Wednesday 22 August 2007

The Bridge

Ég horfði á heimildarmynd í gærkvöldi sem heitir The Bridge. Myndin fjallar um fólk og aðstandendur þeirra sem hafa íhugað eða framið sjálfsvíg á Golden Gate brúnni í San Fransisco.

Árið 2004 mynduðu leikstjórinn og hans menn Golden Gate brúna á hverjum degi á meðan dagsljós var og náðu á mynd flestum af þeim 24 sjálfsvígum sem framin voru það árið.

The Bridge movie trailer


Eftir myndina grét ég ábyggilega í klukkutíma. Ég sá svo mikið af sjálfri mér í þessu fólki sem talað var um og það var eins og ég gat skilið þetta betur en nokkur annar.

Þetta er mjög falleg en mjög sorgleg mynd. Ef hún vekur fólk ekki til umhugsunar þá veit ég ekki hvað. Við getum öll verið manneskjan sem gengur framhjá eins og ekkert sé. Við getum líka valið að vera manneskjan sem stoppar og spyr, "er allt í lagi ?".

Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll eins, óháð þjóðerni - litarhátt - fjölskyldusögu og trú. Við viljum öll það sama, að elska og vera elskuð.

http://www.thebridge-themovie.com/new/index.html

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

5 comments:

Rebekka said...

úffff já þessi mynd er í bíó hér líka... Það er víst alltaf fullt á hana.

Guðný said...

Ég horfði á hana á netinu, hefði ekki meikað hana í bíó - hún er rosaleg.

Anonymous said...

Ég held að ég gæti ekki horft á þessa...

Guðný said...

nei hún er mjög erfið :S

Anonymous said...

ég á nó með sjálfann mig til að vera ekki að taka inn á mig vandamál annara líka .