Wednesday 10 October 2007

Ég og Tom Cruise!

Nei ég er ekki búin að ganga í vísindakirkjuna, Sigga litla er bara orðinn mega barþjónn! Ég er alveg eins og Tom Cruise í Cocktail (fyrir utan að ég er ljóshærð og kona)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er amk farin að setja drykkina í rétt glös og veit hvernig sætt gin lítur út hehe Ég er orðin það góð að ég kann að gera Shandy (beisiklí bjór með límonaði) og Spritzer (hvítvín með sódavatni, já þetta þykir gamla fólkinu töff !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er farin að kokka helling í eldhúsinu líka sem er alger snilld! Uppgötvaði um daginn caramelised red onion chutney dót eitthvað, sjitturinn titturinn hvað þetta er gott! Geeeðveikt gott með kjöti, inní samlokur, með skinku.. you name it. Mæli með því að fólk prófi þetta dæmi, geri ekki annað en að prófa einhvern mat í vinnunni mmm Vorum einmitt með ráðstefnu í einum salnum í gær og þegar við vorum að ganga frá í eldhúsinu máttum við borða eins og við vildum og ég segi aldrei nei við mat eins og flestir vita hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ég í eldhúsinu, það er dálítið heitt þar.

Fékk mér alls konar osta, paté, hummus og þannig gotterí :) Sem minnir mig á að ég þarf að kaupa mér grænt pestó á eftir. Ég virðist vita mikið um mat þegar ég tala við stelpurnar í vinnunni, þeim finnst ótrúlega skrítið að ætla að setja hlaupsultu með paté! haha Þá fór mín þylja upp uppskriftir eins og heitann brauðrétt með aspas og skinku og tala um kryddsmjör og það er bara eins og ég sé hinn mesti sælkeri! Haha ég hef aldrei verið talin neitt sérstaklega flink í eldhúsinu en hérna í Englandi hljóma ég eins og Gordon Ramsey !

Það er búið að vera alveg snilld í vinnunni, reyndar um daginn var ég ekki orðin jafn sleip á barnum og núna og var þar ein og var gráti næst þegar fólk bað mig um drykki sem ég kunni ekki að gera buuuhuuu Svo varð alveg brjálað að gera og þá verður allt bara eitthvað verra.. oojjjj þoli ekki að kunna ekki hluti, svo þegar ég mætti í vinnuna daginn eftir þá bað ég um ítarlega kennslu því ég meika ekki svona dæmi. Ég fékk mína 2ja tíma kennslu og það var snilld, nú kann ég allt hehe Þvílíkur léttir hehe !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Í fyrradag fór ég svo með nokkrum úr vinnunni á pöbb og það var alveg æðislegt! Fórum á Mail Coach sem er hérna rétt hjá, fáum afslátt af öllu því við erum að vinna í leikhúsinu, já maður er orðin bara VIP hérna! Hvað ætli sé næst, afsláttur af strætókortum ? Aldrei að vita ! hehe En guð hvað ég hló mikið, gerðum óspart grín að því hvað ég elska doctors leikarann vegna þess að ég tala um hann svo mikið héldu þau öll að hann væri eitthvað celeb á Íslandi, en ég leiðrétti það og sagði að það vissi enginn hver hann væri og ég hélt að hópurinn yrði ekki eldri af hlátri haha Sjitt, hef sjaldan hlegið jafn mikið á ævi minni! Yndislegur hópur af fólki sem ég vinn með, alveg ótrúlega heppin!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Í dag á ég svo frídag og ætla að dekra við mig og kaupa mér eitthvað gott krem eða eitthvað í Boots (já ég er enn soldið cheap þó ég sé með vinnu hehe) Svo bíður mín þessi myndarlegi haugur af þvotti, Paul þorir ekki að setja neitt í vélina nema það sé flokkað og með teiknuðum leiðbeiningum haha Hann er svo hræddur um að skemma fötin hihi

Paul er búinn að vera rosa duglegur að breyta í íbúðinni þegar ég er ekki heima á kvöldin og það er svo kósí hérna núna! Verð að taka myndir við tækifæri og sýna, er alveg ótrúlega glöð með þetta allt saman :D


Jæja, ég ætla að fara niður í bæ og kaupa eitthvað sem gerir mig sæta og fína ;)

Sá þetta myndband um daginn og grenjaði úr hlátri!



Pís át!

1 comment:

Anonymous said...

Þú ert auðvitað MIKLU meira cool heldur en þessi pshyco Tom!