Á þessum tíma á morgun verð ég í Hnjúkaselinu í faðmi fjölskyldu og geri sterklega ráð fyrir kjúlla í matinn, það er jú specialtíið hennar mömmu hehe
Ég held ég sé ekki enn að ná því að ég sé að fara, þó er vegabréfið á vísum stað, búin að þrífa íbúðina hátt og lágt, kom fuglinum í pössun og mútaði nágrannanum með rauðvíni fyrir að líta eftir Yokopop, búin að kveðja alla í vinnunni og ísskápurinn nánast tómur hehe
Áðan tók ég jólatréið niður og setti það hjá ruslatunnunum, eymingjans tréið aleitt úti og starir inn í hlýjuna, á mig - í sófanum að skrifa þetta.
Það er merkilegt hvað maður getur tengst hálfdauðum hlutum. Ég fór næstum að gráta við það eitt að setja fallega jólatréið sem hefur ljómað í stofunni minni frá því 2 desember út fyrir dyrnar, ég ætlaði fyrst að setja það fram á gang því ég vildi ekki að því yrði kalt en ákvað að koma því út því nálarnar voru að detta af útum allt gólf. Eins og hálfdauðum trjátoppi sé ekki sama hvar hann er...
Smátt og smátt er ég að taka niður jólaskrautið en langar ekkert til þess, þegar maður tekur það niður er maður að viðurkenna að jólahátíðin er liðin og maður á að byrja uppá nýtt.
Það vill svo skemmtilega til að ég strengdi áramótaheit þetta árið, það er jú klassíkin vera góð manneskja og betri en í gær og passa að endurvinna og allt það. Svo ákvað ég líka að borða ekki unna kjötvöru (nema kannski þegar ég er á Íslandi, enda telst það ekki með.. það er allt svo gott og fullkomið þar hehe) og ég mun einungis elda ferskt grænmeti, ekkert meira frosið grænmeti rugl.
Vil líka benda á mikilvægi þess að kaupa Fair Trade vörur, ég veit ekki hversu mikið er selt af þeim á Íslandi. Þær gætu verið eilítið dýrari en sambærilegar vörur í sumum tilfellum en að kaupa þessar vörur tryggir að borgað sé rétt og sanngjarnt verð fyrir þær og einnig er reynt að tryggja að þeir sem vinna við gerð vörunnar starfi við betri kjör og betri laun en gengur og gerist.
Vörur með þessu merki eru Fair Trade vörur.
Yfirleitt eru þetta matvörur svo sem kakó, kaffi, bananar, te, sykur, krydd, hnetur, hrísgrjón og fleira. Endilega kynnið ykkur Fair Trade og hvernig þið getið hjálpað til við að sporna við barnaþrælkun og bág kjör vinnuafls.
http://www.fairtrade.org.uk/
Búum til betri heim.. sameinumst hjálpum þeim...
Óver and át.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gleðilegt ár! Ég vonast til að sjá þig eða heyra í þér á meðan þú ert á klakanum en geri mér alveg grein fyrir að það er líklega brjálað að gera. Ef þú hefur tíma þá er ég í símaskránni.
Post a Comment