Sunday, 28 October 2007
Vó er komið svona langt síðan ?!
Ég get svo svarið það, tíminn líður alltof hratt þessa dagana! Ég er reyndar búin að gera fátt annað en að vinna og hanga á Mail Coach með annað hvort Rachelle og Laura eða bara allri vinnunni! Sjitt hvað þetta fólk djammar mikið - hvaða dag vikunnar sem er! - Enda fáum við afslátt af öllu því við vinnum í leikhúsinu ;)
Ég er enþá svaka hænuhaus, fattaði það þegar ég var á djamminu með þeim á föstudagskvöldið. Ég söng hástöfum Careless Whisper, dansaði frá mér allt vit, sýndi öllum tattooin mín (já öll), blaðraði ítölsku og kenndi þeim að skála á íslensku, náði að skera mig á puttanum einhvern veginn og fattaði ekki neitt fyrr en ég sá blóðið, fór á trúnó með yfirmanninum mínum og við vorum að dást að jökkum hvors annars... allt þetta eftir 3 fokkings bjóra!!
Guðný, taka sér tak! þetta er bara ekki eðlilegt haha En ég skemmti mér alltaf konunglega og finnst samstarfs fólk mitt alveg yndislegt! Ég að sjálfsögðu haga mér eins og íslendingum sæmir, eftir smá meiri æfingu verð ég farin að drekka alla undir borðið hérna eins og í denn. (Valla mannstu eftir 90s partíinu 02.02.2002 þar sem áfenga bollan var grá á litinn en var notuð í drykkjukeppni - sjæse, man þá tíð þegar það skipti engu hvað maður drakk svo lengi sem var áfengi í því! haha)
22. nóv er Rachelle vinkona að halda upp á afmælið sitt, er með svart/hvítt þema og við ætlum að gera okkur rosa flottar, fyrirmyndin er Audrey Hepburn ! Hlakka þvílíkt mikið til!
Rachelle var einmitt að lána mér Breakfast at Tiffanys sem ég hafði aldrei séð áður, en ég hafði lesið eftir höfundinn Truman Capote. Mikið ofboðslega er þetta yndisleg mynd! Úff komu alveg tár í endann og allt awwwww Pottþétt sunnudagsmynd með ís :)
Annars lítið annað að frétta, er ekki enn búin að plana ferð heim um jólin þar sem ég veit ekkert hvort ég fái frí, það eru allir að fara eitthvert yfir jólin og ef ég fer líka þá fer allt í fokk.. það er ekki til nægilega mikið starfsfólk til að covera allar vaktirnar EN ég ætla að ath málið á morgun og læt svo vita hvernig fer.
Ég sakna litlu Reykjavíkinnar minnar!
Ég var mikið að spá í að koma í janúar í staðinn eða eitthvað en mig langar í íslensk jól!!! Íslenskann mat og nammi, malt og appelsín... ohhh !
Mig langar svo að fara að skreyta fyrir jólin núna, ég er löngu farin að hlusta á jólamúsík og er alltaf að baka eitthvað, svo yndislegt að hafa svona baksturslykt og kertaljós á kvöldin - ótrúlega kósí! En það bólar ekkert á snjó hérna, bara rok og rigning! buuuhuuuu
Þessi er yfir hrærarinn minn...
Eníveis, ég er farin í bili - verum í bandi !
Wednesday, 10 October 2007
Ég og Tom Cruise!
Nei ég er ekki búin að ganga í vísindakirkjuna, Sigga litla er bara orðinn mega barþjónn! Ég er alveg eins og Tom Cruise í Cocktail (fyrir utan að ég er ljóshærð og kona)
Ég er amk farin að setja drykkina í rétt glös og veit hvernig sætt gin lítur út hehe Ég er orðin það góð að ég kann að gera Shandy (beisiklí bjór með límonaði) og Spritzer (hvítvín með sódavatni, já þetta þykir gamla fólkinu töff !
Ég er farin að kokka helling í eldhúsinu líka sem er alger snilld! Uppgötvaði um daginn caramelised red onion chutney dót eitthvað, sjitturinn titturinn hvað þetta er gott! Geeeðveikt gott með kjöti, inní samlokur, með skinku.. you name it. Mæli með því að fólk prófi þetta dæmi, geri ekki annað en að prófa einhvern mat í vinnunni mmm Vorum einmitt með ráðstefnu í einum salnum í gær og þegar við vorum að ganga frá í eldhúsinu máttum við borða eins og við vildum og ég segi aldrei nei við mat eins og flestir vita hehe
Ég í eldhúsinu, það er dálítið heitt þar.
