Friday, 31 August 2007

Vandræðalegur nágranni

Ég get ekki orða bundist lengur yfir nágranna mínum, number 8 (íbúi íbúðar númer 8).

Fyrst skal ég kynna ykkur fyrir honum, ég veit að vísu ekki hvað hann heitir en... Númer 8 er svertingi, ca 160cm á hæð og svaka töffari. Um jólin skildi hann við seinustu kærustuna, er svona helgarpabbi eftir hentisemi og ágætlega myndarlegur. Oft á tíðum sér maður glæsimeyjar stíga úr dyrunum hjá honum á sunnudagsmorgnum, flissandi í pínupilsum og glans toppum.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hann á hip hop vini sem keyra um á flottum bílum með risastórum felgum sem skína svo mikið að maður fær illt í augun ef maður horfir á þær. Hann og vinir hans hlusta líka á hip hop tónlist sem ómar um hverfið hvert sinn sem þeir koma og fara.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Hann er ágætis nágranni þetta litla grey.

Húsið sem við Paul búum í liggur eiginlega í J svo innan joðsins sjáum við íbúð 8 tildæmis, allir stofu gluggarnir okkar snúa að sameign í garði svo við komumst ekki hjá því að sjá inn um nokkra glugga.

Þó er gluggi sem við vildum helst ekki sjá inn í sem tilheyrir númer 8.

BAÐHERBERGIS GLUGGINN.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Reyndar er reynt að sjá fyrir því að enginn sjá neitt ósiðsamlegt í íbúð hins nágrannans með því að gera glerið í glugganum á klósettinu hans hrufótt. Þegar sólin skín, hins vegar, og vinur okkar á númer 8 fer á klósettið beint undir glugganum þá sér maður bara nokkuð vel þangað inn.

Nýlega, og nú er mamma hljóðrænt vitni að þessu, þá einmitt (í annað skiptið) var hann að kúka á klósettinu og stendur upp með buxurnar á hælunum og skeinir sér.... OG SKOÐAR HELV PAPPÍRINN!!! Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar.. og þá er ég ekki að meina kíkja hvort þurfið að skeina meir heldur viiiiirkilega SKOÐA pappírinn !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hafði verið að tala í símann við hana mömmu og í sakleysi mínu leit út um stofugluggann minn og byrja ég að hlæja og benda eins og vitleysingur (svo Paul fái alveg örugglega líka að sjá dýrðina), mamma skilur ekkert hvað ég er að hlæja að og ég æli út úr mér að nágranninn sé á klósettinu að skeina sér! Mamma alveg ojjjj ertu að horfa inn til hans ? NEI mamma hann er virkilega út í glugga og sólin skín á hann!!

Án gríns, þetta er kannski fyndið þegar þetta gerist en ég er farin að hallast að því að ég þurfi áfallahjálp, svo er alltaf jafn pínlegt að mæta honum úti.. hann labbar svona eins og hann sé haltur (já hann er það kúl) og maður þarf alveg að hafa sig alla við að horfa í augun á honum :S Hann heldur ábyggilega að ég eigi erfitt með mig því annað hvort hann sé svona flottur EÐA hann gæti haldið að ég sé rasisti haha

Gæti haldið að ég sé Redneck
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þetta er hvimleiður vandi, svo getur maður eiginlega ekki sagt neitt því maður vill ekki hljóma eins og einhver perri sem horfir á nágranna sinn kúka - enda er það ógeð.

Já, ég hlakka til að byrja að vinna svo ég geti dreift huganum og hætt að hugsa um klósettpappírs pælingar nágrannans.

Sú staðreynd ein að ég hafi eytt heilu bloggi í klósetthefðir nágrannans gefur til kynna að ég gangi ekki heil til skógar.

Guð veri með ykkur.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

OMG!!!

ÉG FÉKK VINNUNA PÍBOL!!!

BYRJA Í TRAINING Á MÁNUDAGINN OG ÞRIÐJUDAGINN !!

XD

er í skýjunum yfir þessu!!!

Thursday, 30 August 2007

Biðin

Eins og flestir vita þá fór ég í atvinnuviðtal hjá Royal & Derngate leikhúsinu í Northampton í gær. Held ég hafi sjaldan verið jafn stressuð fyrir eitt viðtal, var samt svo æst því mér finnst þetta svo spennandi hehe

Ég kom þangað inn og 3 konur tóku á móti mér og spjölluðu aðeins við mig þar til mér var boðið að bíða, ég gerði ekki annað en að skoða allt í kring um mig því það er nýbúið að gera upp leikhúsið fyir 15 milljón pund! Ógó flott! svo var mér litið aðeins til vinstri og sé ég ekki bara frægann breskann leikara!

Mér varð alveg svolítið um, hann lék í þáttum sem heita Doctors og eru mjög vinsælir hérna í UK og ég horfði á þetta í nokkur ár á bbc prime heima :D SPES! Virkilega skrítið að sjá einhvern í alvörunni sem maður er búin að sjá milljón sinnum í sjónvarpinu.

Mig langaði helst til að labba upp að honum og koma með einhverja svaka klisju um að ég væri eitthvað lasin og þyrfti að láta kyssa bágtið.. en ákvað að halda kúlinu enda það miklu meira töff hehe

Mynd af gaurnum : http://www.bbc.co.uk/drama/doctors/past_characters/greg_robinson_person_page.shtml

En já, eftir biðina fór ég með einhverjum gaur sem sýndi mér aðal salinn í leikhúsinu sem er massívur! Þess má til gamans geta að þetta er einn af 3 bestu tónleikastöðum í öllu Englandi :)
Svo settist hann með mér og ég tók 2 lítil próf, annað í að lesa á leikhúsmiða og hitt var að leggja saman verð og telja alls konar pening. Gaurinn var rosa nice og við spjölluðum smá og svo fór ég aftur í bið.

