Wednesday, 5 September 2007

Arrested Development

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Bara snilld

Enskir stafir aaagggghhh

*FRAMKVAEMDIR I GANGI - AAETLUD LOK 6. SEPT* (hledslutaekid fyrir lappann minn fyrirfor ser, fae nytt a morgun, thar til tha er bloggid bara med ensku stofum svo thetta litur ut eins og massivt langt sms :p)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars atti eg alveg fina helgi, ekki buin ad vera mikid a msn undanfarid (hence lappaleysi) svo nu skal eg fraeda ykkur laerisveina mina um hvad hefur verid ad gerast hja wonderful moi ;)

A laugardaginn helt Paul Gardner upp a afmaelid sitt og forum vid ut ad borda med honum og kaerustunni hans Chris a einhvern indverskann veitingastad i Rugby. Sem betur fer var uppahalds stadurinn hans fullur enda er svoooo litid plass i honum ad eg fae innilokunarkennd bara vid ad vera fyrir utan stadinn.
Inni theim veitingastad eru mest basar til ad sitja i og their eru svo litlir ad madur rett naer ad smeygja ser inn i basinn og situr med bordid i rifbeinunum og olnbogana i adalrettinum. Ekki toff.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Svo vid forum annad, veitingastad sem er nybuid ad opna og rosa flott tharna inni ! Eg var bara hissa, og rymid... madur gat farid a klosettid tho ad vaeri 2 thjonar uta golfi.. spa i vidattubrjalaedi. Thad er ekkert verra en ad vera i spreng, sitja innar i bas og um leid og madur slidar ser ur basnum er eins og madur se a adrein a M40... drifa sig nuna nuna nuna !!! Hreyfa sig hratt og hnitmidad.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eg akvad ad vera rosa hugrokk og profa eitthvad nytt, enda a temporary style indian stad.. fekk mer stir fry lamb tikka minnir mig, eitthvad rosa fint og flott. Uff aaaadeins of spicy ! Yfirleitt hondla eg inderskann vel en jiminn.. thurfti ad fa mer eitthvad milt eftir hvern einasta bita (klaradai salatid a no time) hrisgrjonin voru fljott ordin blondud hinu svo ALLT sem var a diskinum minum var ordid sterkt :S Eg fekk samt ad stela gurkubita fra Paul og eg er viss um ad thad hafi bjargad lifi minu.. eg var farin ad svitna all verulega og var su eina vid bordid sem fannst hun vera i 40stiga hita a solarstrond. Muna, Tikka er ekki sama og Tikka Masala !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftir thad kiktum vid svo a tipiskann breskann pobb ( en ekki hvad) og fengum okkur drykk adur en vid forum svo heim til Paul Gardner og thar tok hann upp pakka :) Hann fekk ny rumfot fra okkur thvi Yokopop skildi eftir gladning handa honum thegar hun var i possun *host* og dvd The Birds - Hitchcock mynd :) Hann virtist mjog anaegdur amk hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(eg skammast min ad segja ad eg er ekki buin ad sja The Birds sjalf en stefni a ad baeta ur thvi :))

Annars er thetta bara buin ad vera rolegheita helgi, spenningur i minni thvi ad seinasta manudag og i gaer var eg i training i leikhusinu og hefur gengid alveg rosalega vel! Kevin sem ser um veitingastadinn/kaffihusid tharna baud mer fulla vinnu hja ser!!!! Eg audvitad thadi bodid og fljotlega mun eg vera thjalfud upp :D
Hann er sjalfur laerdur kokkur og vantar manneskju sem vill laera og er med goda framkomu og auga fyrir details og af ollum i hopnum valdi hann mig! Eg skalf svo mikid thegar hann var ad tala vid mig thvi eg var svoo anaegd og hissa og glod og bara allar bestu tilfinningar i heimi i einu hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eg byrja annars ad vinna 13 sept og get ekki bedid :D Thad er svo mikid af flottum syningum ad koma ad eg a fullt i fangi med ad spa i hvad mig langar ad sja og svona haha BTW HENRY! SOPHIE ELLIS BEXTOR SPILAR I LEIKHUSINU 8 OKT!! Langar ekkert sma mikid ad sja hana!
Hun spiladi vist tharna i fyrra og helt sko alvoru tonleika, hun var vist svo havaer ad hennar eigin fjolskylda labbadi ut eftir halft show til ad missa ekki heyrn haha!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Oh thad er so heilmikid ad gerast, meira ad segja Latibaer er ad koma til okkar i oktober hehe :) SPES!