Fékk mér alls konar osta, paté, hummus og þannig gotterí :) Sem minnir mig á að ég þarf að kaupa mér grænt pestó á eftir. Ég virðist vita mikið um mat þegar ég tala við stelpurnar í vinnunni, þeim finnst ótrúlega skrítið að ætla að setja hlaupsultu með paté! haha Þá fór mín þylja upp uppskriftir eins og heitann brauðrétt með aspas og skinku og tala um kryddsmjör og það er bara eins og ég sé hinn mesti sælkeri! Haha ég hef aldrei verið talin neitt sérstaklega flink í eldhúsinu en hérna í Englandi hljóma ég eins og Gordon Ramsey !
Það er búið að vera alveg snilld í vinnunni, reyndar um daginn var ég ekki orðin jafn sleip á barnum og núna og var þar ein og var gráti næst þegar fólk bað mig um drykki sem ég kunni ekki að gera buuuhuuu Svo varð alveg brjálað að gera og þá verður allt bara eitthvað verra.. oojjjj þoli ekki að kunna ekki hluti, svo þegar ég mætti í vinnuna daginn eftir þá bað ég um ítarlega kennslu því ég meika ekki svona dæmi. Ég fékk mína 2ja tíma kennslu og það var snilld, nú kann ég allt hehe Þvílíkur léttir hehe !
Í fyrradag fór ég svo með nokkrum úr vinnunni á pöbb og það var alveg æðislegt! Fórum á Mail Coach sem er hérna rétt hjá, fáum afslátt af öllu því við erum að vinna í leikhúsinu, já maður er orðin bara VIP hérna! Hvað ætli sé næst, afsláttur af strætókortum ? Aldrei að vita ! hehe En guð hvað ég hló mikið, gerðum óspart grín að því hvað ég elska doctors leikarann vegna þess að ég tala um hann svo mikið héldu þau öll að hann væri eitthvað celeb á Íslandi, en ég leiðrétti það og sagði að það vissi enginn hver hann væri og ég hélt að hópurinn yrði ekki eldri af hlátri haha Sjitt, hef sjaldan hlegið jafn mikið á ævi minni! Yndislegur hópur af fólki sem ég vinn með, alveg ótrúlega heppin!
Í dag á ég svo frídag og ætla að dekra við mig og kaupa mér eitthvað gott krem eða eitthvað í Boots (já ég er enn soldið cheap þó ég sé með vinnu hehe) Svo bíður mín þessi myndarlegi haugur af þvotti, Paul þorir ekki að setja neitt í vélina nema það sé flokkað og með teiknuðum leiðbeiningum haha Hann er svo hræddur um að skemma fötin hihi
Paul er búinn að vera rosa duglegur að breyta í íbúðinni þegar ég er ekki heima á kvöldin og það er svo kósí hérna núna! Verð að taka myndir við tækifæri og sýna, er alveg ótrúlega glöð með þetta allt saman :D
Jæja, ég ætla að fara niður í bæ og kaupa eitthvað sem gerir mig sæta og fína ;)
Sá þetta myndband um daginn og grenjaði úr hlátri!
Pís át!
Ég er amk farin að setja drykkina í rétt glös og veit hvernig sætt gin lítur út hehe Ég er orðin það góð að ég kann að gera Shandy (beisiklí bjór með límonaði) og Spritzer (hvítvín með sódavatni, já þetta þykir gamla fólkinu töff !
Ég er farin að kokka helling í eldhúsinu líka sem er alger snilld! Uppgötvaði um daginn caramelised red onion chutney dót eitthvað, sjitturinn titturinn hvað þetta er gott! Geeeðveikt gott með kjöti, inní samlokur, með skinku.. you name it. Mæli með því að fólk prófi þetta dæmi, geri ekki annað en að prófa einhvern mat í vinnunni mmm Vorum einmitt með ráðstefnu í einum salnum í gær og þegar við vorum að ganga frá í eldhúsinu máttum við borða eins og við vildum og ég segi aldrei nei við mat eins og flestir vita hehe
Ég í eldhúsinu, það er dálítið heitt þar.
