Ég er alveg gjörsamlega sokkin í Heroes sjónvarpsþættina! Við byrjuðum að horfa á laugardaginn seinasta og erum hálfnuð með seríuna :p Mæli 100% með þessum þáttu, ég átti alveg von á að þetta yrði eins og Böffí (hef ekki áhuga á vampíruþáttum) en svo er þetta bara alger snilld :D
Annars er þetta búinn að vera spes dagur.. upp og niður eitthvað. Það var ekki hringt í mig frá Fitness First og Vodafone dæmið gekk ekki upp. Dregur mann stundum niður... En, hvert nei er leið að jái ;)
Fékk símtal frá mömmu í gær, settið ætlar að kíkja á mig í byrjun september :D Oh hvað verður gaman að fá heimsókn.. meira nammi híhí Við ætlum að fara til Duxford helgina 8-9 sept öll saman á flugsýningu meðal annars.
Hér er hægt að sjá upplýsingar um sýninguna : http://duxford.iwm.org.uk/server/show/conEvent.1304
Ætli maður skelli ekki eins og í eitt stykki roast dinner handa settinu hehe ef ég treysti mér til geri ég kannski treacle sponge köku í eftirrétt ;) Hlakka amk mikið til að hitta þau, enda ekki séð þau síðan í febrúar. Verður gaman að sýna mömmu líka allt hérna þar sem hún hefur ekki komið áður :)
Alveg merkilegt hvað ég baka og baka... skonsur, brauð, kanilsnúða, kökur.. nefndu það. Held þetta sé það sem hefur haldið geðheilsunni minni hérna hehe Á það til að setja Chris De Burgh, Lady in Red í botn og fíla mig í eldhúsinu... já ég veit.. ég er soldið mikið 21 árum of sein :p
Hey ekki gat ég tekið út væmina þegar ég var 5 ára! Þetta er allt uppsafnað og brýst út í formi 80's laga öðru hvoru.. fyrir utan þetta lag eru líka vinsæl : Against all odds með Phil Collins, Kokomo með Beach Boys, Pictures of you með The Cure og svo mætti lengi telja..
Merkilegt þetta dálæti sem ég hef af 80's tónlist.
Það voru allir svo töff þá.
(já ég var að uppgötva hvernig á að setja myndir inn í bloggið hehe)
Við Yokopop erum farin að kúra... þar til næst - stay classy San Diego!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég datt einmitt í Heroes rétt áður en ég kom heim, æðislegir þættir.
Ég bíð spenntur eftir "Heroes", ætla að kaupa mér Season 1 á DVD núna í haust um leið og það kemur út!
Post a Comment