Tuesday, 21 August 2007

Ekki svo Friðsæll

*grenj*

Helgin var svo bara ekkert full af loftbelgjum og skemmtilegheitum! ALLA helgina var rigning. Rigning - Rok - Rigning - Rok ! Svo engir loftbelgir flugu og eina sem ég sá voru 2 skjúkraþyrlur ! SVEKKELSI !!

Oj regn.. pirr.. regn..rok... gubbulegt veður bara.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við vorum inni eiginlega alla helgina. Borða, horfa á tv, baka, kúra og sofa. Hehe svakalegt útivistar fólk við! Annars var Paul eitthvað lasinn og ég eitthvað gubbuleg svo þetta var kannski bara fínt því við erum að fara í ferðalag næstu helgi og viljum vera frísk fyrir það.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(Augljóslega er þetta mynd af mér að kúra á sófanum og horfa á tv á sunnudegi)

Já erum að fara í ferðalag.. eða erum við ?

Í gær fórum við í Tesco að kaupa svefnpoka og mat. Nema, á leiðinni til baka fer Friðsæll að hökta. Svo við keyrum inn á bensín stöð til að setja á hann bensín en allt kemur fyrir ekki og svo allt í einu startar bíllin ekki!
Þá þurftum við að hringja í RAC til að fá viðgerðarmann til að kíkja á bílinn og máttum bíða í rétt rúmann klukkutíma eftir því, í bíl.. í kulda og roki.. en áttum amk mat hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við biðum og biðum og loksins kom viðgerðar maðurinn og í dágóða stund var hann að fikta í vélinni og reyndi Paul nokkrum sinnum að starta bílnum og var næstum komið þegar allt fór í mínus aftur. Þá komst gaurinn að því að það væri vatn í eldsneytistankinum og það þurfti að tæma hann og setja nýtt bensín í en það dugði ekki til.. Eftir rúma 2ja tíma pælingar og pot þá var ákveðið að fara með Friðsæl á verkstæði :S Þá var klukkan orðin hálf sjö og við þreytt og ég búin að sitja inni í roki og ógeði LENGI! *vorkenna mér* hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En við fórum í dag á verkstæðið og vonandi geta þeir gert við bílinn áður en við förum til Ilfracombe á laugardaginn :P Oh ég var svo ekki í stuði fyrir þetta vesen.

Stundum vildi ég óska að Paul ætti bíl sem væri ekki með gati í gólfinu við farþegasætið, hefðum almennileg aftursæti sem væri actually föst við gólfið, vildi að væri miðstöð í bílnum og útvarp.. væri líka afskaplega þakklát fyrir almennilegt bílbelti og ef rúðan mín megin myndi skrúfast niður og upp auðveldlega en ekki með átökum og svaka ískri vegna þess að pínulítið glerbrot sker alltaf í rúðuna hver sinn sem ég skrúfa niður og upp.. og það er ekki hægt að taka glerbrotið nema taka hurðina í sundur og við erum búin að gera það einu sinni áður.. never again.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég vildi óska að Friðsæll væri betur einangraður svo að mér væri ekki svona kallt í honum, sérstaklega á veturna.. maður þarf að vera í 5 jökkum og passa vel á sér tærnar (annars detta þær af) Á veturna kveikjum við á gashellunum afturí en það kostar líka að það safnast mikill raki að innan og á 30sek fresti erum við að renna yfir rúðurnar með tuskum..

Æ já... ég vildi óska, ég vildi óska.

Svo er það nákvæmlega allt þetta sem fer í taugarnar á mér sem gerir allt svo yndislegt og eftirminnilegt...

Njótið lífins

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

2 comments:

Anonymous said...

Gat það verið að tjellíngin næði sér í mann með miðstöðvarlausan skrjóð?
Hvað er þetta meððig! :P

Love, Valla

Guðný said...

hahahaha! Enginn Mr.Lexus hér á bæ!! ;)