Fékk mér alls konar osta, paté, hummus og þannig gotterí :) Sem minnir mig á að ég þarf að kaupa mér grænt pestó á eftir. Ég virðist vita mikið um mat þegar ég tala við stelpurnar í vinnunni, þeim finnst ótrúlega skrítið að ætla að setja hlaupsultu með paté! haha Þá fór mín þylja upp uppskriftir eins og heitann brauðrétt með aspas og skinku og tala um kryddsmjör og það er bara eins og ég sé hinn mesti sælkeri! Haha ég hef aldrei verið talin neitt sérstaklega flink í eldhúsinu en hérna í Englandi hljóma ég eins og Gordon Ramsey !
Það er búið að vera alveg snilld í vinnunni, reyndar um daginn var ég ekki orðin jafn sleip á barnum og núna og var þar ein og var gráti næst þegar fólk bað mig um drykki sem ég kunni ekki að gera buuuhuuu Svo varð alveg brjálað að gera og þá verður allt bara eitthvað verra.. oojjjj þoli ekki að kunna ekki hluti, svo þegar ég mætti í vinnuna daginn eftir þá bað ég um ítarlega kennslu því ég meika ekki svona dæmi. Ég fékk mína 2ja tíma kennslu og það var snilld, nú kann ég allt hehe Þvílíkur léttir hehe !
Í fyrradag fór ég svo með nokkrum úr vinnunni á pöbb og það var alveg æðislegt! Fórum á Mail Coach sem er hérna rétt hjá, fáum afslátt af öllu því við erum að vinna í leikhúsinu, já maður er orðin bara VIP hérna! Hvað ætli sé næst, afsláttur af strætókortum ? Aldrei að vita ! hehe En guð hvað ég hló mikið, gerðum óspart grín að því hvað ég elska doctors leikarann vegna þess að ég tala um hann svo mikið héldu þau öll að hann væri eitthvað celeb á Íslandi, en ég leiðrétti það og sagði að það vissi enginn hver hann væri og ég hélt að hópurinn yrði ekki eldri af hlátri haha Sjitt, hef sjaldan hlegið jafn mikið á ævi minni! Yndislegur hópur af fólki sem ég vinn með, alveg ótrúlega heppin!
Í dag á ég svo frídag og ætla að dekra við mig og kaupa mér eitthvað gott krem eða eitthvað í Boots (já ég er enn soldið cheap þó ég sé með vinnu hehe) Svo bíður mín þessi myndarlegi haugur af þvotti, Paul þorir ekki að setja neitt í vélina nema það sé flokkað og með teiknuðum leiðbeiningum haha Hann er svo hræddur um að skemma fötin hihi
Paul er búinn að vera rosa duglegur að breyta í íbúðinni þegar ég er ekki heima á kvöldin og það er svo kósí hérna núna! Verð að taka myndir við tækifæri og sýna, er alveg ótrúlega glöð með þetta allt saman :D
Jæja, ég ætla að fara niður í bæ og kaupa eitthvað sem gerir mig sæta og fína ;)
Sá þetta myndband um daginn og grenjaði úr hlátri!
Pís át!
Wednesday, 3 October 2007
Uppvask og þynnka...
Það er óhreint leirtau í vaskinum mínum síðan ég var 25 ára og ég er skömmustulega þunn eftir að hafa drukkið 3 hvítvínsglös í gær.. að vísu stór glös hehe
Eldhúsið mitt og þrællinn minn hann Juan.