Eftir þá biðina var mér fylgt í annað herbergi sem var ógeðslega heitt í og þar voru 5 manns, ein leikkona og hinir starfsstjórar og ég sett í hlutverkaleik með leikonunni um hvernig ég myndi díla við erfiðann kúnna. Held mér hafi gengið alveg ágætlega :) Þau voru öll ótrúlega hress og ég var spurð mikið um Ísland og einn þeirra hafði komið til Íslands og tilkynnti mér að það hafði verið æðislegt á Íslandi og hann hafi verið þar yfir áramót og að flugeldasýningarnar væru engu líkar hehe

Þau voru svo yndisleg, við töluðum um einhvern danshóp frá NY sem var með sýningu víst á Íslandi fyir 2 árum, einn gaurinn var svo forvitinn að vita hvort ég vissi hver þau væru hehe (já er það ekki þannig að á Íslandi vita allir um allt ? ;) Og svo ræddum við um tattoo og svona hehe snilld !

Eftir það var ég aftur sett í smá bið og mér fylgt í herbergið þar sem aðal viðtalið fór fram, konurnar 2 (Andrea og Georgia) sem tóku viðtalið voru ótrúlega nice og mjög fínar :) Engar bull spurningar heldur, þoli ekki þannig :p hehe En í gegn um allt saman var ég bara ég sjálf og vonandi að ég fái að komast að hjá þeim, amk að komast í viðtal er afrek útaf fyrir sig því ég veit þau tóku ekki marga :)

Vinur Paul sótti um sama starf en fékk ekki viðtal híhíhí Veit að það er ljótt að finnast það æðislegt en ég get bara ekki hamið mig hehe

Þetta er amk búið og ég fæ að vita á morgun hvort ég komist í gegn *krossaputtaallirsaman!*

Úff hvað er erfitt að bíða!!!

Tuesday, 28 August 2007

Ilfracombe, borið fram sem "Ilförkúm"

ATH þetta blogg var skrifað í gær og það leit út fyrir að það hefði strokast út af óútskýranlegum ástæðum en fyrst það er hérna þá læt ég það standa. Vegna mikilla sálarkvala sem fylgdu blogg missinum í gær þá þætti mér vænt um ef að fólk kommentaði - enda hafði ég mikið fyrir þessu bloggi og grét mig næstum í svefn yfir því að það væri týnt.

Ást, Guðný ;)

--------------------

Loksins, ferðasagan mikla. Ég hreinlega get ekki gert upp við mig hvort þetta hafi verið pirr ferð eða bara allt í lagi... kannski spilar inn núna stressið útaf atvinnuviðtalinu seinna í dag *svitn*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, Lögðum af stað á laugardagsmorgni - hentum Yokopop í pössun og reddí tú gó. Ákváðum að fara fallegri leiðina (sleppa við að fara um þjóðvegina) þar sem það virtist styttra OG skemmtilegra.. legg áherslu á: virtist. Við beygðum hjá Stonehenge og inn að ströndinni á leið til Ilfracombe. Vá hvað það var fallegt! Fórum upp og niður óteljandi hæðir, gegn um krókaleiðir í skógunum og sáum út til hafs - sem ég sakna heilmikið.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eini gallinn var sá að ferðin tók okkur 7 og 1/2 tíma !! Við vorum þreytt þegar við loksins komum á áfangastað, The Damage Barn (heitið á tjaldsvæðinu) og hlökkuðum til að setja upp fortjaldið og kveikja á gasinu og gera reddí til að slappa af.

Foreldrar Paul, systir hans og kærasti hennar og barn + vinafólk foreldranna með 4 börn og foreldrar vinafólksins voru þarna þá þegar og búin að vera þarna í viku, öll í sínu fínu hjólhýsum - 15 manns!. Þegar við komum heilsuðum við upp á þau en um leið og við fórum að tjalda komu báðir foreldrar Paul og vinur þeirra að "hjálpa" okkur að setja upp þetta forláta fortjald. Alls ekki flókið, höfðum góðar leiðbeiningar og allt sem við þurftum.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En nei... við fengum ekki einu sinni að tjalda greyinu sjálf! Vinur foreldranna er svona know-it-all gaur og pabbi Paul vildi helst gera allt svo allt væri tipp topp. Meira að segja mamma Paul gerði meira en ég.. hún fékk að koma við tjaldið.
Við sögðum þeim 3svar að þeta væri alveg í lagi og að við vildum gera þetta sjálf en þá var bara snúið upp á sig og fussað yfir vanþakklætinu :S

Það er bara þannig með mig að ég vil gera hlutina sjálf, rétt eða rangt þá vil ég bara fá að gera mitt, fannst eins og ég væri 5 ára og algerlega ófær um nokkurn skapaðann hlut. Fengum ekki einu sinni að setja niður hælana sjálf því án þess einu sinni að sjá þá þá voru þeir dæmdir eitthvað drasl !

