Thursday, 20 September 2007

Frrrrrídagur :)

Ég á frí í dag og það eina sem mig langar að gera er að skreppa niður í vinnu, sitja á kaffihúsinu og blogga. Svo leit ég út um gluggann og uppgötvaði að það er komið haust, ég er með túrverki og hvaða heilbrigða manneskja fer í vinnuna á frídegi. Svo ullarsokkar, æðislega hot pink flísteppið og óhreinn þvottur höfðu vinninginn í dag.

Aaaaaahhhhh *afslöppun*
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

OMG verð að segja ykkur, sæti doctorinn kom á kaffihúsið í gær! *dreym* Mér fannst hann ekkert sætur fyrst en þegar maður er búin að sjá hann nokkrum sinnum þá fer maður að hugsa "ekki svo slæmur reyndar".

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, bissí bissí kaffihúsið.. allir að panta latte og cappucino svo ég er bara í því að græja kaffi handa liðinu. Kemur ekki Ben (já hann er kominn með nafn núna, fyrir mér er hann samt alltaf Dr. Greg Robinson úr doctors hehe) með 2 öðrum meðleikurum og ætlar að panta sér mat.. Vill svo skemmtilega til að Rachel (samstarfsmaður minn) stendur beint fyrir framan þau og ég beint fyrir aftan stóra súlu svo ég sést varla.. nema ég sé þau alveg og það er spegill fyrir aftan barinn svo þau sáu mig ábyggilega mjög vel *hallærislegt* En ég slapp þó við að afgreiða hann Ben minn því ég er viss um að ég hefði klúðrað öllu og hellt sjóðandi latte yfir hann og þá er ég búin að skemma meira en bara möguleikann með honum, heldur líka heilt leikrit sem á að frumsýna annað kvöld.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég sá samt að hann sá mig þessi elska.. hallærislegast var að ég var með spöng í hárinu OG tagl og í Peter Pan bol :S Já ég lít út fyrir að vera svona 14 ára í vinnunni og það er ekki alveg nógu töff þegar maður er að afgreiða fallega og fræga fólkið.
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég gæti líka spilað mig sem 3ja barna móður sem vinnur þarna í hlutastarfi og bíður eftir að vera uppgötvuð.. nema helv Peter Pan bolurinn skemmir það dálítið mikið.. og spöngin... og kannski líka taglið.

Glatað að þurfa að vera með hárið allt aftur þegar ég er einmitt farin að fíla að hafa það slegið. Bömmer. Ömurlegt þegar maður er ekki að fíla sig í vinnunni.. bara hallærislegt því það skín alltaf í gegn :S

Nú er ég búin að klippa á mig toppinn svo ég þarf ekki að vera með spöng og get verið með töff hár aftur hehe :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ég með fína nýja hárið..

Komið að 10 ára reunion í Seljaskóla, það verður haldið 10.nóv (sem er einmitt afmælisdagurinn hans Paul) Ég kemst ekki þrátt fyrir miklar pælingar Völlu um ódýrt flug og gistingu hjá henni hehe ;) Takk samt *knús* Í staðinn verður hún á svæðinu og ef einhver spyr um mig (sem er frekar ólíklegt) þá segir hún að ég sé leikkona í Englandi (þarf enginn að vita að ég vinni á kaffihúsinu og bý í krummaskuðinu Northampton hehe) Líf mitt er auðvitað bara glamúr sko!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(Við Valla hefðum verið svona ef ég hefði komist)

Er það ekki málið á svona reunion dóti ? Eru ekki allir svona lúmskt að bera sig saman við aðra og svo mæta ekki þeir sem eru enn bitrir eða eru orðnir öryrkjar á bótum því þá eru þeir eitthvað minni máttar. Nei ég veit það ekki... fyrir mig er þetta spes upplifun eftir svo margra ára einelti að þá einhvern veginn er skrítið að sjá fólk aftur sem hefur kostað mann mörg ár hjá sálfræðingi og þetta fólk veit ekki einu sinni af því að það lagði mann í einelti. SPES!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ken Dodd varð ábyggilega fyrir minna einelti en ég.