Otrulegt hvad er margt aedislegt ad gerast a sama tima! Eg ad fa hlutastarf, bodin full vinna og mamma og pabbi ad koma i heimsokn og svo mun eg syna theim leikhusid a laugardaginn!! JI hvad thetta er yndislegt, KARMA gott folk! Ja stundum borgar sig ad brosa framan i gamla folkid sem pirrar mann !

Eniveis, eg kved med eg med ljufum tonum fra Indlandi:



Thetta er natturulega ekkert nema pjura snilld!

Friday, 31 August 2007

Vandræðalegur nágranni

Ég get ekki orða bundist lengur yfir nágranna mínum, number 8 (íbúi íbúðar númer 8).

Fyrst skal ég kynna ykkur fyrir honum, ég veit að vísu ekki hvað hann heitir en... Númer 8 er svertingi, ca 160cm á hæð og svaka töffari. Um jólin skildi hann við seinustu kærustuna, er svona helgarpabbi eftir hentisemi og ágætlega myndarlegur. Oft á tíðum sér maður glæsimeyjar stíga úr dyrunum hjá honum á sunnudagsmorgnum, flissandi í pínupilsum og glans toppum.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hann á hip hop vini sem keyra um á flottum bílum með risastórum felgum sem skína svo mikið að maður fær illt í augun ef maður horfir á þær. Hann og vinir hans hlusta líka á hip hop tónlist sem ómar um hverfið hvert sinn sem þeir koma og fara.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Hann er ágætis nágranni þetta litla grey.

Húsið sem við Paul búum í liggur eiginlega í J svo innan joðsins sjáum við íbúð 8 tildæmis, allir stofu gluggarnir okkar snúa að sameign í garði svo við komumst ekki hjá því að sjá inn um nokkra glugga.

Þó er gluggi sem við vildum helst ekki sjá inn í sem tilheyrir númer 8.

BAÐHERBERGIS GLUGGINN.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Reyndar er reynt að sjá fyrir því að enginn sjá neitt ósiðsamlegt í íbúð hins nágrannans með því að gera glerið í glugganum á klósettinu hans hrufótt. Þegar sólin skín, hins vegar, og vinur okkar á númer 8 fer á klósettið beint undir glugganum þá sér maður bara nokkuð vel þangað inn.

Nýlega, og nú er mamma hljóðrænt vitni að þessu, þá einmitt (í annað skiptið) var hann að kúka á klósettinu og stendur upp með buxurnar á hælunum og skeinir sér.... OG SKOÐAR HELV PAPPÍRINN!!! Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar.. og þá er ég ekki að meina kíkja hvort þurfið að skeina meir heldur viiiiirkilega SKOÐA pappírinn !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hafði verið að tala í símann við hana mömmu og í sakleysi mínu leit út um stofugluggann minn og byrja ég að hlæja og benda eins og vitleysingur (svo Paul fái alveg örugglega líka að sjá dýrðina), mamma skilur ekkert hvað ég er að hlæja að og ég æli út úr mér að nágranninn sé á klósettinu að skeina sér! Mamma alveg ojjjj ertu að horfa inn til hans ? NEI mamma hann er virkilega út í glugga og sólin skín á hann!!

