Wednesday 8 August 2007

Geðheilsa - Tim - Kanilsnúðar

Eftir að hafa eignast Yokopop hef ég komist að því hvað ég er mikil kisukona..ég hef alveg afskaplega litla þolinmæði gagnvart elsku disco dancing Tim.. mér finnast heldur ekkert skemmtileg dýr sem ég get ekki knúsað hehe


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

VS.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Nei einmitt, það fer ekkert á milli mála hvor er sætari.

Næstum síðan við fengum Tim (í október 2006) hefur hann ýmist verið að öskra... já nú eða öskra og það er alveg að gera mig kreisí. Samt gef ég honum helling að éta, hann fær að sitja í gluggakistunni hjá vaskinum þegar ég baka og allt!

En þá fékk ég svakalega góða hugmynd.. setja Tim í póstkassann okkar! Póstkassinn er að vísu ekki stór en við hverju er hægt að búast í miðbæ Northampton ? Fyrir 0kr í leigu væri hann bara rosalega heppinn!
Hann hefði sitt eigið speis, rifu til að sjá út og svo kemur pósturinn á hverjum degi að veita honum félagsskap... fullkomið!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég varð alveg æst við tilhugsunina og um leið og Paul kom heim fór ég að tala í belg og biðu um Tim og póstkassann okkar... en draumurinn varð úti um leið og Paul lét þau orð falla að þetta væri í bága við dýraverndunarlög og annað... bömmer! Ojæja..

Annars var dagurinn í dag ekki allur uppfullur af vonbrigðum! Fór með mega umsóknina mína í póstinn, vonandi að ég fái vinnu hjá þeim í leikhúsinu! Eeeeelska leikhús! :D Eitthvað svo magnað og töfrum líkt við það.

Heimasíðan hjá leikhúsinu hér : http://www.royalandderngate.co.uk/en/Home

Svo í eftirmiðdaginn bakaði ég helling af kanilsnúðum, ef þetta er ekki það besta sem ég veit.. ísköld mjólk og nýbakaðir heitir kanilsnúðar *slef*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já ekki leiðilegt fyrir Paul að koma heim úr vinnunni og fá nýbakaða snúða ;) Oh hvað ég er mikil húsmóðir.. verst að ég á ekkert barn svo ég hef eiginlega enga afsökun fyrir öllum þessum bakstri, þrifum og þvíumlíku.. maður má nefnilega eiginlega bara vera svona ef maður er heimavinnandi húsmóðir..

Fyrir þá sem eru að spá í að sjá Transformers þá endilega fara á hana! Sá hana um daginn og fannst hún geðveik :D Ég er komin í einhvern hetjufíling hérna með Transformers og Heroes hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis... verið hress, borðið kex klukkan sex, bless bless hehe

4 comments:

Anonymous said...

Við vildum alveg vera hjá þér að hugga okkur með kaffi og snúða.....
gangi þér vel í atvinnuleitinni Sigga mín, þetta kemur allt saman með heita vatninu......
Halltu bara áfram að baka kökur, þú ert algjör Nigela

Rebekka said...

kettir rúla!!
Transformers var mjög skemmtileg og Heroes er snilld!!

Anonymous said...

þú bakar góða snúða.

Anonymous said...

Langar einmitt að sjá "Transforemers"...