Sem betur fer á ég skilningsríkann og þolinmóðann kærasta, æh þessi elska. Hann hitti alveg í mark þetta árið með afmælisgjöfinni! Ég minnist ekki á gjöfina í fyrra ógrátandi þegar ég fékk Napoleon Dynamite dúkku sem talar þegar maður kreistir höndina á honum, reyndar fílaði ég bókina Inside Little Britain vel og las hana á nó tæm en svo toppaði allt að fá Tickle Me Elmo með.. Ekki kannski það sem maður vill frá nýja kærastanum sínum í 25 ára afmælisgjöf (eða bara yfir höfuð í gjöf)
En í ár var sagan öll önnur og gaf hann mér dýrindis kjól úr silki, leður belti við og gróft hálsmen :D Foreldrar hans gáfu mér pening (sem ég keypti mér æðislega skó fyrir) og systir hans gaf mér konfekt frá Thorntons mmmm :)
Dagurinn fór meira og minna í að slappa bara af og labba útum allan bæinn og kíkja í hverja einustu búð sem við sáum hehe Ekki oft sem maður bregður útaf Primark vananum og fer í búð þar sem hlutirnir actually kosta pening hehe
Um kvöldið fórum við svo á kaffihús og fengum okkur einn drykk þar, svo fórum við út að borða á local ASK staðnum. Pantaði mér uppáhalds pastað mitt : Penne Peasana sem er marinated chicken, sautéed mushrooms, pesto and roasted pine nuts. Yndislegt alveg! Fékk mér að sjálfsögðu dýrindis hvítvín með.. svo annað glas af hvítvíni. Mátti eiginlega ekki við því samt :S
Ég hef ekki fundið SVONA mikið á mér í dágóðann tíma!
Hvítvínsglas númer eitt : Farið að tala um vinnur, hérna var ég aðallega að hlusta á Paul og svo fórum við að ræða um hvað okkur langar að gera og hvert við stefnum ( I know, deep!)
Hvítvínsglas númer tvö : Farið að svífa á mig allvel, smá doði í vörunum að koma fram og tala mikið með höndunum og finnst allt spennandi.
Hvítvínsglas númer þrjú : Kominn allgóður doði í varirnar, held áfram að borða þó ég sé löngu orðin södd og brosi rosalega mikið.
Heimleiðin : Flissa mikið og þarf að bretta sokkabuxurnar fyrir neðan magann því "ég get ekki andað" (er bara of södd)
Kem heim : Fór úr sokkabuxunum og hengdi fína nýja kjólinn minn upp og man voða lítið meir.
Er að sofna : Flissa uppúr þurru og 10sek seinna fer ég að hrjóta.
Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, er það ?
Ég er svo mikið
!
Eldhúsið mitt og þrællinn minn hann Juan.
Sem betur fer á ég skilningsríkann og þolinmóðann kærasta, æh þessi elska. Hann hitti alveg í mark þetta árið með afmælisgjöfinni! Ég minnist ekki á gjöfina í fyrra ógrátandi þegar ég fékk Napoleon Dynamite dúkku sem talar þegar maður kreistir höndina á honum, reyndar fílaði ég bókina Inside Little Britain vel og las hana á nó tæm en svo toppaði allt að fá Tickle Me Elmo með.. Ekki kannski það sem maður vill frá nýja kærastanum sínum í 25 ára afmælisgjöf (eða bara yfir höfuð í gjöf)
En í ár var sagan öll önnur og gaf hann mér dýrindis kjól úr silki, leður belti við og gróft hálsmen :D Foreldrar hans gáfu mér pening (sem ég keypti mér æðislega skó fyrir) og systir hans gaf mér konfekt frá Thorntons mmmm :)
Dagurinn fór meira og minna í að slappa bara af og labba útum allan bæinn og kíkja í hverja einustu búð sem við sáum hehe Ekki oft sem maður bregður útaf Primark vananum og fer í búð þar sem hlutirnir actually kosta pening hehe
Um kvöldið fórum við svo á kaffihús og fengum okkur einn drykk þar, svo fórum við út að borða á local ASK staðnum. Pantaði mér uppáhalds pastað mitt : Penne Peasana sem er marinated chicken, sautéed mushrooms, pesto and roasted pine nuts. Yndislegt alveg! Fékk mér að sjálfsögðu dýrindis hvítvín með.. svo annað glas af hvítvíni. Mátti eiginlega ekki við því samt :S
Ég hef ekki fundið SVONA mikið á mér í dágóðann tíma!
Hvítvínsglas númer eitt : Farið að tala um vinnur, hérna var ég aðallega að hlusta á Paul og svo fórum við að ræða um hvað okkur langar að gera og hvert við stefnum ( I know, deep!)
Hvítvínsglas númer tvö : Farið að svífa á mig allvel, smá doði í vörunum að koma fram og tala mikið með höndunum og finnst allt spennandi.
Hvítvínsglas númer þrjú : Kominn allgóður doði í varirnar, held áfram að borða þó ég sé löngu orðin södd og brosi rosalega mikið.