Án gríns, þetta er kannski fyndið þegar þetta gerist en ég er farin að hallast að því að ég þurfi áfallahjálp, svo er alltaf jafn pínlegt að mæta honum úti.. hann labbar svona eins og hann sé haltur (já hann er það kúl) og maður þarf alveg að hafa sig alla við að horfa í augun á honum :S Hann heldur ábyggilega að ég eigi erfitt með mig því annað hvort hann sé svona flottur EÐA hann gæti haldið að ég sé rasisti haha

Gæti haldið að ég sé Redneck
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þetta er hvimleiður vandi, svo getur maður eiginlega ekki sagt neitt því maður vill ekki hljóma eins og einhver perri sem horfir á nágranna sinn kúka - enda er það ógeð.

Já, ég hlakka til að byrja að vinna svo ég geti dreift huganum og hætt að hugsa um klósettpappírs pælingar nágrannans.

Sú staðreynd ein að ég hafi eytt heilu bloggi í klósetthefðir nágrannans gefur til kynna að ég gangi ekki heil til skógar.

Guð veri með ykkur.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

OMG!!!

ÉG FÉKK VINNUNA PÍBOL!!!

BYRJA Í TRAINING Á MÁNUDAGINN OG ÞRIÐJUDAGINN !!

XD

er í skýjunum yfir þessu!!!

Thursday, 30 August 2007

Biðin

Eins og flestir vita þá fór ég í atvinnuviðtal hjá Royal & Derngate leikhúsinu í Northampton í gær. Held ég hafi sjaldan verið jafn stressuð fyrir eitt viðtal, var samt svo æst því mér finnst þetta svo spennandi hehe

Ég kom þangað inn og 3 konur tóku á móti mér og spjölluðu aðeins við mig þar til mér var boðið að bíða, ég gerði ekki annað en að skoða allt í kring um mig því það er nýbúið að gera upp leikhúsið fyir 15 milljón pund! Ógó flott! svo var mér litið aðeins til vinstri og sé ég ekki bara frægann breskann leikara!

Mér varð alveg svolítið um, hann lék í þáttum sem heita Doctors og eru mjög vinsælir hérna í UK og ég horfði á þetta í nokkur ár á bbc prime heima :D SPES! Virkilega skrítið að sjá einhvern í alvörunni sem maður er búin að sjá milljón sinnum í sjónvarpinu.

Mig langaði helst til að labba upp að honum og koma með einhverja svaka klisju um að ég væri eitthvað lasin og þyrfti að láta kyssa bágtið.. en ákvað að halda kúlinu enda það miklu meira töff hehe

Mynd af gaurnum : http://www.bbc.co.uk/drama/doctors/past_characters/greg_robinson_person_page.shtml

En já, eftir biðina fór ég með einhverjum gaur sem sýndi mér aðal salinn í leikhúsinu sem er massívur! Þess má til gamans geta að þetta er einn af 3 bestu tónleikastöðum í öllu Englandi :)
Svo settist hann með mér og ég tók 2 lítil próf, annað í að lesa á leikhúsmiða og hitt var að leggja saman verð og telja alls konar pening. Gaurinn var rosa nice og við spjölluðum smá og svo fór ég aftur í bið.

Eftir þá biðina var mér fylgt í annað herbergi sem var ógeðslega heitt í og þar voru 5 manns, ein leikkona og hinir starfsstjórar og ég sett í hlutverkaleik með leikonunni um hvernig ég myndi díla við erfiðann kúnna. Held mér hafi gengið alveg ágætlega :) Þau voru öll ótrúlega hress og ég var spurð mikið um Ísland og einn þeirra hafði komið til Íslands og tilkynnti mér að það hafði verið æðislegt á Íslandi og hann hafi verið þar yfir áramót og að flugeldasýningarnar væru engu líkar hehe

Þau voru svo yndisleg, við töluðum um einhvern danshóp frá NY sem var með sýningu víst á Íslandi fyir 2 árum, einn gaurinn var svo forvitinn að vita hvort ég vissi hver þau væru hehe (já er það ekki þannig að á Íslandi vita allir um allt ? ;) Og svo ræddum við um tattoo og svona hehe snilld !