Já þetta pirraði mig enda þoli ég illa þegar fólk tekur svona fyrir hendurnar á manni og gerir bara hlutina án þess að spyrja hvort mann vanti hjálp, og mér finnst það bara dónaskapur. Allt í lagi að hjálpa en ekki þröngva sér svona uppá mann :p Við erum bæði að nálgast þrítugt!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftirá var okkur boðið í mat yfir til þeirra en við þurftum að græja aðeins til (eins og þau vissu) og vorum kannski korter að... og þegar við komum inn voru allir búnir að borða og svo sátum við tvö að borða á meðan allir horfðu á *óþægilegt!*

Eftir það fórum við bara yfir til okkar :P

Til að geta sofið í bílnum tókum við aftursætin út og settum upplásna dýnu á gólfið, sem er ekki góð hugmynd því bæði er gólfið ójafnt og svo er bara vesen að setja loft í dýnuna :P Við vorum með engann hita en opinn glugga í þunnum svefnpokum og ég svaf ekkert fyrir kulda og um miðja nóttina þurftum við að setja meira loft í dýnuna því það lak svona pent út smátt og smátt.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Getið rétt ímyndað ykkur pirringinn í minni á sunnudagsmorguninn - sjíses! hehe En ég fór bara í sturtu og klæddi mig of borðaði morgunmatinn - var tilbúin klukkan 8 um morguninn, búin að gera allt og langaði út í góða veðrið. En við slökuðum bara á og biðum eftir að hin vöknuðu og heilsuðum upp á þau en fórum fljótlega til Ilfracombe.

Ótrúlega gott veður í Ilfracombe og bærinn aðeins öðruvísi en ég bjóst við en samt mjög fallegt þarna. Eina sem var var að það var svo mikið af hæðum þarna! Sjitt, kálfarnir og lærin á mér eru ekkert smá tónuð! hehe að labba þarna í smá stund er bara eins og að vera í ræktinni, enda tókum við eftir því að það var enginn feitur í Ilfracombe... enda þýðir það ekkert! Ef maður kemst ekki upp brattar brekkur og svona þá bara kemst maður ekki neitt! hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við vorum aðallega í því að labba um bæinn og setjast hingað og þangað og njóta fallegs útsýnis. Svo ákváðum við að fara í bátsferð um flóann, sem voru mestu mistök ever! við vorum úti á sjó í 1 og 1/2 tíma og sáum helling af fallegum stöðum og svona en ég brann líka eins og ég veit ekki hvað! Úff, það var ekkert svo slæmt þar til um kvöldið og daginn eftir :S hehe

Leiðsögumaðurinn í bátnum var samt ekkert spes... "Til vinstri sjáið þið strönd... það er fullt af fólki þar í dag, enda gott veður. Þetta er nektarströnd" mmmm NICE!

Eftir bátsferðing ákváðum við bara að leggja af stað heim á tjaldstæðið enda búin að vera þarna allan daginn og klukkan orðin hálf fimm. Við sátum þar í smá tíma og fórum svo út að borða á The Carvery um sjö leitið. Hinir ferðalangarnir höfðu öll farið út að borða þar saman fyrr um daginn og sögðu vera geðveikann mat þarna og flottur staður og bara æði. Hljómar vel ha?

Við komum á The Carvery og þetta var bara venjulegur pöbb, stærri en venjulega og stútfullur af krökkum :S En við létum okkur hafa það því við þekkjum ekki nágrennið vel og vorum of svöng til að finna eitthvað annað :p Maturinn var lala... pöbbamatur bara hehe

Eftir það ætluðum við að kíkja yfir til foreldra Paul þar sem þau sögðust vera með helling af leikjum og spilum og svona :) En þegar við komum þangað voru þau öll á náttfötunum að horfa á Harry Potter, við horfðum á svona hálftíma en vorum að sofna yfir því.. líka hvorug horft á Harry Potter og að koma inn í miðja mynd er flókið hehe :p

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Enn og aftur sátum við inní Friðsæl og áttum ágætis stundir, áttum engin spil eða neitt en sátum og kjöftuðum og átum nammi hehe

Á mánudagsmorguninn vöknuðum við aftur snemma (suprise surprise) og ég vildi bara eiginlega fara heim því maður sefur ekkert í skítakulda og á dýnu sem gerir ekki neitt. Enn og aftur vorum við búin að fara í sturtu og borða um 8 um morguninn og höfðum planað að fara í gönguferð með foreldrum Paul, mág Paul og 4 krökkum vinafólksins. Við máttum bíða til hálf ellefu þar til þau voru öll tilbúin að fara og þá tók við 2ja tíma ganga til og frá Morthoe. Við fórum að skoða einhvern vita sem ég hélt að væri eins og gömlu góðu vitarnir en þá var þetta einhver nýr viti sem mátti ekki einu sinni labba nálægt :p En það var mjög fallegt þarna en ég brann bara meira því sólin var svo sterk, samt var ég í peysu og svona að reyna að passa mig.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis, eftir ferðina til Mortehoe lögðu við svo af stað heim til Northampton og fórum í gegn um Exmoore National Park á leiðinni heim og það var mjög fallegt, svo ákváðum við að taka þjóðveginn heim því við nenntum ekki að vera of lengi hehe Tók okkur sex tíma að komast til Rugby að sækja Yokopop og svo heim, og það var svoooo gott að komast heim!

Allt í einu var íbúðin mín stór eftir að hafa eytt 2 nóttum í bílnum hehe Yndislegt alveg! Ég er enn skaðbrunnin samt en hef jafnað mig helling, vona að ég geti sett á mig smá farða fyrir viðtalið án þess að það bráðni allt af mér hehe úff *krossaputta*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá myndir frá ferðinni hér er linkur, reyndar tók ég fleiri myndir sem ég set kannski inn seinna, er svo lengi að uploada :P

http://s234.photobucket.com/albums/ee26/igudnynano/Ilfracombe/?start=all

Thursday, 23 August 2007

Ég segði út með hatrið - inn með ástina

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Páll Óskar - Allt fyrir ástina



Sama hvernig fer
stendur eftir staðreyndin
að ég elska þig
og því fær enginn breytt
sama hvernig var
ég gæti gefið annan séns
einu sinni enn

Allt fyrir ástina
eina sem aldrei nóg er af
mennirnir elska fórna
kveljast þjást og sakna
allt fyrir ástina
sama hvað lífið gæfi mér
ég segði "Út með hatrið
inn með ástina"

Sá sem elskar mest
vonar allt og umber allt
þó að svikull þú sért
ég fyrirgef þér samt
allt þitt jafnt verst og best
ég tekið gæti á herðar mér
geri hvað sem er

Allt fyrir ástina...