Já það eru alltaf pælingar sem poppa upp í kollinn á manni þegar kemur að reunioni. Hvað maður hefði getað gert á þessum 10 árum, hvernig maður á að vera og hversu mikinn þroska maður eigi að hafa. Er normið að vera komin með börn og einbýlishús.. er meira kannski spáð í menntun.. það er víst í tísku að mennta sig.. allir að mennta sig og fara aftur og aftur í skóla.. alls konar skóla og alls konar gráður.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Mest af öllu skiptir máli að maður sé sátt/ur við sitt. Maður getur alltaf hugsað ef, en svo verður maður að muna að það er ekki alltaf það sama sem gerir alla hamingjusama. Sem betur fer er þetta allt saman einstaklingsbundið :) Ég væri alveg til í að fara á þetta reunion bara til að hitta margann góðann kunningjann sem ég hef ekki séð í mörg ár.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Smá væmis innskot

Svo hugsa ég um mínar ljúfsáru minningar um Seljaskóla og finnst mér allt vera í móðu. Ég á góða vini að í dag og er svo þakklát fyrir það. *KNÚS* á ykkur öll!!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er Dýri !

You Are Animal

A complete lunatic, you're operating on 100% animal instincts.
You thrive on uncontrolled energy, and you're downright scary.
But you sure can beat a good drum.
"Kill! Kill!"

Tuesday, 18 September 2007

Verrí Ímportant Pörsön

Vá búin að vera rosa bissí, nýtt starf.. nýir vinir.. frægir vinir *blikkblikk*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er byrjuð í þjálfun í kaffihúsinu Royal&Derngate sem er bara alger snilld því allir leikarar og svona koma þangað til að borða og spjalla :D Hef ekki enn séð æðislega doctors lækninn minn enda verð ég alltaf svo hrikalega starstruck að það þarf bara að tala um fólk og þá roðna ég niður í tær.. sem er frekar óvanalegt því ég er ekkert sérstaklega feimin manneskja :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Ég er augljóslega alltaf svona...

ómægod samt hvað þetta er gaman! Mér er skítsama hvað ég geri innan leikhússins því ég hef bara rosa gaman að þessu öllu, allir alveg æði þarna og ein stelpa sem heitir Laura er alger snilld ! Hún er einmitt líka áhugamanneskja um leiklist og ætlar að benda mér á nokkrar góðar amatör grúppur :) Ég er einmitt sjálf búin að vera að reyna að finna grúppur til að komast í en annað hvort ekki fundið neitt sem mér líkar eða þær sem mér líkar svara ekki símanum né ímeilum :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars er bara snilld að vinna þarna í kaffihúsinu, það er búið að kynna mig fyrir svooooo mörgu fólki að ég er alveg að drukkna! Verð búin að læra inná hver er hvað eftir nokkra mánuði hehe Ég var að afgreiða einhvern gaur í gær og Laura sagði mér að hann hafði verið í einhverri frægri sápuóperu hérna í UK :p Ég auðvitað veit ekki neitt því ég þekki bara Eastenders hehe Það er svona að vera útlendingur, maður hittir frægt fólk án þess einu sinni að vita það!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er svo að fara á Time of my life á þriðjudaginn næsta og býð Paul með mér, frítt fyrir okkur bæði plús drykkir :) Eftir sýninguna er svo VIP partí með leikurunum og staffi og verður sett upp hlaðborð og fínerí *glamúrglamúr* Ég er búin að ákveða hverju ég ætla að vera í og allt hehe :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars var ég bara að vinna alla helgina, tók tvöfaldar vaktir báða dagana svo það er búið að vera mikið að gera. Svo fór mamma Paul til Kína á sunnudaginn svo á laugardagskvöldinu fórum við í heimsókn til að kveðja hana. Sunnudagskvöldið var ég alveg búin á því svo það var bara bíó kvöld, ullarsokkar - popp - Hitchcock, gerist ekki betra :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Myndin sem við horfðum á :)

Í gær var ég svo í þjálfun á kaffihúsinu frá 9:30 til 15:00, fór svo í ræktina í klukkutíma, skrapp í ljós og svo starfsmannafund frá 18:30 til 21:00 og svo fer ég að vinna í kvöld :) víííí hehe

