt box af bjór, kexi, snakki, vínberjum, gulrótum og ferskjum (spes mix) En þetta var rosa fínt, fórum í frisbí og sátum í sólinni og drukkum bjórinn og spjölluðum :)
Var alveg rosa fínn dagur, mjög afslappaður :)
Á sunnudeginum gerðum við bókstaflega ekki neitt! Kláruðum að horfa á seinustu 2 Heroes þættina buuuhuu Veit ekki alveg hvernig ég á að vera!! En svo fórum við í göngutúr og komum svo heim og elduðum okkur Toad in the Hole sem lítur nokkurn veginn svona út :
Augljóslega var okkar ekki svona fínt hehe en þetta er mjög gott öðru hvoru :D
Dagurinn í dag var aðeins viðburðarríkari, við fórum með Paul Gardner að selja bílinn hans í kvöld. Þetta var alveg svaka mission sko! Hann var smá smeykur því hann var að selja pólverja bílinn hehe
Byrjuðum á því að fara í Staples og kaupa svona penna til að krota á peningaseðla til að ath hvort þeir séu falsaðir eða ekki, mega töff hehe Svo fórum við á bílastæði hérna í Northampton og biðum þar til kaupandinn kom.
Þegar kaupandinn lét sjá sig þá skrúfaði hann niður rúðuna og spurði hvort við vildum ekki elta hann heim til vinar hans því þar væru peningarnir og svona. Fyrsta sem kom í hausinn á mér var að ekki væri allt með felldu... elta einhverja ókunnuga menn eitthvert sem við vissum ekkert um og eitthvað... og við 3 óvopnuð og varnarlaus !!
Við játuðum og eltum bílinn... hvert sinn sem við beygðum inn götu héldum við að við værum komin.. en nei alltaf hélt hann lengra og þvílíkar krókaleiðir.. við vorum farin að svitna pínulítið og ákváðum að skrifa með falstékkpennanum á miða bílnúmerið þeirra, til öryggis... veit samt ekki hversu mikið gagn það hefði gert því þetta var bíll vinar pólverjans!
*Svitn* Alla leiðina komum við upp með alveg verstu scenarios sem hægt var að finna, að þeir ættu byssur og myndu stela bílnum og stinga af eða keyra í eitthvað algert slum og ræna okkur eða eitthvað...
Keyrðum fram og til baka, hringi og alls konar beygjur þar til við komum að alveg þessu líka fína húsi í þessari líka fínu götu! *aaahhh* Djöfull vorum við fegin, lengi búin að keyra í einhverri óvissu og búin að búa til alls konar sögur um hvað gæti gerst og hvað við ætluðum að gera við því...
Var nú kannski bara alger óþarfi, þau voru bara mjög fín. Buðu okkur inn í húsið og þar bjuggu hellingur af bretum líka (herbergi leigð út í húsinu bara) og allir voða gúddí fíling. Spjölluðum þarna aðeins á meðan ég fékk að falstékka og telja peningana, allt voða pro sko hehe
Eftirá fengum við far með vin pólverjans heim og Paul Gardner bauð okkur út að borða á pöbb fyrir að hætta lífi okkar og limum í bílasölu missioninu hehe
Fórum á ágætis pöbb þar sem allt er geðveikt ódýrt en maður fær svo mikinn mat á diskinn að einn réttur jafnast á við 3ja rétta máltíð! Hef aldrei náð að klára matinn minn þarna, aldrei!! Svo við átum á okkur gat og skutluðum Paul Gardner til mömmu sinnar svo hann gæti keyrt heim til sín.
Klassískur pöbba matur
Eftir það kíktum við svo til Los Tengdós, var voða nice. Þau eru að fara í ferðalag næstu helgi og helgina eftir það ætlum við að hitta þau og gista í held ég 2 nætur í Campernum :D
Ég man ekki hvað það heitir sem við erum að fara til en ég veit að það er geðveikt langt frá, vonandi fáum við gott veður þar sem þetta er nálægt sjónum einhvern staðar fyrir sunnan :D Alltaf svo fallegt í suður Englandi - love it! Mun pósta inn upplýsingum um staðinn þegar ég er komin með nafnið á hreint hehe :)
Þar til næst, ekki vera kæst !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Það væri sko alveg hægt að búa til bíómynd eftir handriti þínu af mission-impossible-bílasöluferðinni, hi hi hi, það er spurning um að flytja til Hollywood
gísli elskar svona sveittan pöbbamat!
Lára : Já kannski ég fylli í eyðurnar og semji nokkrar blaðsíður í viðbót, kannski dugar það í einn CSI þátt hehe
Rebekka : Sveittur pöbbamatur er góóóóður :D
Post a Comment