Heimleiðin : Flissa mikið og þarf að bretta sokkabuxurnar fyrir neðan magann því "ég get ekki andað" (er bara of södd)
Kem heim : Fór úr sokkabuxunum og hengdi fína nýja kjólinn minn upp og man voða lítið meir.
Er að sofna : Flissa uppúr þurru og 10sek seinna fer ég að hrjóta.
Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, er það ?
Ég er svo mikið
!
Tuesday, 2 October 2007
Monday, 1 October 2007
Hvernig er svo að vera búin að búa hérna í 1 ár ?
Vá hvað tíminn er fljótur að líða! *gúlp*
Paul fór að spyrja mig í gær hvernig mér þætti að búa hérna núna eftir heilt ár. Eina sem mér datt í hug að segja var "eðlilegt" ! Mér finnst sjálfri eins og ég sé hluti af heims samfélagi frekar en að vera bara Íslendingur eða eins og núna einhver innflytjandi. Ég lít ekki á mig sem innflytjanda og heldur ekki sem einhvern spes Íslending.
Ég er afskaplega stolt af því að vera Íslendingur og manni hlýnar um hjartarætur þegar fólk sýnir landi og þjóð áhuga. Fólk spyr oft um nafnið mitt og hvort ég sé frá Reykjavík og hvort sé vetur allan ársins hring híhí Mér finnst það æðislegt. Þó ég sé mikið fyrir íslenskar hefðir og legg mikið uppúr því að rita rétt og læra meira um mitt eigið land, þá finnst mér samt mikilvægast að líta ekki á sig sem útlending og reyna eftir fremsta megni að aðlagast annara menningu og siðum.
Við erum öll eins.
Mér finnst ég ekki vera minni Íslendingur þó ég sé ekki að óa yfir hvað ég sakna íslensks matar og í sífellu talandi um hvað allt er best á Íslandi (sem er ekki satt heldur) Sjálfri finnst mér það þröngsýni að gera ráð fyrir að allt sé eins og á Íslandi.
Í Northampton héraði búa fleiri en á öllu Íslandi en samt er andrúmsloftið svo miklu afslappaðara hérna. Fólk er ekki svo mikið að flýta sér endalaust, fólk gerir ráð fyrir að bíða í röðum og fussar ekkert og sveiar yfir því.
Á Íslandi er eins og allir haldi að heimurinn snúist um rassgatið á þeim, ef hlutirnir gerast ekki STRAX þá kemur pirringur í fólk. Allir eru á seinustu stundu, ég þekki fáa sem hafa ekki komið sér í fáránlegar neysluskuldir (ég meðtalin) og rúlla heila klabbinu á undan sér en fara samt í Kringluna og kaupa sér skó fyrir 20.000kr. Ég man hvað maður var alltaf að flýta sér útum allt, í raun tekur korter að komast hvert sem er í Reykjavík og fólk svínar fyrir hvort annað eins og það fái borgað fyrir það. - Hvert eru allir að flýta sér svona mikið ?
Man líka að ENGINN stoppar fyrir mann á gangbraut, það er varla til á Íslandi. Öllum er sama um náungann.. "hver-um-sig" hugsunarhátturinn.... maður spyr sig hvert er allt að fara ?
Spá í því að fyrir einu og hálfu ári síðan átti ég yndislega pínulitla íbúð á Laugaveginum sjálfum, aaah 101 Reykjavík - rosa posh. Ég átti stórt sjónvarp, heimabíó og keypti mér föt í hverri viku.
Ég át skyndibita þegar mér þóknaðist og ef ég átti ekki pening fyrir einhverju þá fór það bara á visa, allt sem tengdist peningum var bara "seinni tíma vandamál". Ég fór til London 2svar á einu ári, allt á kostnað VISA.
Mér fannst ekkert mál að borga 15.000kr fyrir klippingu og borga mánaðarlega fyrir líkamsræktarkort sem ég notaði nánast aldrei. Ég borgaði glöð 750kr fyrir einn ljósatíma og fannst ekkert tiltökumál að borga ennfremur 200kr fyrir leigt handklæði. Ég fór í neglur þegar mér langaði og bara lagfæringin kostaði um 5000kr.
Þegar mig vantaði sjampó keypti ég bara Aveda eða Paul Mitchell og my god hvað ég gat bara notað sérstakt meik frá Helenu Rubenstein...
Oh hvað ég átti fullkomið líf.. engin börn til að hugsa um, íbúð á besta stað og gat eytt pening í allt sem ég vildi..
