Wednesday, 3 October 2007

Uppvask og þynnka...

Það er óhreint leirtau í vaskinum mínum síðan ég var 25 ára og ég er skömmustulega þunn eftir að hafa drukkið 3 hvítvínsglös í gær.. að vísu stór glös hehe
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Eldhúsið mitt og þrællinn minn hann Juan.

Sem betur fer á ég skilningsríkann og þolinmóðann kærasta, æh þessi elska. Hann hitti alveg í mark þetta árið með afmælisgjöfinni! Ég minnist ekki á gjöfina í fyrra ógrátandi þegar ég fékk Napoleon Dynamite dúkku sem talar þegar maður kreistir höndina á honum, reyndar fílaði ég bókina Inside Little Britain vel og las hana á nó tæm en svo toppaði allt að fá Tickle Me Elmo með.. Ekki kannski það sem maður vill frá nýja kærastanum sínum í 25 ára afmælisgjöf (eða bara yfir höfuð í gjöf)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En í ár var sagan öll önnur og gaf hann mér dýrindis kjól úr silki, leður belti við og gróft hálsmen :D Foreldrar hans gáfu mér pening (sem ég keypti mér æðislega skó fyrir) og systir hans gaf mér konfekt frá Thorntons mmmm :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Dagurinn fór meira og minna í að slappa bara af og labba útum allan bæinn og kíkja í hverja einustu búð sem við sáum hehe Ekki oft sem maður bregður útaf Primark vananum og fer í búð þar sem hlutirnir actually kosta pening hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Um kvöldið fórum við svo á kaffihús og fengum okkur einn drykk þar, svo fórum við út að borða á local ASK staðnum. Pantaði mér uppáhalds pastað mitt : Penne Peasana sem er marinated chicken, sautéed mushrooms, pesto and roasted pine nuts. Yndislegt alveg! Fékk mér að sjálfsögðu dýrindis hvítvín með.. svo annað glas af hvítvíni. Mátti eiginlega ekki við því samt :S

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hef ekki fundið SVONA mikið á mér í dágóðann tíma!

Hvítvínsglas númer eitt : Farið að tala um vinnur, hérna var ég aðallega að hlusta á Paul og svo fórum við að ræða um hvað okkur langar að gera og hvert við stefnum ( I know, deep!)
Hvítvínsglas númer tvö : Farið að svífa á mig allvel, smá doði í vörunum að koma fram og tala mikið með höndunum og finnst allt spennandi.
Hvítvínsglas númer þrjú : Kominn allgóður doði í varirnar, held áfram að borða þó ég sé löngu orðin södd og brosi rosalega mikið.

Heimleiðin : Flissa mikið og þarf að bretta sokkabuxurnar fyrir neðan magann því "ég get ekki andað" (er bara of södd)

Kem heim : Fór úr sokkabuxunum og hengdi fína nýja kjólinn minn upp og man voða lítið meir.

Er að sofna : Flissa uppúr þurru og 10sek seinna fer ég að hrjóta.

Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, er það ?

Ég er svo mikið
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket !

4 comments:

Anonymous said...

vildi alveg vera fluga á vegg þegar þú hefur fengið þér 3 hvítvínsglös hehehe...

kv.Lilja

Anonymous said...

þú ert algjörlega sami kandidat í alka og ég

Rebekka said...

Til hamingju aftur!

Anonymous said...

Biðst afsökunar á því hvað þetta kemur seint:

Til hamingju með afmælið á þriðjudaginn!

Merkilegt að lesa færsluna um þroskagönguna síðasta árið, þú ert yndisleg manneskja.