---------------------------------------

International er líka í mikilli spilun hjá mér :D




Hvítt eða svart
Um það er engin leið að fást
Því hrein og heilbrigð ást
sér engan mun

Þú veist það vel
að ástin spyr aldrei um lit
þegar við finnum það nákvæmlega sama

Y te quiro, mein Liebe, my love
Je’ t’aime, mi amora
Þú finnur að ástin
er international.

Sagapo, eu te amo
Ya polyubeel tebya,
Þú finnur að ástin
er international.

Við erum öll
komin af sömu öpunum
úr sömu sköpunum
á móður jörð

í útlöndum
þeir elska alveg eins og þú
af því þeir finna það nákvæmlega sama

chorus

í kærleika - Mi amora


ALLIR SYNGJA MEÐ!!

Wednesday, 22 August 2007

The Bridge

Ég horfði á heimildarmynd í gærkvöldi sem heitir The Bridge. Myndin fjallar um fólk og aðstandendur þeirra sem hafa íhugað eða framið sjálfsvíg á Golden Gate brúnni í San Fransisco.

Árið 2004 mynduðu leikstjórinn og hans menn Golden Gate brúna á hverjum degi á meðan dagsljós var og náðu á mynd flestum af þeim 24 sjálfsvígum sem framin voru það árið.

The Bridge movie trailer


Eftir myndina grét ég ábyggilega í klukkutíma. Ég sá svo mikið af sjálfri mér í þessu fólki sem talað var um og það var eins og ég gat skilið þetta betur en nokkur annar.

Þetta er mjög falleg en mjög sorgleg mynd. Ef hún vekur fólk ekki til umhugsunar þá veit ég ekki hvað. Við getum öll verið manneskjan sem gengur framhjá eins og ekkert sé. Við getum líka valið að vera manneskjan sem stoppar og spyr, "er allt í lagi ?".

Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll eins, óháð þjóðerni - litarhátt - fjölskyldusögu og trú. Við viljum öll það sama, að elska og vera elskuð.

http://www.thebridge-themovie.com/new/index.html

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Tuesday, 21 August 2007

Ekki svo Friðsæll

*grenj*

Helgin var svo bara ekkert full af loftbelgjum og skemmtilegheitum! ALLA helgina var rigning. Rigning - Rok - Rigning - Rok ! Svo engir loftbelgir flugu og eina sem ég sá voru 2 skjúkraþyrlur ! SVEKKELSI !!

Oj regn.. pirr.. regn..rok... gubbulegt veður bara.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við vorum inni eiginlega alla helgina. Borða, horfa á tv, baka, kúra og sofa. Hehe svakalegt útivistar fólk við! Annars var Paul eitthvað lasinn og ég eitthvað gubbuleg svo þetta var kannski bara fínt því við erum að fara í ferðalag næstu helgi og viljum vera frísk fyrir það.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
(Augljóslega er þetta mynd af mér að kúra á sófanum og horfa á tv á sunnudegi)

Já erum að fara í ferðalag.. eða erum við ?

Í gær fórum við í Tesco að kaupa svefnpoka og mat. Nema, á leiðinni til baka fer Friðsæll að hökta. Svo við keyrum inn á bensín stöð til að setja á hann bensín en allt kemur fyrir ekki og svo allt í einu startar bíllin ekki!
Þá þurftum við að hringja í RAC til að fá viðgerðarmann til að kíkja á bílinn og máttum bíða í rétt rúmann klukkutíma eftir því, í bíl.. í kulda og roki.. en áttum amk mat hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Við biðum og biðum og loksins kom viðgerðar maðurinn og í dágóða stund var hann að fikta í vélinni og reyndi Paul nokkrum sinnum að starta bílnum og var næstum komið þegar allt fór í mínus aftur. Þá komst gaurinn að því að það væri vatn í eldsneytistankinum og það þurfti að tæma hann og setja nýtt bensín í en það dugði ekki til.. Eftir rúma 2ja tíma pælingar og pot þá var ákveðið að fara með Friðsæl á verkstæði :S Þá var klukkan orðin hálf sjö og við þreytt og ég búin að sitja inni í roki og ógeði LENGI! *vorkenna mér* hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

En við fórum í dag á verkstæðið og vonandi geta þeir gert við bílinn áður en við förum til Ilfracombe á laugardaginn :P Oh ég var svo ekki í stuði fyrir þetta vesen.

Stundum vildi ég óska að Paul ætti bíl sem væri ekki með gati í gólfinu við farþegasætið, hefðum almennileg aftursæti sem væri actually föst við gólfið, vildi að væri miðstöð í bílnum og útvarp.. væri líka afskaplega þakklát fyrir almennilegt bílbelti og ef rúðan mín megin myndi skrúfast niður og upp auðveldlega en ekki með átökum og svaka ískri vegna þess að pínulítið glerbrot sker alltaf í rúðuna hver sinn sem ég skrúfa niður og upp.. og það er ekki hægt að taka glerbrotið nema taka hurðina í sundur og við erum búin að gera það einu sinni áður.. never again.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég vildi óska að Friðsæll væri betur einangraður svo að mér væri ekki svona kallt í honum, sérstaklega á veturna.. maður þarf að vera í 5 jökkum og passa vel á sér tærnar (annars detta þær af) Á veturna kveikjum við á gashellunum afturí en það kostar líka að það safnast mikill raki að innan og á 30sek fresti erum við að renna yfir rúðurnar með tuskum..