En eftir að ég flutti út með 2 ferðatöskur af fötum og persónulegum munum gæti ég ekki verið hamingjusamari!
Í dag á ég ekki sjónvarp né heimabíó, ég leigi pínulitla íbúð sem er í miðbænum en hér þykir það ekki vera posh. Ég á ekkert visa kort, er ekki einu sinni með heimild á debetkortinu mínu. Ég borga um 2.500kr fyrir klippingu og strípur hjá nemum og finnst gerfineglur vera peningasóun. Ég kaupi brúnkukrem í stað þess að fara í ljós, enda er það mun hollara og einn brúsi kostar örlítið meira en einn ljósatími á Íslandi :) Sjampóin mín eru keypt í tesco og nýja uppáhalds meikið mitt er frá Loreal og kostar um 1500kr. Nú kostar mig minna en flugvallaskatta að komast til London en ég fer sjaldan því maður vill ekki að það verði bara hversdagslegt.
Ég lærði loksins að peningar eru ekki allt. Fegin að ég komst að því fyrr en seinna, þó svo seint væri. Það er heilmargt annað sem ég hef lært um sjálfa mig á því að búa erlendis. Hérna ber maður ekki af, maður sekkur bara í fjöldann og að mörgu leiti er það nice. Maður skilur loksins hvað maður er ómikilvægur í svona stóru samhengi, þannig séð. Ég þarf ekki hluti til að gera mig hamingjusama.
Það mikilvægasta sem ég hef lært er að það skiptir engu máli hvað aðrir gera, það skiptir máli hvað maður gerir sjálfur og hvernig maður bregst við því sem kemur uppá. Í gær til dæmis, þegar við Paul vorum að bjarga kanínunni, þá vorum við að stoppa umferð. Allir biðu rólega, enda tók þetta enga stund, nema einn maður flautaði á okkur pirraðist. Paul varð pirraður yfir því og skilur ekki hvers vegna fólk þarf alltaf að vera að flýta sér. Þetta pirraði mig hins vegar ekkert því ég hugsa um svona á tvenna vegu : kannski var manneskjan virkilega að flýta sér útaf einhverju mikilvægu - maður veit ekki hverjar aðstæður eru og á ekki að dæma það.
Svo hugsa ég bara, mikið ofboðslega er ég fegin að vera ekki svona óþolinmóð :)
hehe
Paul fór að spyrja mig í gær hvernig mér þætti að búa hérna núna eftir heilt ár. Eina sem mér datt í hug að segja var "eðlilegt" ! Mér finnst sjálfri eins og ég sé hluti af heims samfélagi frekar en að vera bara Íslendingur eða eins og núna einhver innflytjandi. Ég lít ekki á mig sem innflytjanda og heldur ekki sem einhvern spes Íslending.
Ég er afskaplega stolt af því að vera Íslendingur og manni hlýnar um hjartarætur þegar fólk sýnir landi og þjóð áhuga. Fólk spyr oft um nafnið mitt og hvort ég sé frá Reykjavík og hvort sé vetur allan ársins hring híhí Mér finnst það æðislegt. Þó ég sé mikið fyrir íslenskar hefðir og legg mikið uppúr því að rita rétt og læra meira um mitt eigið land, þá finnst mér samt mikilvægast að líta ekki á sig sem útlending og reyna eftir fremsta megni að aðlagast annara menningu og siðum.
Við erum öll eins.
Mér finnst ég ekki vera minni Íslendingur þó ég sé ekki að óa yfir hvað ég sakna íslensks matar og í sífellu talandi um hvað allt er best á Íslandi (sem er ekki satt heldur) Sjálfri finnst mér það þröngsýni að gera ráð fyrir að allt sé eins og á Íslandi.
Í Northampton héraði búa fleiri en á öllu Íslandi en samt er andrúmsloftið svo miklu afslappaðara hérna. Fólk er ekki svo mikið að flýta sér endalaust, fólk gerir ráð fyrir að bíða í röðum og fussar ekkert og sveiar yfir því.
