Jess, komin í blogg heiminn veivei hehe Veit ekki hvers vegna ég fattaði þetta ekki fyrr, allt seinasta árið er ég búin að rembast við að skrifa fréttabréf til Íslands ca fjórum sinnum á ári :p
Auðvitað þegar maður skrifar með svona langt á milli man maður ekki helminginn og manni finnst maður ekki hafa gert neitt.. því maður man það ekki.. svo kemur í ljós að það hefur helling gerst.. og þá getur maður ekki sent annað fréttabréf beint á eftir því það er svo hallærislegt því hvert fréttabréf endar svo epic eitthvað.. alltaf svaka kveðjur og dæmi hehe
Svona eins og að hringja í einhvern og um leið og símtalið er búið að senda sms og segja allt sem gleymdist..
Ég er að fara að fá símtal bráðum frá Vodafone, fyrsta atvinnuviðtal sem ég geri í gegn um símann! Þetta kallar maður tæknilegt! Fór einmitt í viðtal á föstudaginn hjá Fitness First líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi.. held það hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel :S En fæ að vita í seinasta lagi á morgun hvort ég komist í viðtal númer tvö :p
Ég hef nú augastað á vinnu hjá Derngate leikhúsinu og er að gera alveg meeeega umsókn og svo bara allir krossa putta og tær fyrir mig!!
Annars var helgin rosalega fín, var hátt upp í 30 stiga hiti alla helgina enda var ég að KAFNA! Við erum búin að vera mikið úti að labba í bænum, grilla, drekka bjór (bara ég samt hehe) og njóta lífsins :)
Í gær var okkur boðið í afmælismat, systir Paul á afmæli á miðvikudaginn næsta og maðurinn hennar átti afmæli á fimmtudaginn seinasta svo foreldrar Paul buðu okkur öllum í mat á pöbb í bæ rétt hjá sem heitir Weedon. Ábyggilega ööömurlegasti staður sem ég hef farið á, verra en Pizza Hut og þá er mikið sagt! Þjónustan var ömurlega léleg, ekkert til hjá þeim og það tók 2 tíma að bera fram forrétti (franskar, laukhringi og þannig drasl) og svo aðalréttina (pasta, samlokur og þannig) !
2 fokkings tíma! allt skítugt þarna líka, köngulóarvefir í loftinu, matarleifar á skræpótta teppinu og gamalt fólk að borða á næstu borðum. Ég pantaði mér kjúklingapasta í rjómasósu með salati og hvítlauksbrauði.. það sem ég fékk var : pasta með karríbragði (?!), 4 tæní tæní kjúklingabita, 2 sneiðar af þunnu hvítlauksbrauði, gamalt kál, eina sneið af gúrku og einn tómatbát ! Þið getið rétt ímyndað ykkur vonbrigðin.. enda mikil matmanneskja hér á ferð.
Eina sem var gott við þennan stað var að fá ískaldann bjór í hitanum :)
Eníveis, það er gott veður og um leið og símaviðtalið er búið ætla ég að skella mér út í rauða pilsinu mínu og gull sandölum!
Óver and át og knús á alla !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
jeij!! loksins!
já mar!! ;)
Það versta við þetta er náttúrulega gamla fólkið, hvað á það að þýða að geta ekki farið inn á veitingastað án þess að þurfa að horfa á gamalt fólk ;)
velkomin í bloggheim.
Takk sæta mín :D
Gamalt fólk stingur mig í augun hehehe
Gott hjá þér Siggi minn, ég hlakka til að lesa fréttir af þér og þínum.
Yours truly Lalli
Takk og sömuleiðis ;) *knús*
Velkomin í bloggheima mín kæra :)
Takk Magga mín :D
Velkomin! En hvernig væri nú að copy/paste inn á MySpace bloggið þitt, svo maður geti bara fylgst með þar...?
nei langar ekki að setja bloggið mitt inná myspace, vil ekki ókunnugt fólk að lesa það hehe ;)
Þá bara ferðu í My Preferred List og velur fólkið sem fær að lesa bloggið - very easy ;)
Bara setja í favorites ;)
Post a Comment