Æ já... ég vildi óska, ég vildi óska.

Svo er það nákvæmlega allt þetta sem fer í taugarnar á mér sem gerir allt svo yndislegt og eftirminnilegt...

Njótið lífins

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Friday, 17 August 2007

10 staðreyndir um mig og annað tilgangslaust raus

Hæ ég heiti Guðný og ég er spes. *Hæ Guðný*

1.Þegar ég fer að sofa þá verð ég að snúa sænginni rétt. Ef sængurveraopið snýr að mér fríka ég út, ég kalla opið "the end" eða á góðri íslensku "endann".
Þetta á við öllu stundum, hvort sem ég er að fara að sofa eða er bara að kúra í sófanum með sæng.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

2.Ég á til að hugsa of mikið um ýmsa hluti og mikla allt fyrir mér. Samt finnst mér ekkert mál að ráðleggja öðrum og veit yfirleitt hvað á að gera. Semsagt get ekki hlustað á eigin ráð.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

3.Ég er snillingur í að borða súkkulaði þar til mér finnst ég þurfa að gubba. This has got to stop. Reyndar er ég búin að minnka súkkulaðið, það er ekkert súkkulaði keypt inn á heimilið, ef mann langar í svoleiðis lúxus fer peningur úr matar budgeti og maður þarf að labba spes út í sjoppu eftir því.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

4.Ég er dugleg að kaupa grænmeti en ekki jafn dugleg að borða það. Paprikur og sveppir eru efst á lista yfir það sem skemmist, samt finnst mér hvoru tveggja rosalega gott. Hvað er í gangi.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

5.Ég eeelska að versla í Primark, get ekki farið þar inn án þess að kaupa eitthvað.. Ég er einnig haldin kjólafíkn og á um 15 kjóla. Samt lifi ég á ca 2000kr á viku - Primark er bara snilld :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

6.Þegar ég fer eitthvað þá tekur mig lengstann tímann að ákveða í hverju ég á að vera. Ég skipti að jafnaði 4 sinnum um átfitt áður en ég kemst að niðurstöðu og í 90% tilfella enda ég í því sem ég fór í fyrst.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

7.Uppáhalds skórnir mínir eru svörtu puma skórnir mínir með semelíu steinunum, þeir eru náttúrulega bara POSH ! hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

8.Ég elska að horfa á kvikmyndir og heimildarmyndir, finnst gaman að fræðast og kynna mér hin ýmsu málefni og mér finnst mikilvægt að aðrir geri það líka.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

9.Mig langar rosalega mikið til að ferðast til Japan. Reyndar langar mig að ferðast um allan heim og stefni á að gera það innan 3ja ára :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

10.Ég elska íkorna, finnst þetta ein sætustu dýr í heimi!! *mússímússí*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað svakalegt raus en allt í einu varð ég hugmyndasnauð og búin að þjást af writers block síðan tíu í morgun... klukkan er að verða hálf fimm.

Ég er ekki búin að gera neitt í dag nema háma í mig möffins sem ég bakaði í gærkvöldi og svo fór ég í Primark og keypti mér gallabuxur á 1200 kall hehe Þær eru alveg ágætar, verð bara að passa mig að beygja mig ekki mikið í þeim því þá fæ ég geðveikann plömmer :S Þarf bara að vera í vel síðum bol við hehe

Ég komst að því í gær hvers vegna það er svona ódýrt að kaupa mat hérna í UK, matvöru búðir hafa núll skipulag og öllu hent fram einhvern veginn og svo átt þú bara að fara í ratleik. Ég fór í Sainsbury's í gær að kaupa kakó til að baka með. Mjög algeng vara svo ætti ekki að vera neitt mál að finna hana. Nei, ég mátti labba 5 hringi um búðina, labba inn í hvern einasta gang - labba þá alla aftur og þríyfirfara allt sem ég sá..

*urr* ég varð svo pirruð, það er aldrei neitt á sama stað.. líkar vörur eru sem lengst frá hvor annari. Eina sem er flokkað í þessum búðum er áfengið. Ég ætlaði að kaupa kardimommudropa í sömu ferð en gafst upp.. var bara orðin svöng á öllu þessu hlaupi og þurfti knús.

Mér finnst svo leiðilegt að versla í matinn hérna, það er allt svo stórt og fólk alltaf fyrir manni! það á að banna gömlu fólki og börnum að fara í búðir á háannatíma! Maður er fastur fyrir aftan eitthvað gamalt fólk sem getur ekki ákveðið hvernig jógúrt það vill og á meðan reynir kelling með 2 börn í kerrunni sinni að troða sér og krakkarnir þreyttir og grenjandi :S

Hef ekki þolinmæði í svona! Ég veit hvað ég þarf og vil bara svona inn/út verslunarferð. Svo er skítakuldi í þessum búðum og maður er alveg að krókna, þar til maður kemur út í hlýjuna.

Talandi um fólk sem er fyrir manni! Ef maður er að labba á gangstétt og mætir 2-3 bretum saman þá mun enginn þeirra færa sig svo maður komist framhjá! Ég þoli þetta ekki og það er eins og bretar séu algerlega oblivious þegar kemur að hornum! Það labbar fyrir horn eins og það sé bara eitt í heiminum þetta fólk og er ekki einu sinni að horfa hvert það er að fara!! *aaagggghhhh*

Ég er samt að taka þetta allt í sátt.. Northampton er ekki beint menningarsjokk hehe Ég er ansi hrædd um að einn daginn muni mitt umburðarlyndi hverfa og ég muni bara missa það og garga á þetta lið sem er of gamalt, er fyrir mér og vill ekki færa sig.