Í morgun fékk ég svo pakka frá settinu! Sendu mér æðislega flott flísteppi fyrir veturinn, eitt skærbleikt handa mér og lime grænt handa Paul :D Ótrúlega flott!! Takk fyrir kortið líka - alveg æðislegt haha :D

Jæja píbol, er að spá í að skella mér í ræktina og svona :D Verum í bandi!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Friday, 14 September 2007

Ég og fræga fólkið (nánar tiltekið Ross Noble)

Fyrsta vaktin var í gærkvöldi og gekk alveg ótrúlega vel! Ég var auðvitað rosa töff í mínum 101 Dalmatians bol vúúú!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég fékk að vera dyravörður við dyr D og ath miða og vísa fólki inn. Það var hellingur af gömlu fólki að fara á sýningu í hinum salnum, eitthvað gamlamannaleikrit þar og kom hellingur til mín og æi það er alltaf svo erfitt að vísa gömlu fólki annað því maður er aldrei viss hvort þau geti labbað svona langt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En við Ross Noble áttum alveg móment sko. Áður en sýningin byrjaði og sándtékkið var í gangi þá þurfti ég að ath hurðarnar hjá mér, kíkja inn í salinn og ath stöðuna bara og svona.. Ross var uppi á sviði og maður reynir að halda kúlinu þegar maður sér frægt fólk (eins og ég gerði þegar ég hitti Doctors leikarann *swoon*)

http://www.bbc.co.uk/drama/doctors/past_characters/greg_robinson_person_page.shtml

Svo fór konan sem var með mér eitthvað að spá í einhverjar tröppur þarna og hvort ættu ekki að vera rampur í staðinn... og fór að stappa fætinum eitthvað og ég svona sparkaði pent í til að sýnast vita hvað ég væri að gera og spá geðveikt mikið. Í því kvikna ljósin í salnum og mér er litið á sviðið og Ross er að vesenast eitthvað.. Ég fékk smá andarteppu en ekkert svaka, enda er maðurinn ekkert fallegur bara fyndinn. Og við áttum móment.. hann bara veit það ekki því hann sá mig ekki. Ég er ýkt svekkt, ég fór úr því að sparka í einhverja tröppu í mitt besta pós á núlleinni en nothing.. nada...
Æi hann er hvort eð er ekki sætur eins og ég segi svo mér er alveg sama - hann er bara frægur ! hehe
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sá Doctor gaurinn aftur um daginn þegar ég labbaði frá Morrissons, var að kaupa banana, pizzu og tómatsósu (ýkt halló) Hann var úti að reykja og sat á tröppunum fyrir utan leikhúsið og sá mig.. sem hefði verið töff NEMA fyrir ömurlega innkaupspokann minn sem var gagnsær og svo hafði ég sofnað kvöldið áður með blautt hár og hafði ekki fyrir því að greiða mér áður en ég fór út eða neitt :S

Hárið á mér var ekkert ósvipað þessu ferlíki :
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég er samt að spá í að fara á leikritið sem hann er í sem byrjar 21 sept og heitir Time of my life, gefa honum almennilegt tækifæri til að sjá wonderful MOI! Annars langar mig líka alveg að sjá leikritið, hljómar vel lýsingin á því.

"The wine is good, the presents are dubious, the waiters are eccentric and the company….well, the company leaves a lot to be desired. After all, just because you love your family, it doesn’t mean you have to like them all.

Alan Ayckbourn’s hilarious take on the pleasures and pains of family life ingeniously explores the past, present and future of the Stratton family as they come together to celebrate another milestone. Artistic Director Laurie Sansom spent four years working with the UK’s most popular playwright Alan Ayckbourn, and now directs one of the writer’s own favourite plays."

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ótrúlega skrítið að vera að fara að vinna á morgun og sunnudaginn hihi Mér finnst þetta alveg svakalega gaman og brosti mínu breiðasta (fólk hefur ábyggilega haldið að ég væri þroskaheft) Mér finnst bara svo gaman að fólk er að koma og fara á flottar sýningar og skemmta sér og allir bara í hinum besta fíling :)

Ég fæ kitl í magann bara við það að standa inní leikhúsi hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Thursday, 13 September 2007

ómægad!