Eftir það var ég aftur sett í smá bið og mér fylgt í herbergið þar sem aðal viðtalið fór fram, konurnar 2 (Andrea og Georgia) sem tóku viðtalið voru ótrúlega nice og mjög fínar :) Engar bull spurningar heldur, þoli ekki þannig :p hehe En í gegn um allt saman var ég bara ég sjálf og vonandi að ég fái að komast að hjá þeim, amk að komast í viðtal er afrek útaf fyrir sig því ég veit þau tóku ekki marga :)

Vinur Paul sótti um sama starf en fékk ekki viðtal híhíhí Veit að það er ljótt að finnast það æðislegt en ég get bara ekki hamið mig hehe

Þetta er amk búið og ég fæ að vita á morgun hvort ég komist í gegn *krossaputtaallirsaman!*

Úff hvað er erfitt að bíða!!!

Tuesday, 28 August 2007

Ilfracombe, borið fram sem "Ilförkúm"

ATH þetta blogg var skrifað í gær og það leit út fyrir að það hefði strokast út af óútskýranlegum ástæðum en fyrst það er hérna þá læt ég það standa. Vegna mikilla sálarkvala sem fylgdu blogg missinum í gær þá þætti mér vænt um ef að fólk kommentaði - enda hafði ég mikið fyrir þessu bloggi og grét mig næstum í svefn yfir því að það væri týnt.

Ást, Guðný ;)

--------------------

Loksins, ferðasagan mikla. Ég hreinlega get ekki gert upp við mig hvort þetta hafi verið pirr ferð eða bara allt í lagi... kannski spilar inn núna stressið útaf atvinnuviðtalinu seinna í dag *svitn*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, Lögðum af stað á laugardagsmorgni - hentum Yokopop í pössun og reddí tú gó. Ákváðum að fara fallegri leiðina (sleppa við að fara um þjóðvegina) þar sem það virtist styttra OG skemmtilegra.. legg áherslu á: virtist. Við beygðum hjá Stonehenge og inn að ströndinni á leið til Ilfracombe. Vá hvað það var fallegt! Fórum upp og niður óteljandi hæðir, gegn um krókaleiðir í skógunum og sáum út til hafs - sem ég sakna heilmikið.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eini gallinn var sá að ferðin tók okkur 7 og 1/2 tíma !! Við vorum þreytt þegar við loksins komum á áfangastað, The Damage Barn (heitið á tjaldsvæðinu) og hlökkuðum til að setja upp fortjaldið og kveikja á gasinu og gera reddí til að slappa af.

Foreldrar Paul, systir hans og kærasti hennar og barn + vinafólk foreldranna með 4 börn og foreldrar vinafólksins voru þarna þá þegar og búin að vera þarna í viku, öll í sínu fínu hjólhýsum - 15 manns!. Þegar við komum heilsuðum við upp á þau en um leið og við fórum að tjalda komu báðir foreldrar Paul og vinur þeirra að "hjálpa" okkur að setja upp þetta forláta fortjald. Alls ekki flókið, höfðum góðar leiðbeiningar og allt sem við þurftum.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En nei... við fengum ekki einu sinni að tjalda greyinu sjálf! Vinur foreldranna er svona know-it-all gaur og pabbi Paul vildi helst gera allt svo allt væri tipp topp. Meira að segja mamma Paul gerði meira en ég.. hún fékk að koma við tjaldið.
Við sögðum þeim 3svar að þeta væri alveg í lagi og að við vildum gera þetta sjálf en þá var bara snúið upp á sig og fussað yfir vanþakklætinu :S

Það er bara þannig með mig að ég vil gera hlutina sjálf, rétt eða rangt þá vil ég bara fá að gera mitt, fannst eins og ég væri 5 ára og algerlega ófær um nokkurn skapaðann hlut. Fengum ekki einu sinni að setja niður hælana sjálf því án þess einu sinni að sjá þá þá voru þeir dæmdir eitthvað drasl !