Til þess að fresta þessum ósköpum fer ég heldur í ræktina og tek út alla mína útrás. Ég er ekki frá því að það var farið að rjúka úr hlaupabrettinu mínu um daginn..

Þetta var pirringur dagsins í boði Guðnýjar. Ég bið ykkur góðs föstudagskvölds og blogga ykkur á morgun.

*opnabjór*

aaaahhhhh leiter skeiters!

Thursday, 16 August 2007

I remember - I remember EVERYTHING

Já! Haldið þið að ég hafi ekki farið að sjá Bourne Ultimatum í gær og á sama tíma og hinn eini sanni Jason Bourne var í London að horfa á hana líka :D Oh ég er svo töff! Ég og hollívúdd stjörnurnar sko !

Nema við vorum bara ekki í sama bíói.. *hóst*

http://showbiz.sky.com/showbiz/article/0,,50001-1280099,00.html

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

THIS SUMMER JASON COMES HOME

Baaaaaaaara töff! úff, ógeðslega flott bardaga atriði og árekstrar og vesen! Vel leikstýrð þó ruglandi stundum því kameran var oft útum allt en twist í sögunni sem kom mér meira að segja á óvart - mæli með henni!! Sé sko ekki eftir að hafa farið á hana í bíó, fékk alveg gæsahúð og allt :D Betri en Die Hard, sorrí :P

Jíha!

Búin að komast að því hvert ég er að fara í ferðalag á föstudaginn eftir viku :D Aldrei heyrt um þennan stað áður en er búin að vera lesa mér til og skoða myndir og get ekki beðið eftir að fara þangað og fara í langa göngutúra og setjast við sjóinn :)

Staðurinn heitir Ilfracombe og er í Norður Devon í Suður Englandi (búin að rugla ykkur ? hehe)
Hérna er heimasíða (enn og aftur) fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða :)

http://www.ilfracombe-tourism.co.uk/

Held að sé ekkert planað nema að fara í göngutúra, skoða söfnin, borða og sóla sig ;) Við erum búin að redda pössun fyrir Yokopop og allt reddí :D Ætli við skjótumst ekki í Tesco samt til að kaupa svefnpoka, langar ekki að taka sængurnar með.. finnst allt verða svo skítugt og matt og vibbalegt :p hehe Þetta verður í fyrsta sinn sem Friðsæll fer í alvöru ferðalag, erum með fortjald til að setja við hliðar hurðina og erum með fína útilegu stóla :D

Hlakka til að fara í útilegu - ekki farið í þannig í nokkur ár! Mmmm picnic :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ef einhver er með sniðugar hugmyndir af mat til að taka með sér í ferðalagið (2 nætur - 1 kælibox) eitthvað gott sem tekur lítið pláss, má hinn sami endilega láta ljós sitt skína ;)

Ferðalangurinn has spoken..

Tuesday, 14 August 2007

Skemmtilega óvænt símtal og Brúsinn

OMG fékk símtal frá Völlu vinkonu í dag !! Jiii hvað var gott að heyra í þér elskan mín!! Takk æðislega fyrir að hringja, átti svo innilega ekki von á því og það algerlega made my day! *knús* Þú ert meira krúttið!

Oh já þetta var kærkominn glaðningur skal ég segja ykkur, í dag er búið að vera leiðinda rigning og á að vera þannig líka á morgun. Alveg merkilegt hvað veður getur haft áhrif á mann :P Eftir að hafa haft 2 og 1/2 mánuð af rigningu þá fer maður að grenja við tilhugsunina um meira regn :S

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Svo finnast mér regnhlífar eitt það leiðilegasta sem ég veit um, sérstaklega þegar það er rok.. þá eru þær hálf pointless! *urr* Ég á samt mega töff regnhlíf sem er bleik og með hlébarðamunstri ;)

Í kvöld var einmitt svona dvd veður (já tæknilegt) þannig að við ákváðum að horfa á aðra af 2 myndum sem tengdó lánuðu okkur.. annars vegar var Evan Almighty í boði og hins vegar Die Hard 4. Paul var orðinn svo spenntur að sjá Die Hard og var handviss um að við höfðum ákveðið að horfa á hana í kvöld án þess þó að hafa rætt það neitt sérstaklega við mig hehe Svo ég lét undan og horfði á herlegheitin í 2 tíma.


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Verð nú að viðurkenna að Brúsinn er enn flottur á því, enda hvað 52ja ára gamall kallinn! Eina sem mér fannst var að hálf myndin gerðist um nótt og þarf af leiðandi hver einasti rammi nýttur í svaka tæknibrellur, söguþráðurinn ekkert spes og ábyggilega svona 5 fyndnar setningar í henni :p Æi.. ég var svekkt því mér fannst hinar svo góðar, fannst eins og væri verið að gera þessa mynd bara til að gera hana. Kannski er ég bara pirruð því ég átti ekkert popp..