Jæja þá er settið búið að vera í heimsókn hjá mér. Þau voru hérna frá 6sept til 11sept (já þau þorðu að fljúga á næníleven!)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Maður fær auðvitað aldrei að gleyma 9/11.

Mikið rosalega var gott að fá þau til mín, ógeðslega erfitt að kveðja þau svo eftir. Á meðan þau voru hér fórum við til Birmingham í verslunarferð, kíktum á flugsýningu í Duxford, náðum einhvern veginn að eyða heilum degi í búðunum í Northampton (ótrúlegt) og kíktum í leikhúsið sem ég vinn í og borðuðum góðann mat og uppgötvuðum ítalskann bjór sem er bara snilld :)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Ég er enn alveg eftir mig hérna. Kaffikannan hennar mömmu stendur tóm á borðinu og á ekkert eftir að vera notuð þar til næst. Íbúðin er tómleg og í gær fór ég í búðir og var næstum farin að grenja tvisvar því allt minnti mig á þau. Kræst, er með kökkinn í hálsinum as ví spík.
Það er vont að fara frá fólki þegar maður er í heimsókn en það er svona 100 sinnum verra þegar fólk fer frá manni. Verður allt svo tómlegt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Úff allt í mínus bara.

Svo er ég að byrja í vinnunni í kvöld og er að kafna úr stressi.. er að reyna að slaka vel á og gera allt tímanlega. Ég á að byrja að vinna eftir 4 tíma og vinnufötin eru öll tilbúin og allt sem ég þarf að hafa með mér, þarf bara að skella mér í sturtu og gera mig sæta. Ætlaði að púla aðeins í ræktinni en er skíthrædd um að koma mér í tímaþröng... svona er maður ekki í lagi.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Fyrir utan að þetta er ekki nema kannski 4 tíma vakt og svo á ég frí á morgun og vinn svo alla helgina. Eitthvað krakkadót sem heitir Tweenies sem er um helgina... ekki spyrja mig hvað þetta er, hef bara séð myndir hehe Held þetta sé svipað og Teletubbies svo ég þarf á allri þolinmæði og styrk á að halda því þarna verður allt morandi í börnum hehe

Mynd af Tweenies:
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég skil ekki hvað er með mig og börn.. ég kann bara akkúrat ekkert á þau. Hvert sinn sem systir Paul afhendir mér Leia (dóttur sína) þá held ég á henni í svona korter og svo þykist ég hafa heyrt hana segja eitthvað og segi svo upphátt : ha? hvað var það ? viltu fara aftur til mömmu ? jáaaa ok!

Held ég sé haldin barnafælu.. mér finnst allt í lagi þegar þau eru orðin svona 6 ára og eru komin á "afhverju-aldurinn" og þau geta greitt á manni hárið og eitthvað.. svo þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Maður getur farið með þeim í sund og þau leika sér bara í rennibrautinni á meðan maður horfir á og sólar sig.

Kids... pís of keik bara ?

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, vildi bara láta vita að ég er á lífi og allt OK. Læt ykkur svo vita hvernig gekk fyrsta vinnudaginn!

Bloggumst leiter !

Wednesday, 5 September 2007

Arrested Development

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Bara snilld

Enskir stafir aaagggghhh

*FRAMKVAEMDIR I GANGI - AAETLUD LOK 6. SEPT* (hledslutaekid fyrir lappann minn fyrirfor ser, fae nytt a morgun, thar til tha er bloggid bara med ensku stofum svo thetta litur ut eins og massivt langt sms :p)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars atti eg alveg fina helgi, ekki buin ad vera mikid a msn undanfarid (hence lappaleysi) svo nu skal eg fraeda ykkur laerisveina mina um hvad hefur verid ad gerast hja wonderful moi ;)