Já þetta pirraði mig enda þoli ég illa þegar fólk tekur svona fyrir hendurnar á manni og gerir bara hlutina án þess að spyrja hvort mann vanti hjálp, og mér finnst það bara dónaskapur. Allt í lagi að hjálpa en ekki þröngva sér svona uppá mann :p Við erum bæði að nálgast þrítugt!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftirá var okkur boðið í mat yfir til þeirra en við þurftum að græja aðeins til (eins og þau vissu) og vorum kannski korter að... og þegar við komum inn voru allir búnir að borða og svo sátum við tvö að borða á meðan allir horfðu á *óþægilegt!*

Eftir það fórum við bara yfir til okkar :P

Til að geta sofið í bílnum tókum við aftursætin út og settum upplásna dýnu á gólfið, sem er ekki góð hugmynd því bæði er gólfið ójafnt og svo er bara vesen að setja loft í dýnuna :P Við vorum með engann hita en opinn glugga í þunnum svefnpokum og ég svaf ekkert fyrir kulda og um miðja nóttina þurftum við að setja meira loft í dýnuna því það lak svona pent út smátt og smátt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Getið rétt ímyndað ykkur pirringinn í minni á sunnudagsmorguninn - sjíses! hehe En ég fór bara í sturtu og klæddi mig of borðaði morgunmatinn - var tilbúin klukkan 8 um morguninn, búin að gera allt og langaði út í góða veðrið. En við slökuðum bara á og biðum eftir að hin vöknuðu og heilsuðum upp á þau en fórum fljótlega til Ilfracombe.

Ótrúlega gott veður í Ilfracombe og bærinn aðeins öðruvísi en ég bjóst við en samt mjög fallegt þarna. Eina sem var var að það var svo mikið af hæðum þarna! Sjitt, kálfarnir og lærin á mér eru ekkert smá tónuð! hehe að labba þarna í smá stund er bara eins og að vera í ræktinni, enda tókum við eftir því að það var enginn feitur í Ilfracombe... enda þýðir það ekkert! Ef maður kemst ekki upp brattar brekkur og svona þá bara kemst maður ekki neitt! hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við vorum aðallega í því að labba um bæinn og setjast hingað og þangað og njóta fallegs útsýnis. Svo ákváðum við að fara í bátsferð um flóann, sem voru mestu mistök ever! við vorum úti á sjó í 1 og 1/2 tíma og sáum helling af fallegum stöðum og svona en ég brann líka eins og ég veit ekki hvað! Úff, það var ekkert svo slæmt þar til um kvöldið og daginn eftir :S hehe

Leiðsögumaðurinn í bátnum var samt ekkert spes... "Til vinstri sjáið þið strönd... það er fullt af fólki þar í dag, enda gott veður. Þetta er nektarströnd" mmmm NICE!

Eftir bátsferðing ákváðum við bara að leggja af stað heim á tjaldstæðið enda búin að vera þarna allan daginn og klukkan orðin hálf fimm. Við sátum þar í smá tíma og fórum svo út að borða á The Carvery um sjö leitið. Hinir ferðalangarnir höfðu öll farið út að borða þar saman fyrr um daginn og sögðu vera geðveikann mat þarna og flottur staður og bara æði. Hljómar vel ha?