Fullt af öðrum myndum sem eru að fara að koma út sem mig langar að sjá, hér eru dæmi ;

Dan in real life
My kid could paint that
Dedication
Rocket science
The ten
This is England

hægt að sjá treilera á http://www.apple.com/trailers/#

:)

Við Paul ætlum að fara á Northampton Balloon Festival næstu helgi :D Hér er heimasíða fyrir þá sem hafa áhuga : http://www.northamptonballoonfestival.com/

Ég hlakka reyndar alveg svolítið til að fara, hef séð loftbelgi og svona en aldrei farið á neitt spes sýningu :) Besta er að þetta er í göngufæri við okkur og ég ætla að taka með mér myndavélina. Svo verður amk eitt kvöldið Evening Glow þar sem þegar dimma tekur er kynt í loftbelgjunum og það er víst fallegur bjarmi sem kemur af því og svakalega flott :D Kannski ég taki video af því ef ég missi ekki af því ;) Prógrammið byrjar held ég 6 um morguninn hvern dag ! *gúlp* Reyndar... væri ekki bara gaman að vakna súper snemma og fá sér göngutúr niðureftir ? ;)

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já aldrei hélt ég að ég gæti orðið svona spennt yfir loftbelgjum híhí

Belgurinn hefur skrifað, óver and át.

Monday, 13 August 2007

Bílasölu mission og fullur malli

Halló halló, long tæm nó bloggos!

Helgin var alveg fín hjá okkur! Man reyndar ekkert eftir föstudagskvöldinu.. minnir að það hafi verið meira og minna horft á Heroes og sofnað fáránlega snemma! Reyndar var Amy kosin úr Big Brother húsinu, ekki það að ykkur finnist það spennandi en MÉR finnst það hehe

Oh fann enga mynd af Eimí en hérna er Big Brother Logoið :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ótrúlega töff svona auga hmmmmm m

Á laugardeginum vöknuðum við snemma, galvösk og til í slaginn. Meeega gott veður úti, 27 stiga hiti og heiðskýrt mmmm Við fórum að rölta um miðbæinn og um tvö leytið fórum við með Paul Gardner í almenningsgarð hérna í Northampton, Sywell Country Park. Hérna er mega sniðugur linkur á myndir úr garðinum :

http://www.northamptonshire.gov.uk/Leisure/Countryside/sywell_images.htm

Ég á enn eftir að stofna mynda albúm á netinu.. á fullt af skemmtilegum myndum :) Eníveis, við tókum með okkur útilegu stólana fínu og fullt box af bjór, kexi, snakki, vínberjum, gulrótum og ferskjum (spes mix) En þetta var rosa fínt, fórum í frisbí og sátum í sólinni og drukkum bjórinn og spjölluðum :)

Var alveg rosa fínn dagur, mjög afslappaður :)

Á sunnudeginum gerðum við bókstaflega ekki neitt! Kláruðum að horfa á seinustu 2 Heroes þættina buuuhuu Veit ekki alveg hvernig ég á að vera!! En svo fórum við í göngutúr og komum svo heim og elduðum okkur Toad in the Hole sem lítur nokkurn veginn svona út :

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Augljóslega var okkar ekki svona fínt hehe en þetta er mjög gott öðru hvoru :D

Dagurinn í dag var aðeins viðburðarríkari, við fórum með Paul Gardner að selja bílinn hans í kvöld. Þetta var alveg svaka mission sko! Hann var smá smeykur því hann var að selja pólverja bílinn hehe

Byrjuðum á því að fara í Staples og kaupa svona penna til að krota á peningaseðla til að ath hvort þeir séu falsaðir eða ekki, mega töff hehe Svo fórum við á bílastæði hérna í Northampton og biðum þar til kaupandinn kom.

Þegar kaupandinn lét sjá sig þá skrúfaði hann niður rúðuna og spurði hvort við vildum ekki elta hann heim til vinar hans því þar væru peningarnir og svona. Fyrsta sem kom í hausinn á mér var að ekki væri allt með felldu... elta einhverja ókunnuga menn eitthvert sem við vissum ekkert um og eitthvað... og við 3 óvopnuð og varnarlaus !!

Við játuðum og eltum bílinn... hvert sinn sem við beygðum inn götu héldum við að við værum komin.. en nei alltaf hélt hann lengra og þvílíkar krókaleiðir.. við vorum farin að svitna pínulítið og ákváðum að skrifa með falstékkpennanum á miða bílnúmerið þeirra, til öryggis... veit samt ekki hversu mikið gagn það hefði gert því þetta var bíll vinar pólverjans!

*Svitn* Alla leiðina komum við upp með alveg verstu scenarios sem hægt var að finna, að þeir ættu byssur og myndu stela bílnum og stinga af eða keyra í eitthvað algert slum og ræna okkur eða eitthvað...

Keyrðum fram og til baka, hringi og alls konar beygjur þar til við komum að alveg þessu líka fína húsi í þessari líka fínu götu! *aaahhh* Djöfull vorum við fegin, lengi búin að keyra í einhverri óvissu og búin að búa til alls konar sögur um hvað gæti gerst og hvað við ætluðum að gera við því...

Var nú kannski bara alger óþarfi, þau voru bara mjög fín. Buðu okkur inn í húsið og þar bjuggu hellingur af bretum líka (herbergi leigð út í húsinu bara) og allir voða gúddí fíling. Spjölluðum þarna aðeins á meðan ég fékk að falstékka og telja peningana, allt voða pro sko hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftirá fengum við far með vin pólverjans heim og Paul Gardner bauð okkur út að borða á pöbb fyrir að hætta lífi okkar og limum í bílasölu missioninu hehe

Fórum á ágætis pöbb þar sem allt er geðveikt ódýrt en maður fær svo mikinn mat á diskinn að einn réttur jafnast á við 3ja rétta máltíð! Hef aldrei náð að klára matinn minn þarna, aldrei!! Svo við átum á okkur gat og skutluðum Paul Gardner til mömmu sinnar svo hann gæti keyrt heim til sín.

