Sunday, 28 October 2007
Vó er komið svona langt síðan ?!
Ég get svo svarið það, tíminn líður alltof hratt þessa dagana! Ég er reyndar búin að gera fátt annað en að vinna og hanga á Mail Coach með annað hvort Rachelle og Laura eða bara allri vinnunni! Sjitt hvað þetta fólk djammar mikið - hvaða dag vikunnar sem er! - Enda fáum við afslátt af öllu því við vinnum í leikhúsinu ;)
Ég er enþá svaka hænuhaus, fattaði það þegar ég var á djamminu með þeim á föstudagskvöldið. Ég söng hástöfum Careless Whisper, dansaði frá mér allt vit, sýndi öllum tattooin mín (já öll), blaðraði ítölsku og kenndi þeim að skála á íslensku, náði að skera mig á puttanum einhvern veginn og fattaði ekki neitt fyrr en ég sá blóðið, fór á trúnó með yfirmanninum mínum og við vorum að dást að jökkum hvors annars... allt þetta eftir 3 fokkings bjóra!!
Guðný, taka sér tak! þetta er bara ekki eðlilegt haha En ég skemmti mér alltaf konunglega og finnst samstarfs fólk mitt alveg yndislegt! Ég að sjálfsögðu haga mér eins og íslendingum sæmir, eftir smá meiri æfingu verð ég farin að drekka alla undir borðið hérna eins og í denn. (Valla mannstu eftir 90s partíinu 02.02.2002 þar sem áfenga bollan var grá á litinn en var notuð í drykkjukeppni - sjæse, man þá tíð þegar það skipti engu hvað maður drakk svo lengi sem var áfengi í því! haha)
22. nóv er Rachelle vinkona að halda upp á afmælið sitt, er með svart/hvítt þema og við ætlum að gera okkur rosa flottar, fyrirmyndin er Audrey Hepburn ! Hlakka þvílíkt mikið til!
Rachelle var einmitt að lána mér Breakfast at Tiffanys sem ég hafði aldrei séð áður, en ég hafði lesið eftir höfundinn Truman Capote. Mikið ofboðslega er þetta yndisleg mynd! Úff komu alveg tár í endann og allt awwwww Pottþétt sunnudagsmynd með ís :)
Annars lítið annað að frétta, er ekki enn búin að plana ferð heim um jólin þar sem ég veit ekkert hvort ég fái frí, það eru allir að fara eitthvert yfir jólin og ef ég fer líka þá fer allt í fokk.. það er ekki til nægilega mikið starfsfólk til að covera allar vaktirnar EN ég ætla að ath málið á morgun og læt svo vita hvernig fer.
Ég sakna litlu Reykjavíkinnar minnar!
Ég var mikið að spá í að koma í janúar í staðinn eða eitthvað en mig langar í íslensk jól!!! Íslenskann mat og nammi, malt og appelsín... ohhh !
Mig langar svo að fara að skreyta fyrir jólin núna, ég er löngu farin að hlusta á jólamúsík og er alltaf að baka eitthvað, svo yndislegt að hafa svona baksturslykt og kertaljós á kvöldin - ótrúlega kósí! En það bólar ekkert á snjó hérna, bara rok og rigning! buuuhuuuu
Þessi er yfir hrærarinn minn...
Eníveis, ég er farin í bili - verum í bandi !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Gætir þú nokkuð lánað mér yfir-hræruna þína svona rétt yfir hátíðirnar.....svona frá 1-14.des...þá er Sveddi búin í prófunum.....væri svakalega mikil hjálp í því.
Gaman að lesa þig loksins skvís....búin að kaupa jólpakka handa þér,þú færð trylling íha....
careless whisper hahaha snillingur!
Hlakka mest til að sjá þig, hvort sem það verði um jólin eða eftir áramót!!! Það er bara vonandi að þú sért ekki að breitast í ofurvinkonu þína hana Britney Spears, miðað við djammhegðunina ;)
Love you´s!!!!!
Post a Comment