Á Íslandi er eins og allir haldi að heimurinn snúist um rassgatið á þeim, ef hlutirnir gerast ekki STRAX þá kemur pirringur í fólk. Allir eru á seinustu stundu, ég þekki fáa sem hafa ekki komið sér í fáránlegar neysluskuldir (ég meðtalin) og rúlla heila klabbinu á undan sér en fara samt í Kringluna og kaupa sér skó fyrir 20.000kr. Ég man hvað maður var alltaf að flýta sér útum allt, í raun tekur korter að komast hvert sem er í Reykjavík og fólk svínar fyrir hvort annað eins og það fái borgað fyrir það. - Hvert eru allir að flýta sér svona mikið ?
Man líka að ENGINN stoppar fyrir mann á gangbraut, það er varla til á Íslandi. Öllum er sama um náungann.. "hver-um-sig" hugsunarhátturinn.... maður spyr sig hvert er allt að fara ?
Spá í því að fyrir einu og hálfu ári síðan átti ég yndislega pínulitla íbúð á Laugaveginum sjálfum, aaah 101 Reykjavík - rosa posh. Ég átti stórt sjónvarp, heimabíó og keypti mér föt í hverri viku.
Ég át skyndibita þegar mér þóknaðist og ef ég átti ekki pening fyrir einhverju þá fór það bara á visa, allt sem tengdist peningum var bara "seinni tíma vandamál". Ég fór til London 2svar á einu ári, allt á kostnað VISA.
Mér fannst ekkert mál að borga 15.000kr fyrir klippingu og borga mánaðarlega fyrir líkamsræktarkort sem ég notaði nánast aldrei. Ég borgaði glöð 750kr fyrir einn ljósatíma og fannst ekkert tiltökumál að borga ennfremur 200kr fyrir leigt handklæði. Ég fór í neglur þegar mér langaði og bara lagfæringin kostaði um 5000kr.
Þegar mig vantaði sjampó keypti ég bara Aveda eða Paul Mitchell og my god hvað ég gat bara notað sérstakt meik frá Helenu Rubenstein...
Oh hvað ég átti fullkomið líf.. engin börn til að hugsa um, íbúð á besta stað og gat eytt pening í allt sem ég vildi..
En eftir að ég flutti út með 2 ferðatöskur af fötum og persónulegum munum gæti ég ekki verið hamingjusamari!
Í dag á ég ekki sjónvarp né heimabíó, ég leigi pínulitla íbúð sem er í miðbænum en hér þykir það ekki vera posh. Ég á ekkert visa kort, er ekki einu sinni með heimild á debetkortinu mínu. Ég borga um 2.500kr fyrir klippingu og strípur hjá nemum og finnst gerfineglur vera peningasóun. Ég kaupi brúnkukrem í stað þess að fara í ljós, enda er það mun hollara og einn brúsi kostar örlítið meira en einn ljósatími á Íslandi :) Sjampóin mín eru keypt í tesco og nýja uppáhalds meikið mitt er frá Loreal og kostar um 1500kr. Nú kostar mig minna en flugvallaskatta að komast til London en ég fer sjaldan því maður vill ekki að það verði bara hversdagslegt.
Ég lærði loksins að peningar eru ekki allt. Fegin að ég komst að því fyrr en seinna, þó svo seint væri. Það er heilmargt annað sem ég hef lært um sjálfa mig á því að búa erlendis. Hérna ber maður ekki af, maður sekkur bara í fjöldann og að mörgu leiti er það nice. Maður skilur loksins hvað maður er ómikilvægur í svona stóru samhengi, þannig séð. Ég þarf ekki hluti til að gera mig hamingjusama.
Það mikilvægasta sem ég hef lært er að það skiptir engu máli hvað aðrir gera, það skiptir máli hvað maður gerir sjálfur og hvernig maður bregst við því sem kemur uppá. Í gær til dæmis, þegar við Paul vorum að bjarga kanínunni, þá vorum við að stoppa umferð. Allir biðu rólega, enda tók þetta enga stund, nema einn maður flautaði á okkur pirraðist. Paul varð pirraður yfir því og skilur ekki hvers vegna fólk þarf alltaf að vera að flýta sér. Þetta pirraði mig hins vegar ekkert því ég hugsa um svona á tvenna vegu : kannski var manneskjan virkilega að flýta sér útaf einhverju mikilvægu - maður veit ekki hverjar aðstæður eru og á ekki að dæma það.
Svo hugsa ég bara, mikið ofboðslega er ég fegin að vera ekki svona óþolinmóð :)
hehe
Subscribe to:
Posts (Atom)