A laugardaginn helt Paul Gardner upp a afmaelid sitt og forum vid ut ad borda med honum og kaerustunni hans Chris a einhvern indverskann veitingastad i Rugby. Sem betur fer var uppahalds stadurinn hans fullur enda er svoooo litid plass i honum ad eg fae innilokunarkennd bara vid ad vera fyrir utan stadinn.
Inni theim veitingastad eru mest basar til ad sitja i og their eru svo litlir ad madur rett naer ad smeygja ser inn i basinn og situr med bordid i rifbeinunum og olnbogana i adalrettinum. Ekki toff.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Svo vid forum annad, veitingastad sem er nybuid ad opna og rosa flott tharna inni ! Eg var bara hissa, og rymid... madur gat farid a klosettid tho ad vaeri 2 thjonar uta golfi.. spa i vidattubrjalaedi. Thad er ekkert verra en ad vera i spreng, sitja innar i bas og um leid og madur slidar ser ur basnum er eins og madur se a adrein a M40... drifa sig nuna nuna nuna !!! Hreyfa sig hratt og hnitmidad.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eg akvad ad vera rosa hugrokk og profa eitthvad nytt, enda a temporary style indian stad.. fekk mer stir fry lamb tikka minnir mig, eitthvad rosa fint og flott. Uff aaaadeins of spicy ! Yfirleitt hondla eg inderskann vel en jiminn.. thurfti ad fa mer eitthvad milt eftir hvern einasta bita (klaradai salatid a no time) hrisgrjonin voru fljott ordin blondud hinu svo ALLT sem var a diskinum minum var ordid sterkt :S Eg fekk samt ad stela gurkubita fra Paul og eg er viss um ad thad hafi bjargad lifi minu.. eg var farin ad svitna all verulega og var su eina vid bordid sem fannst hun vera i 40stiga hita a solarstrond. Muna, Tikka er ekki sama og Tikka Masala !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftir thad kiktum vid svo a tipiskann breskann pobb ( en ekki hvad) og fengum okkur drykk adur en vid forum svo heim til Paul Gardner og thar tok hann upp pakka :) Hann fekk ny rumfot fra okkur thvi Yokopop skildi eftir gladning handa honum thegar hun var i possun *host* og dvd The Birds - Hitchcock mynd :) Hann virtist mjog anaegdur amk hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(eg skammast min ad segja ad eg er ekki buin ad sja The Birds sjalf en stefni a ad baeta ur thvi :))

Annars er thetta bara buin ad vera rolegheita helgi, spenningur i minni thvi ad seinasta manudag og i gaer var eg i training i leikhusinu og hefur gengid alveg rosalega vel! Kevin sem ser um veitingastadinn/kaffihusid tharna baud mer fulla vinnu hja ser!!!! Eg audvitad thadi bodid og fljotlega mun eg vera thjalfud upp :D
Hann er sjalfur laerdur kokkur og vantar manneskju sem vill laera og er med goda framkomu og auga fyrir details og af ollum i hopnum valdi hann mig! Eg skalf svo mikid thegar hann var ad tala vid mig thvi eg var svoo anaegd og hissa og glod og bara allar bestu tilfinningar i heimi i einu hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eg byrja annars ad vinna 13 sept og get ekki bedid :D Thad er svo mikid af flottum syningum ad koma ad eg a fullt i fangi med ad spa i hvad mig langar ad sja og svona haha BTW HENRY! SOPHIE ELLIS BEXTOR SPILAR I LEIKHUSINU 8 OKT!! Langar ekkert sma mikid ad sja hana!
Hun spiladi vist tharna i fyrra og helt sko alvoru tonleika, hun var vist svo havaer ad hennar eigin fjolskylda labbadi ut eftir halft show til ad missa ekki heyrn haha!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Oh thad er so heilmikid ad gerast, meira ad segja Latibaer er ad koma til okkar i oktober hehe :) SPES!

Otrulegt hvad er margt aedislegt ad gerast a sama tima! Eg ad fa hlutastarf, bodin full vinna og mamma og pabbi ad koma i heimsokn og svo mun eg syna theim leikhusid a laugardaginn!! JI hvad thetta er yndislegt, KARMA gott folk! Ja stundum borgar sig ad brosa framan i gamla folkid sem pirrar mann !

Eniveis, eg kved med eg med ljufum tonum fra Indlandi:



Thetta er natturulega ekkert nema pjura snilld!