Klassískur pöbba matur

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eftir það kíktum við svo til Los Tengdós, var voða nice. Þau eru að fara í ferðalag næstu helgi og helgina eftir það ætlum við að hitta þau og gista í held ég 2 nætur í Campernum :D

Ég man ekki hvað það heitir sem við erum að fara til en ég veit að það er geðveikt langt frá, vonandi fáum við gott veður þar sem þetta er nálægt sjónum einhvern staðar fyrir sunnan :D Alltaf svo fallegt í suður Englandi - love it! Mun pósta inn upplýsingum um staðinn þegar ég er komin með nafnið á hreint hehe :)

Þar til næst, ekki vera kæst !

Wednesday, 8 August 2007

Geðheilsa - Tim - Kanilsnúðar

Eftir að hafa eignast Yokopop hef ég komist að því hvað ég er mikil kisukona..ég hef alveg afskaplega litla þolinmæði gagnvart elsku disco dancing Tim.. mér finnast heldur ekkert skemmtileg dýr sem ég get ekki knúsað hehe


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

VS.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Nei einmitt, það fer ekkert á milli mála hvor er sætari.

Næstum síðan við fengum Tim (í október 2006) hefur hann ýmist verið að öskra... já nú eða öskra og það er alveg að gera mig kreisí. Samt gef ég honum helling að éta, hann fær að sitja í gluggakistunni hjá vaskinum þegar ég baka og allt!

En þá fékk ég svakalega góða hugmynd.. setja Tim í póstkassann okkar! Póstkassinn er að vísu ekki stór en við hverju er hægt að búast í miðbæ Northampton ? Fyrir 0kr í leigu væri hann bara rosalega heppinn!
Hann hefði sitt eigið speis, rifu til að sjá út og svo kemur pósturinn á hverjum degi að veita honum félagsskap... fullkomið!

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég varð alveg æst við tilhugsunina og um leið og Paul kom heim fór ég að tala í belg og biðu um Tim og póstkassann okkar... en draumurinn varð úti um leið og Paul lét þau orð falla að þetta væri í bága við dýraverndunarlög og annað... bömmer! Ojæja..

Annars var dagurinn í dag ekki allur uppfullur af vonbrigðum! Fór með mega umsóknina mína í póstinn, vonandi að ég fái vinnu hjá þeim í leikhúsinu! Eeeeelska leikhús! :D Eitthvað svo magnað og töfrum líkt við það.

Heimasíðan hjá leikhúsinu hér : http://www.royalandderngate.co.uk/en/Home

Svo í eftirmiðdaginn bakaði ég helling af kanilsnúðum, ef þetta er ekki það besta sem ég veit.. ísköld mjólk og nýbakaðir heitir kanilsnúðar *slef*

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já ekki leiðilegt fyrir Paul að koma heim úr vinnunni og fá nýbakaða snúða ;) Oh hvað ég er mikil húsmóðir.. verst að ég á ekkert barn svo ég hef eiginlega enga afsökun fyrir öllum þessum bakstri, þrifum og þvíumlíku.. maður má nefnilega eiginlega bara vera svona ef maður er heimavinnandi húsmóðir..

Fyrir þá sem eru að spá í að sjá Transformers þá endilega fara á hana! Sá hana um daginn og fannst hún geðveik :D Ég er komin í einhvern hetjufíling hérna með Transformers og Heroes hehe

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eníveis... verið hress, borðið kex klukkan sex, bless bless hehe

Tuesday, 7 August 2007

Heroes æði

Ég er alveg gjörsamlega sokkin í Heroes sjónvarpsþættina! Við byrjuðum að horfa á laugardaginn seinasta og erum hálfnuð með seríuna :p Mæli 100% með þessum þáttu, ég átti alveg von á að þetta yrði eins og Böffí (hef ekki áhuga á vampíruþáttum) en svo er þetta bara alger snilld :D

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Annars er þetta búinn að vera spes dagur.. upp og niður eitthvað. Það var ekki hringt í mig frá Fitness First og Vodafone dæmið gekk ekki upp. Dregur mann stundum niður... En, hvert nei er leið að jái ;)

Fékk símtal frá mömmu í gær, settið ætlar að kíkja á mig í byrjun september :D Oh hvað verður gaman að fá heimsókn.. meira nammi híhí Við ætlum að fara til Duxford helgina 8-9 sept öll saman á flugsýningu meðal annars.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um sýninguna : http://duxford.iwm.org.uk/server/show/conEvent.1304

Ætli maður skelli ekki eins og í eitt stykki roast dinner handa settinu hehe ef ég treysti mér til geri ég kannski treacle sponge köku í eftirrétt ;) Hlakka amk mikið til að hitta þau, enda ekki séð þau síðan í febrúar. Verður gaman að sýna mömmu líka allt hérna þar sem hún hefur ekki komið áður :)

Alveg merkilegt hvað ég baka og baka... skonsur, brauð, kanilsnúða, kökur.. nefndu það. Held þetta sé það sem hefur haldið geðheilsunni minni hérna hehe Á það til að setja Chris De Burgh, Lady in Red í botn og fíla mig í eldhúsinu... já ég veit.. ég er soldið mikið 21 árum of sein :p
Hey ekki gat ég tekið út væmina þegar ég var 5 ára! Þetta er allt uppsafnað og brýst út í formi 80's laga öðru hvoru.. fyrir utan þetta lag eru líka vinsæl : Against all odds með Phil Collins, Kokomo með Beach Boys, Pictures of you með The Cure og svo mætti lengi telja..

Merkilegt þetta dálæti sem ég hef af 80's tónlist.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Það voru allir svo töff þá.

(já ég var að uppgötva hvernig á að setja myndir inn í bloggið hehe)

Við Yokopop erum farin að kúra... þar til næst - stay classy San Diego!