Við komum á The Carvery og þetta var bara venjulegur pöbb, stærri en venjulega og stútfullur af krökkum :S En við létum okkur hafa það því við þekkjum ekki nágrennið vel og vorum of svöng til að finna eitthvað annað :p Maturinn var lala... pöbbamatur bara hehe

Eftir það ætluðum við að kíkja yfir til foreldra Paul þar sem þau sögðust vera með helling af leikjum og spilum og svona :) En þegar við komum þangað voru þau öll á náttfötunum að horfa á Harry Potter, við horfðum á svona hálftíma en vorum að sofna yfir því.. líka hvorug horft á Harry Potter og að koma inn í miðja mynd er flókið hehe :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Enn og aftur sátum við inní Friðsæl og áttum ágætis stundir, áttum engin spil eða neitt en sátum og kjöftuðum og átum nammi hehe

Á mánudagsmorguninn vöknuðum við aftur snemma (suprise surprise) og ég vildi bara eiginlega fara heim því maður sefur ekkert í skítakulda og á dýnu sem gerir ekki neitt. Enn og aftur vorum við búin að fara í sturtu og borða um 8 um morguninn og höfðum planað að fara í gönguferð með foreldrum Paul, mág Paul og 4 krökkum vinafólksins. Við máttum bíða til hálf ellefu þar til þau voru öll tilbúin að fara og þá tók við 2ja tíma ganga til og frá Morthoe. Við fórum að skoða einhvern vita sem ég hélt að væri eins og gömlu góðu vitarnir en þá var þetta einhver nýr viti sem mátti ekki einu sinni labba nálægt :p En það var mjög fallegt þarna en ég brann bara meira því sólin var svo sterk, samt var ég í peysu og svona að reyna að passa mig.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, eftir ferðina til Mortehoe lögðu við svo af stað heim til Northampton og fórum í gegn um Exmoore National Park á leiðinni heim og það var mjög fallegt, svo ákváðum við að taka þjóðveginn heim því við nenntum ekki að vera of lengi hehe Tók okkur sex tíma að komast til Rugby að sækja Yokopop og svo heim, og það var svoooo gott að komast heim!

Allt í einu var íbúðin mín stór eftir að hafa eytt 2 nóttum í bílnum hehe Yndislegt alveg! Ég er enn skaðbrunnin samt en hef jafnað mig helling, vona að ég geti sett á mig smá farða fyrir viðtalið án þess að það bráðni allt af mér hehe úff *krossaputta*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá myndir frá ferðinni hér er linkur, reyndar tók ég fleiri myndir sem ég set kannski inn seinna, er svo lengi að uploada :P

http://s234.photobucket.com/albums/ee26/igudnynano/Ilfracombe/?start=all

Thursday, 23 August 2007

Ég segði út með hatrið - inn með ástina

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Páll Óskar - Allt fyrir ástina



Sama hvernig fer
stendur eftir staðreyndin
að ég elska þig
og því fær enginn breytt
sama hvernig var
ég gæti gefið annan séns
einu sinni enn

Allt fyrir ástina
eina sem aldrei nóg er af
mennirnir elska fórna
kveljast þjást og sakna
allt fyrir ástina
sama hvað lífið gæfi mér
ég segði "Út með hatrið
inn með ástina"

Sá sem elskar mest
vonar allt og umber allt
þó að svikull þú sért
ég fyrirgef þér samt
allt þitt jafnt verst og best
ég tekið gæti á herðar mér
geri hvað sem er

Allt fyrir ástina...

---------------------------------------

International er líka í mikilli spilun hjá mér :D




Hvítt eða svart
Um það er engin leið að fást
Því hrein og heilbrigð ást
sér engan mun

Þú veist það vel
að ástin spyr aldrei um lit
þegar við finnum það nákvæmlega sama

Y te quiro, mein Liebe, my love
Je’ t’aime, mi amora
Þú finnur að ástin
er international.

Sagapo, eu te amo
Ya polyubeel tebya,
Þú finnur að ástin
er international.

Við erum öll
komin af sömu öpunum
úr sömu sköpunum
á móður jörð

í útlöndum
þeir elska alveg eins og þú
af því þeir finna það nákvæmlega sama

chorus

í kærleika - Mi amora


ALLIR SYNGJA MEÐ!!