Thursday, 16 August 2007

I remember - I remember EVERYTHING

Já! Haldið þið að ég hafi ekki farið að sjá Bourne Ultimatum í gær og á sama tíma og hinn eini sanni Jason Bourne var í London að horfa á hana líka :D Oh ég er svo töff! Ég og hollívúdd stjörnurnar sko !

Nema við vorum bara ekki í sama bíói.. *hóst*

http://showbiz.sky.com/showbiz/article/0,,50001-1280099,00.html

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

THIS SUMMER JASON COMES HOME

Baaaaaaaara töff! úff, ógeðslega flott bardaga atriði og árekstrar og vesen! Vel leikstýrð þó ruglandi stundum því kameran var oft útum allt en twist í sögunni sem kom mér meira að segja á óvart - mæli með henni!! Sé sko ekki eftir að hafa farið á hana í bíó, fékk alveg gæsahúð og allt :D Betri en Die Hard, sorrí :P

Jíha!

Búin að komast að því hvert ég er að fara í ferðalag á föstudaginn eftir viku :D Aldrei heyrt um þennan stað áður en er búin að vera lesa mér til og skoða myndir og get ekki beðið eftir að fara þangað og fara í langa göngutúra og setjast við sjóinn :)

Staðurinn heitir Ilfracombe og er í Norður Devon í Suður Englandi (búin að rugla ykkur ? hehe)
Hérna er heimasíða (enn og aftur) fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða :)

http://www.ilfracombe-tourism.co.uk/

Held að sé ekkert planað nema að fara í göngutúra, skoða söfnin, borða og sóla sig ;) Við erum búin að redda pössun fyrir Yokopop og allt reddí :D Ætli við skjótumst ekki í Tesco samt til að kaupa svefnpoka, langar ekki að taka sængurnar með.. finnst allt verða svo skítugt og matt og vibbalegt :p hehe Þetta verður í fyrsta sinn sem Friðsæll fer í alvöru ferðalag, erum með fortjald til að setja við hliðar hurðina og erum með fína útilegu stóla :D

Hlakka til að fara í útilegu - ekki farið í þannig í nokkur ár! Mmmm picnic :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ef einhver er með sniðugar hugmyndir af mat til að taka með sér í ferðalagið (2 nætur - 1 kælibox) eitthvað gott sem tekur lítið pláss, má hinn sami endilega láta ljós sitt skína ;)

Ferðalangurinn has spoken..

2 comments:

Unknown said...

Hver í ..... er Friðsæll ??
Ég vona að þú átt ekki tjald sem heitir friðsæll.
kannski bíllinn ? hvort sem er ertu lúði, og ég
fílaða.

Guðný said...

Friðsæll er Camperinn ;)